01.08.2003
Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, var í gærkvöld gestur hins heimsfræga þáttastjórnenda Lou Dobbs á CNN, sem er ein af goðsögnunum í amerísku sjónvarpi. Milljónir áhorfenda horfa daglega þátt hans "Lou Dobbs Tonight" sem nýtur mikillar virðingar fyrir vandaða umfjöllun um þau mál sem hæst ber í þjóðlífinu vestan hafs og á alþjóðavettvangi hverju sinni. Að þessu sinni var rætt um ferðamál og þær hremmingar sem ferðaþjónustan hefur mátt þola síðustu misseri.
Lesa meira
31.07.2003
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur ráðið Bergþór Ólason sem aðstoðarmann og mun hann hefja störf á morgun, 1. ágúst. Bergþór er að ljúka B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Undanfarið ár hefur Bergþór starfað sem ráðgjafi hjá Lýsingu hf. en þar á undan starfaði hann hjá Heklu hf. Bergþór hefur setið í stjórn SUS síðan 1999 og var formaður Egils, Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi, á árunum 1997-1999. Hann var formaður Íslandsdeildar NESU (samtök norrænna viðskipta- og hagfræðinema) 1999-2000 og í stjórn Mágusar, félags viðskiptafræðinema, 1999-2000.
Lesa meira
30.07.2003
Útnefning Íslands sem "Uppáhalds Evrópulandið" heldur áfram að skila sér í auknum áhuga á landi og þjóð. Nú síðast tilkynnti Orginal Travel, sigurvegarinn í flokknum "Besti ferðabæklingurinn" að ákveðið hefði verið að bæta Íslandi inn sem áfangastað í bæklingi næsta árs.
Aukinn áhugi fjölmiðlaBresku fjölmiðlarnir The Guardian og The Observer hafa eins og fram hefur komið staðið að veitingu þessara eftirsóttu verðlauna undanfarin 17 ár en þau byggja á áliti lesenda. "Við finnum greinilega fyrir fjölgun fyrirspurna sem rekja má beint til verðlaunanna. Sérstaklega á það við um breska markaðinn. Þeir sem fylgjast með því sem gerist í ferðageiranum vita allir af sigri Íslands. Þetta hefur t.d. haft þau áhrif að áhugi fjölmiðla á að koma til Íslands til skrifa greinar og taka upp sjónvarpsefni hefur stóraukist. Ég get nefnt sem dæmi BBC Science, CNN Traveller og MTV Networks Europe. Fjölmiðlaumfjöllunin mun síðan skila enn öflugri kynningu fyrir landið þannig að segja má að svona útnefning hafi margföldunaráhrif," segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands.
Lesa meira
29.07.2003
Nú er komin hér inn á vefinn skýrsla um þolmörk ferðamennsku í friðlandi á Lónsöræfum. Hún var eins og fram hefur komið kynnt á málþingi á Höfn í Hornafirði fyrir skömmu.
Önnur skýrslan af fimmSkýrslan er afrakstur rannsókna sem Ferðmálaráð í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands lét gera á þolmörkum ferðamennsku á Lónsöræfum og fjórum öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Áður var komin út skýrsla fyrir Skaftafell, sem einnig er aðgengileg hér á vefnum, og verið er að vinna rannsóknaskýrslur fyrir hina staðina þrjá, þ.e. Landmannalaugar, Mývatnssveit og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.
Mikið ritSkýrslan fyrir Lónöræfi er mikið rit, samtals tæpar 200 blaðsíður, prýdd fjölda ljósmynda, korta og myndrita. Vegna stærðarinnar reyndist nauðsynlegt að skipta skýrslunni í 4 hluta þannig að birting á vefnum væri möguleg. Skýrsluna er að finna undir liðnum Útgáfa>Kannanir/skýrslur
Lesa meira
28.07.2003
Nýlega var fjallað um Sólheima í Grímsnesi í tveimur tímaritum, öðru bandarísku og hinu bresku, sem fjalla um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þar kemur fram að Sólheimar eru taldir eitt besta dæmið í veröldinni um sjálfbært byggðahverfi.
