Fréttir

Allir fjallvegir opnir

Vegagerðin hefur gefið út síðasta kort sumarsins um ástand fjallvega og samkvæmt því eru nú allir fjallvegir opnir. Aðeins lítið svæði á Arnavatnsheiði er enn merkt lokað. Að jafnaði hafa síðustu fallvegir undanfarin ár verið að opnast þegar u.þ.b. vika er liðin af júlí þannig að í ár er hálendið orðið aðgengilegt með fyrra fallinu. Skoða kort um ástand fjallvega  
Lesa meira

Fyrsti fundur hjá nýju Ferðamálaráði

Nýtt Ferðamálaráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag en samkvæmt lögum er ráðið skipað til fjögurra ára í senn. Nokkrar mannabreytingar urðu á ráðinu en formaður þess er sem fyrr Einar Kr. Guðfinnsson, Alþingismaður. Samkvæmt lögum sitja 7 fulltrúar í ráðinu, 2 skipaðir beint af samgönguráðherra, 2 af Samtökum ferðaþjónustunnar, af Sambandi íslenskra sveitafélaga og 1 frá Ferðamálasamtökum Íslands, samkvæmt tilnefningu. Ráðið er nú þannig skipað. Aðalmenn:Einar Kr. Guðfinnsson, formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður, báðir skipaðir af ráðherra. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi. Fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar sitja íráðinu þeir Steinn Lárusson frá Icelandair og Hlynur Jónsson frá KEA Hótelum/Greifanum. Pétur Rafnsson er fulltrúi Ferðamálasamtaka Íslands Varamenn:Felix BergssonSamband íslenskra sveitarfélaga Gunnar SigurðssonSamband íslenskra sveitarfélaga Anna G. SverrisdóttirSamtök ferðaþjónustunnar Steingrímur BirgissonSamtök ferðaþjónustunnar Ásmundur GíslasonFerðamálasamtök Íslands Eftir er að skipa varamenn formanns og varaformanns.  
Lesa meira

Göngum um Ísland og Fjölskyldan á fjallið

Í fyrra ákvað Ungmennafélag Íslands, með styrk frá Heilbrigðisráðuneytinu, að fara af stað með átak til þess að fá landsmenn í gönguferðir um náttúru landsins eftir aðgengilegum og stikuðum gönguleiðum. Afrakstur þessa átaks er leiðabókin Göngum um Ísland sem kom fyrst út í fyrra og heimasíðan ganga.is þar sem er að finna 144 stuttar gönguleiðir víðsvegar um landið. Helgi Arngrímsson starfsmaður verkefnisins hefur nú safnað á þriðja hundrað gönguleiða sem verða gefnar út í nýrri leiðabók, sem kemur út nú á næstu dögum. Leiðabókinni verður dreift ókeypis um land allt. Póstkassar á 20 fjöllumFjölskyldan á fjallið miðar að því að hvetja landsmenn til að fara í fjallgöngur og þá sérstaklega fjölskyldufólk eins og nafnið gefur til kynna. Póstkassar með gestabókum eru settir á tuttugu fjöll víða um landið og fjölskyldufólk hvatt til að rölta á fjallið og skrá nafn sitt í gestabækurnar. Það eru héraðssamböndin sem hafa tilnefnt fjöll á sínum svæðum í verkefnið. Upplýsingar um þessi fjöll verður að finna í Leiðabókinni. Samstarf UMFÍ og FerðamálaráðsFerðamálaráð Íslands og aðilar verkefnisins Göngum um Ísland stefna að enn frekara átaki í þessum málum. Það starf sem verið er að fara af stað með núna er fólgið í því að safna öllum þeim upplýsingum sem til eru um gönguleiðir á Íslandi og hafa þær aðgengilegar á einum stað. Leitað verður til ferðamálafulltrúa og aðila heima í héraði sem kunnugir eru málaflokknum. Með þessu er verið að stuðla enn frekar að uppbyggingu og aðgengi gönguleiða á Íslandi og hvetja fólk til að ganga um landið og kynnast því þar með á annan og heilsusamlegan hátt. Stefnt er að því að opna nýjan og endurbættan gönguvef á vordögum 2004 og munu upplýsingarnar verða á áðurnefndri vefslóð.  
Lesa meira

Opið upp í Öskju og Herðubreiðarlindir

Nýtt kort um ástand fjallvega er komið á vef Vegagerðarinnar og gildir frá og með deginum í dag. Breyting frá síðasta korti felst m.a. í því að búið er að opna leiðina upp í Herðubreiðarlindir og Öskju og Sprengisandsleið að sunnanverðu upp í Nýjadal. Norðenverður Sprengisandur er hins vegar enn lokaður fyrir umferð. Skoða kort um ástand fjallvega  
Lesa meira

