Fréttir

Auglýst eftir samstarfsaðilum að markaðs- og kynningarmálum í ferðaþjónustu

Í frumvarpi til fjárlaga er lagt til að meiri fjármunum verði varið af hálfu stjórnvalda til markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu árið 2004 en fyrr hefur verið gert á einu ári. Samgönguráðherra hefur falið skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands að hafa umsjón með verkefninu og samningagerð við samstarfsaðila. Tilgangurinn er að gera markaðs- og kynningarmálin enn umfangsmeiri og ákveðið hefur verið að bjóða aðilum að ganga til samstarfs við Ferðamálaráð í markaðs- og kynningarmálum, innanlands og erlendis, á árinu. Hér með er auglýst eftir samstarfsaðilum á fjórum erlendum markaðssvæðum með fyrirvara um samþykki fjárlaga. Framlag samstarfsaðila verði a.m.k. jafnt framlagi Ferðamálaráðs til umræddra verkefna og þeir sem eru reiðubúnir að leggja fram meira gangi að öðru jöfnu fyrir, þegar samstarfsaðilar verða valdir. Alls er um að ræða kr. 175 milljónir, sem er sá hluti markaðsfjármuna næsta árs sem verður varið til samstarfsverkefna á erlendri grundu, og ákveðið hefur verið að skiptist á eftirfarandi hátt: 1. N.- Ameríka Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 8 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón. 2. Bretlandseyjar Til ráðstöfunar eu annars vegar kr. 30 milljónir þar, sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 8 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón. 3. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 10 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón. 4. Meginland Evrópu Til ráðstöfunar eru annars vegar kr. 30 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila verði kr. 15 milljónir í verkefni. Hins vegar eru til ráðstöfunar kr. 12 milljónir, þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er kr. 1 milljón. Annað samstarf óháð markaðssvæðumÞá er auglýst eftir samstarfsaðilum til verkefna vegna ákveðinna markhópa, t.d. vegna hvalaskoðunar, vegna kynningar ákveðinnar vöru eða viðburðar, óháð markaðssvæðum. Til ráðstöfunar eru 17 milljónir kr. þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila er 2 milljónir kr. í verkefni. Hverjir geta sótt um?Þegar rætt er um samstarfsaðila getur það átt við fyrirtæki, sveitarfélög, einstaklinga eða samstarfshópa þeirra, um ákveðin markaðs- og/eða kynningarverkefni. Með umsóknum skal fylgja nákvæm útfærsla á viðkomandi kynningu og fjárhags-áætlun. Ekki verður um að ræða styrki vegna verkefna, heldur fjármagn til sameiginlegra verkefna með Ferðamálaráði Íslands. Greiðsla Ferðamálaráðs mun fara fram að lokinni umræddri kynningu, eða í samræmi við greiðslur vegna hennar, og þá gegn framvísun reikninga. Umrædd verkefni skulu unnin á tímabilinu 1. mars 2004 til 28. febrúar 2005. Við afgreiðslu umsókna verður tekið tillit til eftirfarandi þátta: Um verði að ræða almenn kynningar-/markaðsverkefni, sem hvetji neytendur til Íslandsferða.  Sérstaklega verður litið til verkefna sem styrkja ferðaþjónustu alls Íslands á heilsársgrunni.  Litið verður til útbreiðslu þeirra miðla sem áætlað er að nýta í umræddri kynningu. UmsóknareyðublöðSérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum ráðsins.  Haldnir verða kynningarfundir til frekari upplýsinga í byrjun janúar, sem verða auglýstir sérstaklega. Auglýst verður eftir samstarfsaðilum vegna innlendrar kynningar síðar. UmsóknarfresturÞeir sem áhuga hafa á samstarfi við Ferðamálaráð samkvæmt þessari auglýsingu, sendi umsóknir sínar til skrifstofu ráðsins að Lækjargötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 26. janúar 2004.  
Lesa meira

