Fara í efni

Ferðamálaráð boðar til opins fundar á Akureyri

Starfsfólk Ferðamálaráðs létt á fæti
Starfsfólk Ferðamálaráðs létt á fæti

Ferðamálaráð Íslands hefur boðað til opins fundar á Akureyri um ferðamál. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA næstkomandi mánudag 8. september, á milli kl. 16:00 og 18:00.

Á fundinum mun formaður Ferðamálaráðs Einar K. Guðfinnsson flytja framsögu og síðan munu fulltrúar í Ferðamálráði ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra svara fyrirspurnum. Allir er láta sig ferðamál varða eru hjartanlega velkomnir á fundinn.