Besta dæmið um sjálfbært samfélag í veröldinniÍ frétt á heimasíðu Sólheima er sagt frá því að Bandaríska tímaritið Communities, sem dreift er í Bandaríkjunum og Canada, birti nýverið ítarlegan greinaflokk um sjálfbær samfélög og Eco-villages. Í tímaritinu er birt ítarleg grein um Sólheima, þar sem fram kemur m.a. að Sólheimar séu elsta Eco-villages í heimi og sennilega besta dæmið um sjálfbært samfélag í veröldinni. Telur blaðið að í heiminum séu um 15 þúsund byggðir sem leggi áherslu á sjálfbæra þróun.
Sönnun þess að sjálfbær þróun er mögulegFyrir nokkru birti breska tímaritið Ecologist, útbreiddasta umhverfisrit Bretlands, ítarlegan greinaflokk um sjálfbæra þróun. Í opnu þess blaðs er birt heimskort, þar sem tilgreindar eru 13 byggðir, þar af aðeins sex í Evrópu, sem sannað hafa það með starfi sínu að gera sjálfbæra þróun að veruleika. Þar eru Sólheimar nefndir sérstaklega sem ein byggð af sex í Evrópu, sem sönnun þess að sjálfbær þróun er möguleg.
Lesa meira
28.07.2003
SMS-ferðaleikur Ferðamálaráðs, Shellstöðvanna og Símans, sem kallast "Á puttanum", er nú í fullum gangi. Þeir sem taka þátt eiga þess kost að hreppa ýmsa góða vinninga sem dregnir eru út í hverri viku.
Hver upplýsingamiðstöð með sitt númerHugmyndin með leiknum er að hvetja Íslendinga á ferð um landið til að heimsækja upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, þjónustumiðstöðvar Símans og Shellstöðvar um land allt og afla sér upplýsinga um landið. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að hver upplýsingamiðstöð hefur sitt ferðanúmer og þetta númer geta gestir sent með SMS í símanúmerið 1900. Þar með fara þeir í verðlaunapott með glæsilegum vinningum. Eftir því sem fleiri miðstöðvar eru heimsóttar og fleiri ferðanúmer send inn aukast líkur á vinningi en hvert SMS-skeiti kostar 29,90 krónur.
Veglegir vinningarÍ hverri viku til 30. ágúst verða dregnir út eigulegir vinningar, m.a. GSM-símar, GSM-sumarkort, eldsneytisávísanir og gasgrill. Dregið verður úr sérstökum lokapotti þann 5. september um ævintýralega jeppa-hálendisferð með Hálendingum, hvalaskoðunarferð með Sæferðum, GSM-síma og gasgrill. Nöfn vinningshafa eru birt á heimasíðu Skeljungs. Leikurinn hefur mælst vel fyrir og þátttaka verið með ágætum.
Lesa meira
14.07.2003
Hellnum - Þann 30. júní sl. undirritaði Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, í umboði bæjarfélaganna fimm á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar, samning við Green Globe 21 um vottunarverkefni á Snæfellsnesi.
Lesa meira
04.07.2003
Greinilegt er að val Íslands sem "Uppáhalds Evrópulandið" við afhendingu ferðaverðlauna bresku fjölmiðlana The Guardian og The Observer hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim.
Fjölgun fyrirspurnaEins og fram hefur komið þykir afar eftirsótt að vinna til þessara verðlauna sem veitt hafa verið árlega undanfarin 17 ár. Verðlaunin byggja á áliti lesenda fjölmiðlanna þannig að það eru ferðamennirnir sjálfir sem eru að kveða upp dóm sinn byggðan á gæðum þeirrar þjónustu sem þeir fengu á ferðum sínum. Starfsfólk Ferðamálaráðs hefur orðið vart við aukinn áhuga á landinu og fjölgun fyrirspurna sem tengja má beint við verðlaunin. Sérstaklega á það við um fjölmiðla sem fjalla um ferðamál. Sem dæmi má nefna að The Observer er með Ísland á forsíðu Escape, sem er ferðaútgáfa blaðsins. Forsíðumyndin er af Bláa lóninu og á eftir fylgir opna með umfjöllun um landið.
Verðlaunin voru eins og fram hefur komið afhent í Marrakesh í Marrókkó og var þar mikið um dýrðir. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, tók við viðurkenningu Íslands í Marrakesh.
Lesa meira
04.07.2003
Nú er komin dagsetning á hina árlegu ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands. Hún verður að þessu sinni haldin í Mývatnssveit þann 16. október næstkomandi.