Arfleifð víkinganna nýtt í þágu ferðaþjónustunnar

Í byrjun þessa árs fór af stað fjölþjóðlegt samstarfsverkefni, "Destination Viking", sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery). Verkefnið snýr m.a. að því að halda til haga sögulegri arfleifð víkinganna og nýta hana í þágu ferðaþjónustunnar. Alþjóðlegt verkefni sem stýrt er frá ÍslandiSá hluti "Destination Viking" verkefnisins sem Ísland tekur þátt í nefnist "Saga Lands" og að því koma 18 víkingaverkefni frá sex löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð, ásamt aðilum frá Labrador, Nýfundnalandi og eyjunni Mön. Þetta er fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga og jafnframt stærsta Evrópuverkefni á sviði menningarferðaþjónustu sem Íslendingar taka þátt í til þessa. Byggðastofnun er í forsvari fyrir verkefnið en verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Sex íslenskir þátttakendur eru í verkefninu: Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða með verkefni um Gísla sögu, Dalabyggð með Eiríksstaði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf. í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í árslok 2005. Gísla sögu verkefnið á VestfjörðumÍslensku verkefnin er mis langt komin. Gísla sögu verkefnið á Vestfjörðum er nú komið vel af stað, enda á það sér nokkurra ára sögu, að sögn Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúi Vestfjarða. "Hugmyndin kviknaði fyrir einum 5-6 árumen þá fórum við að velta fyrir okkur að það þyrfti nauðsynlega að vinna úr þessu efni sem Gísla saga er. Fyrsta skrefið, og grunnurinn að því starfi sem nú er í gangi, var skýrsla sem byggði meistaraprófsritgerð Kerstin Bürling við Rheinische Friedrich-Wilhelms-Universität í Bonn. Kerstin hlaut styrk frá evrópska Leonardo-verkefninu til rannsóknarvinnu hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða frá vori og fram á haust 1999 og hafði áður unnið í hálft ár hjá Atvinnuþróunarfélaginu. Ritgerð hennar er mikill hugmyndabanki um hvernig hægt sé að tengja Gísla sögu ferðaþjónustunni og búa þannig fjölbreyttara menningarefni í hendur ferðafólki," segir Dorothee. Ýmis verkefni í gangiMeðal þess sem gert hefur verið í tengslum við verkefnið á yfirstandandi ári er gerð víkingafatnaðar og vinna við þróa viðburði sem ferðamenn geta tekið þátt í. Er að sögn Dorothee stefnt á að fara af stað með eitthvað slíkt næsta sumar og er þá bæði verið að hugsa um hópa og einstaklinga. Sem vísi að þessu nefnir hún einnig Dýrafjarðarhátíðina sem haldin var í sumar. Þá var ekki alls fyrir löngu stofnað áhugamannafélag um verkefnið og er formaður þess Þórhallur Arason á Þingeyri. "Eitt sem verkefnið gerir ráð fyrir er að þróuð verði söguslóð með upphaf í Önundarfirði þar sem sagan hefst. Síðan vill svo skemmtilega til að atburðir sögunnar gerast margir í nágrenni núverandi þjóðvegar þannig að hægt verður að koma fyrir skiltum meðfram honum þar sem sagan er rakin. Leiðin myndi einnig tengja suður- og norðurhluta Vestfjarða með sameiginlegum söguþræði. Þá er þróun gönguleiða á dagskránni, útgáfa korta og kynningarefnis og fleira mætti telja," segir Dorothee. Samstarfið mikilvægtDorothee segir hið alþjóðlega samstarf afar mikilvægt og fólk hittist reglulega til að bera saman bækur sínar, bæði hér á landi og erlendis. "Það er t.d. mikilvægt að ekki séu allir að gera það sama heldur nái að marka sér vissa sérstöðu. Hinn sameiginlegi þráður, víkingarnir, tengja þó öll verkefnin saman. Þannig mynda eina heild sem t.d. auðveldar kynningu og markaðsstarf. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum hlutum í því sambandi, .t.d. auglýsingum, ferðapökkum o.fl."Fyrir áhugasama er vert að benda á vef verkefnisins.  
Lesa meira

