Fréttir

Gistinóttum fjölgar um 6% á fyrsta ársþriðjungi

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum fyrstu 4 mánuði árins voru 245 þúsund en þær voru 231 þúsund á sama tímabili árið 2002, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar. Fjölgunin á fyrsta ársþriðjungi er því 6% á milli ára. Útlendingum fjölgaði um 10% á meðan Íslendingum fækkaði um 1%. Athyglisvert er að á sl. 6 árum hefur gistinóttum útlendinga fjölgað um 72% á meðan gistinætur Íslendinga standa nánast í stað. Skipting milli landshlutaÁ þessum fyrsta ársþriðjungi 2003 voru gistinætur á höfuðborgarsvæðinu 175 þúsund en töldust 166 þúsund árið áður, sem er 5% fjölgun. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 11% og fóru úr 8.700 í 9.700. Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 400, eða 21%. Á Norðurlandi vestra töldust gistinæturnar tæplega 1.800 en voru rúmlega 1.200 árið 2002, sem gerir aukningu um 47%. Á Suðurlandi fóru gistinætur úr 21 þúsundum í 28 þúsund, sem er 31% aukning milli ára. Annars staðar á landinu átti sér stað fækkun milli ára. Á Vesturlandi fækkaði gistinóttum um rúmlega 1.100 (-17%), á Austurlandi fækkaði þeim um 1.900 (-21%) og á Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum um 200 (-1%). Skipting milli mánaðaEf skoðaður er hver mánuður fyrir sig má sjá að fyrir landið í heild sinni fækkar gistinóttum lítillega í janúar (-5%) og febrúar (-1%). Þeim fjölgar hinsvegar í mars um 7% og í apríl um 17% . Í ljós kemur einnig að útlendingum fer fjölgandi á hótelum og gistiheimilum á þessum árstíma en Íslendingum fækkar. 72% aukning hjá útlendingum 6 árumFrá árinu 1997 hefur gistináttafjöldinn aukist um 42% á þessum fyrstu mánuðum ársins. Á þeim tíma hefur gistinóttum Íslendinga fjölgað um 2% en útlendinga um 72%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Talnaefni á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Dagsetning Vestnorden 2004

Sem kunnugt er lauk Vestnorden Ferðakaupstefnunni í Færeyjum fyrr í vikunni. Tókst hún vel en nánar verður greint frá henni í máli og myndum hér á vefnum eftir helgina. Þá liggur fyrir að næsta Vestnorden kaupstefna verður haldin í Reykjavík dagana 13. - 14. september 2004. Því er um að gera að taka þá daga strax frá.  
Lesa meira

Metfjöldi tjaldgesta á Akureyri

Gistinætur tjaldsvæðanna á Akureyri voru 31.000 nú í sumar, fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt upplýsingum af vef Akureyrarbæjar. Gistinætur á hinu nýja tjaldsvæði að Hömrum voru um 14.000, sem er rúmlega tvöföldun á milli ára. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti voru um 17.000 gistinætur, sem er svipað og undanfarin ár. Hamrar hrein viðbótTjaldsvæðið að Hömrum var tekið í notkun sumarið 2000 og hefur gistinóttum þar fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma. Fyrsta árið voru gistinætur þar um 3000, árið 2001 um 4500 og um 6000 í fyrrasumar. Gistinætur á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hafa verið á bilinu 16-18 þúsund undanfarin ár og því er um hreina fjölgun gistinátta að ræða með tilkomu tjaldsvæðisins að Hömrum. Þessa dagana er verið að loka tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en gestir eiga þess enn kost að gista að Hömrum, enda er aðstaða til að taka á móti fólki mun betri en við Þórunnarstræti, segir á vef Akureyrarbæjar. Segir að verið sé að kanna að taka á móti gestum þar lengur en venjulegt þykir og lengja þar með ferðamannatímabilið.  
Lesa meira

Málþing um rannsóknir og menntun á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 25. september nk. gengst rektor Háskóla Íslands, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir málþingi. Nefnist það "Rannsóknir og menntun á landsbyggðinni - Fræðastarf sem þáttur í atvinnustefnu byggðarlaga" Málþingið hefst í hátíðasal Háskólans kl. 14.00 og því lýkur kl. 16.45 með léttum veitingum. Málþingið er opið öllu áhugafólki um stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. Þátttöku má tilkynna með tölvupósti: haskolarektor@hi.is eða í síma 525-4303. Dagskrá: 14.00-14.20Setning, háskólarektor Páll SkúlasonÁvarp, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir 14.20-14.35Reynsla Háskóla Íslands af rannsókna- og fræðasetrum á landsbyggðinniRögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands 14.35-14.50Áhrif rannsókna- og fræðastarfs Háskólans á Akureyri á atvinnu- og búsetuþróun EyjafjarðarsvæðisinsÞorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri 14.50-15.30Þau sem standa í eldlínunni:Hvar liggja tækifærin? Hvernig skal standa að verki?Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólasetursins á Höfn í HornafirðiHver eru áhrif fræðasetursins í Sandgerði á atvinnuhætti, hvernig getum við þróað það starf áfram?Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í SandgerðiHvers vænta sveitafélög á borð við Austur-Hérað af rannsókna- og fræðastarfi?Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Austur-Héraði 15.30-15.55Kaffi 15.55-16.45Hvernig má auka áhuga sveitarstjórna og fyrirtækja á rannsókna- og fræðastarfi?Pallborðsumræður undir stjórn Páls Skúlasonar háskólarektorsDagný Jónsdóttir alþingismaðurEinar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður FerðamálaráðsHallgrímur Jónasson, forstjóri IðntæknistofnunarSkúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans að HólumSigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 16.45 Ráðstefnuslit og léttar veitingar  
Lesa meira