Ferðafréttir komnar út

Ferðafréttir, fréttabréf Ferðamálaráðs Íslands, eru komnar út. Fjölbreytt efni er í þessu fyrsta tölublaði ársins. Meðal efnisatriða er kynning á nýjum aðferðum í markaðssetningu Íslands, sagt er frá vinnu sem er að fara í gang við nýja stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu, skipurit Ferðamálaráðs er kynnt og rætt við nýjan markaðsstjóra. Þá er rætt við nokkra aðila í ferðaþjónustu víðsvegar um land og þeir spurðir um horfur í sumar, fjallað um flokkun gististaða, flugsamgöngur til og frá landinu, nýja Norrænu, upplýsingamiðstöðvar og Félag ferðamálafulltrúa, verkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands, úthlutun styrkja í umhverfismálum o.fl. Fréttabréfið er hægt að nálgast í rafrænni útgáfu hér á vefnum. Lesa fréttabréf (pdf-150 KB)  
Lesa meira

Ísland vinnur ferðaverðlaun The Guardian / Observer

Í gær voru árleg ferðaverðlaun sem bresku fjölmiðlarnir The Guardian, The Observer og Gurdian Unlimited standa fyrir afhent í Marokkó. Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum og var Ísland í fyrsta sæti í flokkum "Uppáhalds Evrópulandið". Verðlaunin byggja á niðurstöðum könnunar sem fjölmiðlarnir gera árlega á meðal lesenda sinna. Verðlaunin í ár voru þau 17. í röðinni og hefur þátttaka aldrei verið betri en 24.000 svör bárust. Könnunin gengur þannig fyrir sig að lesendur eru beðnir að meta þá þjónustu sem þeir fá í ferðalögum sínum með því að gefa henni einkunn. Könnunin fór fram í janúar í ár og byggir þannig á áliti ferðamanna sem hér voru á síðasta ári. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, er staddur í Marokkó þar sem hann veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Ferðamálaráðs Íslands og segir hann þetta verulega viðurkenningu fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. "Það góða við þessi verðlaun er að þau byggja alfarið á áliti lesenda. Það eru ferðamennirnir sjálfir sem eru að kveða upp dóm sinn byggðan á gæðum þeirrar þjónustu sem þeir fengu. Þetta er enn ein staðfestingin á því að sú mikla samstaða sem náðst hefur á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og opinberra aðila í markaðssetningu á Bretlandsmarkaði hefur tekist vel," segir Ársæll. Sjá nánar  
Lesa meira