Fréttablað Ráðstefnuskrifstofu Íslands er komið út

Þriðja tölublað fréttablaðs Ráðstefnuskrifstofu Íslands er komið út. Efni er fjölbreytt að vanda. Mestur vöxtur á ÍslandiFram kemur m.a. að samkvæmt niðurstöðum Union of International Association, sem árlega tekur saman tölulegar upplýsingar um fjölda og þróun ráðstefna í heiminum, er Ísland hástökkvari í Evrópu með 173% aukningu ef horft er yfir árangur síðustu 10 ára. Þetta er einmitt sá tími sem er liðinn frá því að Ráðstefnuskrifstofa Íslands var sett á laggirnar og sýnir svo ekki verður um villst að ráðstefnuskrifstofa Íslands hefur skilað miklum árangri í markaðssetningu á Íslandi sem ráðstefnulandi, að sögn Rósbjargar Jónsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofunnar. Undirbúningur fyrir SITE á lokastigiÞá er sagt frá því að undirbúninur er á lokastogi fyrir ráðstefnu SITE (Society of Incentive & Travel Executives), sem eru alþjóðleg samtök fagaðila úr hvataferðageiranum. Samtökin halda árlega ráðstefnu sína á Íslandi 3.-7. desember nk. Dagskrá hennar verður umfangsmikil og er reiknað með að um 300 manns komi til landsins af þessu tilefni. Auk þess sem fjöldi Íslendinga er skráður til þátttöku. Hægt er að nálgast fréttablaðið í pdf-útgáfu á vef Ráðstefnuskrifstofunnar.  
Lesa meira

Norðurbryggja opnuð í dag

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn, sameiginlegt menningarsetur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, verður opnuð í dag. Ferðamálaráð Íslands mun opna landkynningarskrifstofu í húsinu innan tíðar og sendiráð Íslands hefur þegar flutt starfsemi sína þangað. Hús með merka söguAuk sendiráðs Íslands og sendiskrifstofa Færeyinga og Grænlendinga verða ýmsar stofnanir, fyrirtæki og menningarstarfsemi sem tengist löndunum þremur með aðstöðu í Norðurbryggju. Húsið sjálft á sér merka sögu. Það var byggt sem pakkhús á árunum 1766-67 á uppfyllingu í Kristjánshöfn, gegnt Nýhöfn. Þar var miðstöð verslunar við eyjarnar í Norður Atlantshafi og var húsið upphaflega nefnt "Íslenska pakkhúsið". Hið nýja nafn, Norðurbryggja, vísar til þeirra orða Vigdísar Finnbogadóttur að það sé eins og bryggja til Norður-Atlantshafsins. Vigdís er formaður stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar sem á og rekur húsið og þar eiga einnig sæti fulltrúar Grænlendinga, Færeyinga og Dana. Nú er verið að leggja lokahönd á viðgerðir á húsinu en þær hafa staðið yfir í sjö ár. Hefur allt bryggjusvæði Kaupmannahafnar raunar tekið stakkaskiptum á undanförnum árum í kjölfar mikillar uppbyggingar og endurbóta á gömlum húsum. Skrifstofa FerðamálaráðsSem fyrr segir verður skrifstofa Ferðamálaráðs í Norðurbryggju opnuð innan tíðar en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Samstarf er haft við ferðamálaráð Færeyja og Grænlands og mun hvert land um sig hafa skrifstofu í húsinu. Þá hafa löndin þrjú stofnað sameiginlegt fyrirtæki til að sinna upplýsingagjöf, dreifingu á bæklingum og fleiru sem hagkvæmt er talið.  
Lesa meira