Áhugaverðar niðurstöður í tekjukönnun SAF fyrir ágúst

Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun sinni fyrir ágústmánuð sl. ásamt öðrum ársþriðjungi 2003. Tekjukönnunin er framkvæmd meðal hótel innan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja. Fjölgun ferðamanna skilar sérSem kunnugt er var sl. ágústmánuður einn besti mánuður í sögu ferðaþjónustu hérlendis hvað varðar fjölda farþega til landsins enda tókst að halda sæmilegri nýtingu gistirýmis þrátt fyrir verulega aukið framboð á milli ára. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, bendir á að nýtingin í Reykjavík er til að mynda nánast sú sama og í fyrra þótt herbergjum á svæðinu hafi fjölgað umtalsvert. Þá hefur verð einnig hækkað verulega á milli ára. Meðalnýting á landsbyggðinni lækkar aðeins og vegur þar væntanlega þungt verulega aukið framboð gistirýmis á Akureyri. Séu Akureyri og Keflavík þannig teknar út úr tölum fyrir landsbyggðina batnar nýtingin frá því í fyrra og verðið hækkar. Sá mikli straumur ferðamanna sem var til landsins í ágúst er því greinilega að skila sér um allt land, að mati Þorleifs. Hér að neðan má sjá tölur fyrir ágústmánuð sl. og nokkur ár aftur í tímann. Reykjavík Meðalnýting 89,76%. Meðalverð kr. 10.649. Tekjur á framboðið herbergi kr. 296.312.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 90,69% Kr. 8.8201997 84,58% Kr. 7.9021998 85,36% Kr. 7.8221999 93,00%. Kr. 7.926. Tekjur á framboðið herbergi kr. 228.6582000 91,27%. Kr. 8.910. Tekjur á framboðið herbergi kr. 252.084.2001 88,83%. Kr. 9.628. Tekjur á framboðið herbergi kr. 265.128.2002 90,08%. Kr. 9.817. Tekjur á framboðið herbergi kr. 274.272. Landsbyggðin Meðalnýting 76,02%. Meðalverð kr. 9.104. Tekjur á framboðið herbergi kr. 214.632.Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 76,47% Kr. 5.9631997 77,30% Kr. 5.4381998 83,11% Kr. 5.6071999 79,00% Kr. 6.883 Tekjur á framboðið herbergi kr. 168.042.2000 74,59% Kr. 8.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 186.841.2001 77,34% Kr. 8.412 Tekjur á framboðið herbergi kr. 201.682. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 72,34%. Meðalverð kr. 8.486. Tekjur á framboðið herbergi kr. 190.294.Til samburðar koma fyrri ár:1996 76,16% Kr. 5.4781997 72,79% Kr. 5.5841998 79,04% Kr. 5.6271999 78,00% Kr. 6.669. Tekjur á framboðið herbergi kr. 161.3992000 71,44% Kr. 7.162. Tekjur á framboðið herbergi kr. 158.611.2001 73,90% Kr. 7.609. Tekjur á framboðið herbergi kr. 174.321.2002 70,59%. Meðalverð kr. 7.911. Tekjur á framboðið herbergi kr. 173.124. Annar ársþriðjungur 2003 Í töflunni hér að neðan eru teknar saman niðurstöður annars ársþriðjungs 2003, þ.e. maí til og með ágúst, og þær bornar saman við undangengin ár. Hér segir Þorleifur skemmtilegt að sjá að meðalverð í Reykjavík í þessum ársþriðjungi haldast yfir 10.000 kr annað árið í röð. Sé það ánægjulegt fyrir þá sem standa í hótelrekstrinum og vonandi fyrirheit á bætta afkomu, því ekki muni af veita. "Góður ágúst dugir þó ekki til að bæta fyrir slaka maí- og júnímánuði. En vonandi verður september sterkur eins og öll teikn eru á lofti um," segir Þorleifur.   1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Reykjavík Meðalverð 8.585 7.421 7.497 7.600 8.748 9.361 10.076 10.184 Meðalnýting 83,1% 81,4% 80,4% 86,0% 87,9% 83,5% 85,1% 78,4% Landsbyggð Meðalverð 5.626 5.718 5.551 6.343 7.452 8.049 8.816 8.817 Meðalnýting 61,3% 69,7% 69,0% 63,0% 63,9% 66,3% 68,6% 65,2% Landsbyggð -AEY/KEF Meðalverð 5.235 5.288 5.244 6.189 6.837 6.933 7.752 8.501 Meðalnýting 65,4% 67,3% 66,4% 62,0% 59,6% 60,4% 60,8% 59,4%  
Lesa meira