Leitast við að ræða það sem efst er á baugiÁ ferðamálaráðstefnum er kafað ofan í ýmis mál sem skipta miklu fyrir íslenska ferðaþjónustu og leitast við að ræða það sem efst er á baugi í umræðunni í það og það skiptið. Dagskráin og nánari staðsetning verður nánar auglýst síðar en þess má þó geta undanfarin ár hafa umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs verið afhent í tengslum við ráðstefnuna.
Opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustuRáðstefnan í Mývatnssveit verður sú 33. í röðinni en síðasta ferðamálaráðstefnan var haldin á Stykkishólmi 17. og 18. október síðastliðinn. Hún var jafnframt sú ein fjölmennasta sem haldin hefur verið til þessa en hana sóttu rúmlega 200 manns hvaðanæva af landinu. Má búast við að gestir verði ekki færri í ár enda er hér kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila til að hittast og stilla saman strengi sína. Ráðstefnan er opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu af öllu landinu og mikilvægi hennar fyrir ferðaþjónustuna lýsir sér á fleiri en einn hátt. Auk þess að taka fyrir tiltekin málefni er ekki síður mikilvægt að hafa þetta tækifæri til að stefna aðilum í ferðaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða. Ráðstefnan er jafnan haldin utan suðvesturhornsins og hafa heimamenn í hvert sinn jafnframt getað notað tækifærið til að kynna svæði sitt.
Ýmis mál verið ræddÁ undangengnum ferðamálaráðstefnum hafa fjölmörg mál verið tekin til umræðu. Meginefnið síðast var skýrslan "Auðlindin Ísland" og einnig voru málefni upplýsingamiðstöðva rædd. Af öðrum umræðuefnum á síðustu árum má nefna menningartengda ferðaþjónustu, tækifæri landsbyggðar í ferðaþjónustu, rannsóknir, vöruþróun og arðsemi í ferðaþjónustu, markaðsmál, gæðamál, ferðaþjónustu utan háannar, fárfestingar í ferðaþjónustu og umhverfismál. Hvert umræðuefnið verður í Mývatnssveit skýrist seinna í sumar.
Lesa meira
03.07.2003
Tæplega 5% aukning varð á komum erlendra ferðamanna í júní sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Ferðamönnum fjölgaði frá öllum helstu markaðssvæðum landsins sem hljóta að teljast gleðitíðindi.
Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er áframhaldandi vöxtur ferðamanna frá Bretlandi. Ennfremur er þetta fyrsti mánuðurinn í ár þar sem vöxtur er frá Bandaríkjunum, sem er mjög ánægjulegt og verður vonandi viðvarandi. Af einstökum þjóðum komu flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum í júní.
Markaðsvinnan að skila sérÞýskaland hefur sótt í sig veðrið og er nú komið í mikla aukningu eftir samdrátt í vor. Þaðan komu nú næst flestir ferðamenn í júní. Auk þessa er athyglisvert að lítils háttar samdráttur er frá Norðurlöndunum samanlagt en Danmörk sker sig úr með góða aukningu í júní. Þá er góð aukning frá Frakklandi og Spáni. Ársæll segir að markaðsvinnan sé að skila sér á helstu markaðssvæðum og vonandi haldi það áfram út sumarið þótt of snemmt sé að segja til um hvernig sumarið komi út í heild sinni.
Nánari skiptingu ferðamanna í júní má sjá í meðfylgjandi töflu
Júní 2002
Júní 2003
Breyting
% breyting
Bandaríkin
3.635
5.752
117
2%
Bretland
3.600
4.647
1.047
29%
Danmörk
2.249
2.851
602
27%
Finnland
842
625
-217
-26%
Frakkland
4.870
4.800
70
1,5%
Holland
1.965
1.773
192
10,8%
Ítalía
1.939
1.725
214
12,4%
Japan
526
504
22
4,4%
Kanada
281
265
16
6,0%
Noregur
2.573
2.438
135
5,5%
Spánn
1.006
810
196
24,2%
Sviss
2.095
1.884
211
11,2%
Svíþjóð
2.739
2.629
110
4,2%
Þýskaland
9.576
7.652
1.924
25,1%
Önnur þjóðerni
6.216
5.334
882
16,5%
Samtals
52.607
46.015
6.592
14,3%
Ísland
35.032
26.846
8.186
30,5%
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra farþega.
Lesa meira