Bestir á Netinu

Ferðaverðlaunin World Travel Awards voru afhent við hátíðlega athöfn á Plaza-hótelinu í New York í síðasta mánuði. Þetta var í 10. sinn sem verðlaunin voru afhent en þau eru mjög yfirgripsmikil og taka til um 100 flokka. Of langt mál væri að telja þá alla upp hér en til gamans eru hér birtar niðurstöður úr flokknum ?The very best of travel technology? sem einkum snýr að ýmsu því sem tengist ferðaþjónustu og Internetinu. Úrslitin í heild sinni má nálgast hér. World's Leading CRS/GDS SystemSabre World's Leading Hotel Reservation ServicePegasus Solutions RezView World's Leading Travel Internet SiteTravelocity World's Leading Airline Internet SiteAmerican Airlines World's Leading Hotel Group Internet SiteFairmont World's Leading Hotel Internet Site Hotel de Russie World's Leading Cruises Internet Site Carnival Cruise Lines World's Leading Destination Internet SiteBritain World's Leading Tourism Authority Internet SiteAustralia World's Leading Tour Operator Internet SiteKuoni Travel World's Leading Responsible Tourism Internet SiteResponsibletravel.com Innovation AwardSabre - The automated Miscellaneous Charges Order (MCO) World's Leading Travel Technology ProviderSabre Travel Solutions World's Leading Internet Booking Engine Technology ProviderDatalex World's Leading Business Travel e-Procurement Solutions ProviderGet There World's Leading Provider of Communications SolutionsAT&T World's Leading High Speed Inflight Internet Service ProviderConnexion By Boeing World's Leading Use of Inflight TechnologyCathay Pacific World's Leading Mobile Wireless Technology ProviderBT Openzone World's Leading Provider of High-Speed Internet AccessBT Broadband World's Leading Broadband Travel Site Virtually the World  
Lesa meira

Áætlun samgönguráðuneytisins á formennskuári í Norðurlandaráði

Á næsta ári mun Ísland vera í formennsku í Norðurlandaráði og hefur samgönguráðuneytið í fyrsta sinn birt formennskuáætlun sína í sérstökum bæklingi. Á þeim vettvangi er sjónum manna í auknum mæli beint að ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein ef rétt er á málum haldið. Samgönguráðuneytið leggur m.a. áherslu á að á þessum vettvangi verði stuðlað að gerð samnorrænnar stefnumótunar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Á vef samgönugráðuneytisins má fræðast nánar um áætlunina, m.a. nálgast umræddan bækling sem er á dönsku.  
Lesa meira

Ferðamálaráð Íslands og 14 íslensk fyrirtæki á einni stærstu ferðasýningu í heimi