Vestnorden sett í gærkvöld

Vestnorden ferðakaupstefnan var sett í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöld og stendur fram á miðvikudag. Það eru Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja sem standa að kaupstefnunni, líkt og þau hafa gert síðastliðna tvo áratugi. Hittast á stuttum fundumSýnendur á Vestnorden koma frá vestnorrænu löndunum þremur, auk þess sem Ferðamálaráð Hjaltlandseyja tekur þátt. Samtals taka 112 fyrirtæki frá þessum löndum þátt að þessu sinni, þar af 70 frá Íslandi. Á kaupstefnunni hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi.  
Lesa meira

Auglýst eftir forstöðumanni nýrrar skrifstofu Ferðamálaráðs í Kaupmannahöfn

Sem kunnugt er mun Ferðamálaráð Íslands opna skrifstofu í Kaupmannahöfn síðar á árinu og hefur nú auglýst eftir forstöðumanni á skrifstofuna. Hlutverk skrifstofunnar verður að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland sem ferðamannaland á markaðssvæði Norðurlanda. Leitað er að einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu í markaðsstörfum í ferðaþjónustu, eða aðra sambærilega reynslu. Umsóknum skal skilað fyrir 26. september nk. Skoða auglýsingu.  
Lesa meira

Viðamiklar Íslandskynningar vestan hafs

Viðamiklar Íslandskynningar verða í Minneapolis í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada næstu daga. Ferðamálaráð Íslands er meðal þeirra sem koma að málinu. Ein umfangsmesta Íslandskynningin á neytendamarkaði Flugleiðir í samvinnu við Flugleiðahótelin, Kynnisferðir, Iceland Naturally, Ferðamálaráð Íslands og Reykjavíkurborg standa að 10 daga Íslandskynningu í Mall of America í Minneapolis, stærstu verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, 12. til 21. september. Um 80 manns koma að kynningunni sem er ein umfangsmesta Íslandskynning á neytendamarkaði sem ráðist hefur verið í. 80.000 til 100.000 gestir daglegaMeira en 28 milljónir manns heimsækja Mall of America árlega og er gert ráð fyrir að a.m.k. 80.000 til 100.000 gestir verði þar daglega meðan kynningin stendur yfir. Eftirlíkingar af fossum, Bláa lóninu, eldfjöllum og víkingabúðum verða á svæðinu og kynningarmyndir um Ísland verða sýndar á stórum vegg stanslaust í rúma 11 tíma daglega, en auk þess verður sett upp söluskrifstofa í verslunarmiðstöðinni. Íslenskir skemmtikraftar eins og t.d. hljómsveitirnar Guitar Islancio, Jagúar, Leaves og fleiri og félagar úr Njálusönghópi Sögusetursins á Hvolsvelli skemmta gestum, samkeppni um hver líkist mest Björk verður í gangi, íslenskir hestar verða á svæðinu fyrir börnin og Siggi Hall kynnir íslenska matreiðslu. Ísland áberandi í TorantoÍ dag, föstudag, verður sérstök dagskrá á Delta Chelsea-hótelinu í Toranto í Kanada í tilefni stofnunar Íslensk-kanadíska verslunarráðsins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytur hátíðarræðu og Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, greinir frá Íslandi sem áfangastað ferðmanna auk þess sem Páll Magnússon kynnir Fjárfestingastofuna og fjárfestingar á Íslandi, m.a. í kvikmyndagerð, og Hugh Porteous kynnir Alcan á Íslandi. Nú er Kvikmyndahátíðinni í Toronto, sem staðið hefur frá 4. september, að ljúka en á meðal mynda á henni eru Nói Albínói og Stormy Weather. Þá standa Iceland Naturally og sendiráð Íslands í Kanada fyrir ýmsum uppákomum í borginni í mánuðinum.  
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgar um 4% milli ára

Gistinætur á hótelum í júlímánuði síðastliðnum voru 124 þúsund á móti 119 þúsund í júlí árið 2002, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru að koma út. Eins og í júní mældist aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 13%. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 8% og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði þeim um 6%. Á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 8% og á Austurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru jafnmargar nú í ár og í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 5%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Talnaefni á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Að tveimur árum liðnum - Ástand og horfur í Bandaríkjunum

Í dag eru tvö ár liðin frá árásinni á tvíburaturnanna í New York sem kostaði þúsundir fólks lífið og leiddi til verulegs samdráttar á ýmsum sviðum viðskipta, m.a. í ferðaþjónustu. Þó er ljóst að með markvissum aðgerðum tókst Íslendingum að tryggja stöðu sína mun betur en flestum öðrum. En hver er staðan í Bandaríkjunum í dag? Í nýrri grein hér á vefnum undir liðnum "Frá svæðisstjórum" fer Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, yfir stöðuna og spáir í spilin fyrir næstu mánuði.Lesa grein...  
Lesa meira