Í síðustu viku stóð yfir hin árlega ferðasýning World Travel Market í London en hún er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimi. Ferðamálaráð Íslands var á meðal þátttakenda líkt og undanfarin ár ásamt 14 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Sýningin þótti takast vel og var gott hljóð í íslensku sýnendunum að henni lokinni. Sýningin var  haldin í annað sinn í nýrri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Öll aðstaða til sýningarhalds er eins og best verður á kosið og sýningarhöllin sjálf er mikið mannvirki, rúmir 2 km að lengd. Hver fermetri var þó nýttur til hins ýtrasta enda koma þarna saman yfir 5.000 sýnendur frá um 190 löndum. Heildarfjöldi þátttakenda, að starfsfólki sýningarinnar meðtöldu, er á bilinu 45-50 þúsund enda var álagið á samgöngukerfi svæðisins gríðarlegt. Markmiðið að skapa viðskiptiSigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs á Bretlandi, hefur sótt World Travel Market nokkur undanfarin ár. Hún segir að vel hafi tekist til í ár að sínu mati. ?Ég er mjög ánægð með hvað það var mikið að gera á íslenska sýningarsvæðinu og sérstaklega ánægjulegt hvað miðvikudagurinn, sem er opinn fyrir almenning, kom sterkt inn í ár. Markmiðið með svona sýningu er auðvitað fyrst og fremst að skapa viðskipti fyrir íslenska ferðaþjónustu og ég heyri ekki annað á íslensku þátttakendunum en að þeir séu ánægðir með árangurinn. Miðað við sýninguna í fyrra þá fannst mér sýningin nú enn betri. Við fengum mun betri stað í sýningarhöllinni í ár. Í fyrra voru  ýmsar ytri aðstæður sýningunni óhagstæðar m.a. vegna ástandsins í heimsmálunum og síðan settu verkföll í Bretlandi allt úr skorðum. Nú voru allar aðstæður til fyrirmyndar og sýningarhöllin sjálf auðvitað alveg frábær,? segir Sigrún. Samstarf NorðurlandannaÁ undanförnum árum hefur verið haft samstarf við hin Norðurlöndin um leigu á sameiginlegu sýningarsvæði og gerð sameiginlegs sýningarbáss. Sigrún segir að þetta  fyrirkomulag verði tekið til endurskoðunar fljótlega eftir áramót, en þá verður haldinn fundur í Reykjavík með fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum þar sem árangur síðustu sýningar verður ræddur og tekin ákvörðun um næstu sýningu. 14 íslensk fyrirtækiSem fyrr segir tóku 14 íslensk fyrirtæki þátt í World Travel Market í ár sem sýnendur. Þetta voru Avis bílaleiga, Bláa Lónið, Destination Iceland, Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugfélag Íslands, Flugleiðahótelin og Hótel Edda, Hótel Borg, Höfuðborgarstofa, Iceland Excursions Allrahanda, Iceland Express, Icelandair, Radisson SAS Hótel Saga og Smyril Line. Mjög ánægður með árangurinnLúðvík Georgsson, svæðisstjóri alþjóðasviðs Iceland Express, segist mög ánægður með árangur sýningarinnar. ?Við hjá Iceland Express vorum þarna að taka þátt í fyrsta skipti og vissum þ.a.l. ekki alveg á hverju við máttum eiga von. En það var mjög mikið að gera hjá okkur allan tímann og til okkur voru m.a. að koma nýir aðilar sem ekki hafa verið að bjóða upp á ferðir til Íslands hingað til. Fólk er virkilega að átta sig á að með lágum fargjöldum hafa opnast fleiri valkostir í ferðum til landsins. Einnig var ég ánægður með þann jákvæða anda og bjartsýni sem mér fannst ríkja á sýningunni í garð ferðaþjónustu á Íslandi. Fólk innan greinarinnar hefur virkilega tekið eftir þeirri aukningu sem orðið hefur á ferðum til landsins. Vindarnir blása því norður nú um stundir. Vissulega var ansi þröngt um okkur í íslenska básnum og stundum erfitt fyrir alla að komast fyrir með viðskiptavinum sínum en það lögðust allir á eitt um að vera jákvæðir og láta hlutina ganga upp,? segir Lúðvík. Hann segist því telja fulla ástæðu til bjartsýni hjá Iceland Express fyrir komandi mánuði en sem kunnugt er hefur félagið tilkynnt að frá 1. apríl muni það fjölga ferðum um helming. Þannig mun það fljúga tvisvar á dag bæði til London og Kaupmannahafnar. Undirbúningurinn skiptir öllu máliFerðaskrifstofa Íslands / Iceland Travel hefur tekið þátt í World Travel Market mörg undanfarin ár og segist Sigrún H. Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, telja þetta með betri sýningum sem haldnar eru. ?Við erum afar ánægð með árangurinn, eins og jafnan áður, og það var aldrei spurning í okkar huga hvort við ættum að vera með eða ekki. Mér þótti sýningin núna fara frekar hægt af stað, sem voru smá vonbrigði, en hún tók síðan vel við sér. Það sem skiptir öllu máli í sambandi við svona sýningu er að vera búin að undirbúa sig vel, hafa samband við viðskiptavini fyrir fram og láta vita af sér. Það þýðir ekki að mæta og halda að fólk streymi inn í básinn þinn. Þannig gerast hlutirnir ekki. Við hjá Ferðaskrifstofu Íslands vinnum þetta mjög markvisst sem ég tel að sé að skila okkur góðum árangri. Það kostar líka mikla fjármuni að taka þátt í slíkum sýningum, þannig að afraksturinn þarf að réttlæta útlátin. Varðandi kostnað við þátttöku í sýningunni segist Sigrún hafa heyrt þá umræðu að líkast til væri ódýrara fyrir Ísland að vera með sér bás, frekar en í samstarfi með hinum Norðurlöndunum eins og verið hefur. Hún segist þó þeirrar skoðunar að halda eigi samstarfi Norðurlandanna áfram og jafnvel nýta það á fleiri sviðum. ?Ég hef þá tilfinningu að samstarfið sé að skila okkur verulegum ávinningi,? segir Sigrún. Myndir frá WTM 2003  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir október

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður fyrir október úr mánaðarlegri tekjukönnun sinni á meðal hótela um allt land. Góður viðsnúningur í Reykjavík Meðalnýting hótela í Reykjavík var 66,95% í október, meðalverð á herbergi kr. 6.670 og tekjur á framboðið herbergi kr. 138.435. Þetta er góður viðsnúningur frá fyrra ári og sé litið á hina miklu aukningu sem átt hefur sér stað í framboði er þetta glæsilegur árangur. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 55,89% Kr. 4.6751997 58,52% Kr. 4.1201998 61,39% Kr. 4.6191999 73,32%. Kr. 5.022. Tekjur á framboðið herbergi kr. 114.257.2000 71,97%. Kr. 5.653. Tekjur á framboðið herbergi kr. 126.118.2001 70,21%. Kr. 6.164. Tekjur á framboðið herbergi kr. 134.169.2002 61,79%. Kr. 6.427. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.106. Landsbyggðin Meðalnýting á landsbyggðinni var 30,33%, meðalverð kr. 6.294 og tekjur á framboðið herbergi kr. 59.173. Nýtingin er að ná fyrri stöðu en verð er heldur lægra en í fyrra. "Það fer að læðast að manni grunur um að þessi afar góðu verð sem náðust í fyrra hafi verið heppni," segir Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 48,33% Kr. 3.8931997 28,67% Kr. 4.7501998 30,58% Kr. 3.9301999 32,80% Kr. 5.046. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.302.2000 24,66% Kr. 5.325. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.723.2001 32,41% Kr. 5.843. Tekjur á framboðið herbergi kr. 58.696.2002 28,22% Kr. 7.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 67.732. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Að gististöðum á Akureyri og Keflavík slepptum var meðalnýting á landsbyggðinni 20,12% í október. Meðalverð var kr. 4.901 og tekjur á framboðið herbergi kr. 30.576. "Þetta er að potast upp á við og vonandi verður framhald á," segir Þorleifur. Til samburðar koma fyrri ár:1996 34,85% Kr. 3.8931997 23,04% Kr. 3.9421998 25,78% Kr. 3.7431999 18,17% Kr. 3.941. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.200.2000 13,54% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.791.2001 19,28%. Kr. 4.013. Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.985.2002 19,12%. Kr. 4.858. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.791. Sjá nánar á heimasíðu SAF.  
Lesa meira

Áning 2004 komin út

Gististaðabæklingurinn Áning 2004 er kominn út hjá útgáfufélaginu Heimi. Þetta er í tíunda sinn sem Áning kemur út en í ritinu auglýsa 287 gististaðir 104 tjaldsvæði og 66 sundstaðir þjónustu sína. Auk þess er fjöldi bæja- og landshlutakorta í bæklingnum. Í frétt frá Heimi kemur fram að Áning er nú gefin út stærra upplagi en nokkur sinni fyrr, eða í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku, og er dreift ókeypis á upplýsingamiðstöðvum, hótel-og gistiheimilum og á öllum helstu ferðamannastöðum á landinu. Þar að auki er bæklingnum dreift erlendis og jafnframt birtist hann í vefútgáfu. Ritstjóri er María Guðmundsdóttir. Hægt er að panta bæklinginn á heimasíðu útgáfufélagsins.  
Lesa meira

Norræna mun hefja áætlunarferðir til Seyðisfjarðar í janúar

Á færeyska fréttavefnum olivant.fo í dag kemur fram að frá 10. janúar næstkomandi mun Norræna hefja vikulegar áætlunarferðir til Íslands. Hingað til hefur ferjan sem kunnugt er aðeins siglt til Seyðisfjarðar yfir sumarmánuðina. Siglt verður frá Þórshöfn til Seyðisfjarðar alla mánudaga. Þá er ákveðið að skipið hefji einnig áætlunarsiglingar á milli Bergen og Hanstholm.  
Lesa meira