Líflegar umræður á málþingi á Höfn

Eins og fram hefur komið voru niðurstöður nýútkominnar skýrslu um þolmörk ferðamennsku í friðlandi á Lónsöræfum kynntar á málþingi á Höfn í Hornafirði sl. fimmtudag. Góður rómur var gerður að skýrslunni og þótti málþingið takast vel. Lónsöræfi voru sem kunnugt er einn af fimm vinsælum ferðamannastöðum þar sem Ferðmálaráð, í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, lét gera rannsóknir á þolmörkum ferðamennsku. Auk Lónsöræfa er búið að vinna úr niðurstöðum fyrir Skaftafell og kom rannsóknarskýrsla út sl. vor. Hinir staðirnir eru Landmannalaugar, Mývatnssveit og þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og er verið að vinna skýrslur fyrir þá. Þær aðferðir sem stuðst er við í þolmarkarannsóknunum taka mið af kenningum fræðimanna á þessu sviði en samkvæmt þeim eru þolmörk ferðamannastaða einkum skoðuð út frá fjórum þáttum: Innviðum, sem fjalla um framboð ferðamennsku, skipulag og manngert umhverfi; viðhorfi gesta, sem snerta upplifun og skynjun ferðamannanna; viðhorfi heimamanna til ferðamennsku og loks náttúrulegu umhverfi, sem fjallar um vistkerfin, gróður og jarðveg.  Þolmörkum náð á vissum sviðumBergþóra Aradóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálasetri Íslands, segir að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar sé almenn ánægja ríkjandi hjá þeim ferðamönnum sem leggja leið sína um Lónsöræfi og af því megi draga þá ályktun að þolmörkum hvað varðar þann þátt, þ.e. viðhorf gesta, sé ekki náð. Sömu leiðis séu heimamenn ánægðir með stöðu mála. Hvað varðar innviði megi hins vegar álykta að þolmörkum geti verið náð á vissum sviðum. Aðgengi að Lónsöræfum sé fremur torvelt og samkvæmt rannsókninni sé umferð í mesta lagi miðað við hversu hættulegur og erfiður vegurinn inn á svæðið sé. Þá séu menn ósáttir við stöðu salernismála og að gisting í skálum á svæðinu sé fullnýtt nokkra daga á ári. Við mat á gróðurfari og öðrum umhverfisþáttum voru 4 gönguleiðir á svæðinu skoðaðar og í ljós kom að þolmörkum sé náð á tveimur þeirra og að hluta til á einni til viðbótar. Þannig eru farnir að myndast stígar til hliðar við aðalgönguleiðirnar og gróður farinn að láta á sjá. Líflegar umræðurAð sögn Bergþóru sköpuðust líflegar umræður á þinginu um hvernig nýta mætti niðurstöður rannsóknarinnar og bregðast við á þeim sviðum sem þolmörkum er náð. T.d. var þeim möguleika velt upp hvort brúa ætti Skyndidalsá, einn aðal farartálmann inn á svæðið, og bæta þannig aðgengi þannig að svæðið opnaðist fyrir fleirum. Á móti þeirri hugmynd standa rök þeirra sem segja að þar með sé verið að skemma fyrir þeim ferðamönnum sem einkum sækja svæðið eins og það er nú, þ.e. fólk sem sækist eftir ró og frið á fáfarnari slóðum. ?Fólk ræddi talsvert á málþinginu hvort e.t.v. væri skynsamlegt að skipta Íslandi upp í svæði sem höfðað gætu til ólíkra hópa ferðamanna. Lónsöræfi gætu þá verið svæði fyrir þá sem sækjast eftir gönguferðum á fáfarnari slóðum og þar af leiðandi ætti að hafa aðgengið takmarkað.? Ferðaþjónustan nýti sér niðurstöðurnarBergþóra segir að almenn ánægja hafi ríkt með málþingið á Höfn og að heimamenn hafi verið afar sáttir að fá kynningu á skýrslunni heima í héraði. ?Einnig hafa aðilar í ferðaþjónustu líst yfir ánægju með þolmarkarannsóknirnar því með þeim hefur ferðaþjónustan aðgang að grunnrannsóknum sem byggðar eru vísindalegum grunni og getur notað þær í ákvarðanatöku sinni,? segir Bergþóra. Í annarri útgáfu af þessari frétt af eldri vef Ferðamálaráðs er að finna myndir frá málþinginu. Hægt að smella á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Skoða myndir  
Lesa meira

Breytingar á stjórn "Iceland Naturally"

Nýlega var haldinn árlegur fundur "Iceland Naturally" þar sem tilkynnt var að samgönguráðherra hefði skipað Thomas Möller, aðstoðarframkvæmdastjóra Lyfjaverslunar Íslands, sem formann verkefnisins. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, var skipaður meðstjórnandi. Fráfarandi formaður er Ómar Benediktsson, forstjóri Íslandsflugs, og hefur hann gegnt því starfi frá upphafi. "Iceland Naturally" er sameiginlegt markaðsátak fyrirtækja og ferðaþjónustuaðila til að auka spurn eftir íslenskum afurðum í Norður-Ameríku. Meðal fyrirtækja sem standa að "Iceland Naturally" eru Coldwater Seafood, Iceland Seafood, Icefood Brand, Icelandair, Íslenskur landbúnaður, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Iceland Spring Natural Water. Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, hefur verið annar framkvæmdastjóra verkefnisins frá því að það hófst árið 1999, ásamt Magnúsi Bjarnasyni, aðalræðismanni í New York og viðskiptafulltrúa. Þann 1. ágúst nk. mun Magnús hverfa til nýrra starfa í utanríkisþjónustunni og tekur Pétur Þ. Óskarsson þá við sem annar af framkvæmdastjórum "Iceland Naturally".  
Lesa meira

Fjölgun gistinátta í apríl

Sjá nánar á heimasíðu Hagstofunnar.  
Lesa meira

Skemmtiferðaskipin byrjuð að koma

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í morgun en í hugum margra bæjarbúa er það endanleg staðfesting þess að sumarið sé komið á fullt skrið. Veruleg aukning hefur orðið í komum skemmtiferðskipa hingað til lands á síðustu árum og tekjur vegna þeirra aukist að sama skapi. Síðastliðin 10 ár hafa hafnirnar í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði, ásamt skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, staðið fyrir árangursríku markaðssamstarfi erlendis sem miðar að fjölgun í komum skemmtiferðaskipa. Hefur farþegafjöldinn á þessum tíma aukist úr 22 þúsund farþegum á ári í 53 þúsund farþega og skipakomum til hafnanna þriggja fjölgað úr 51 á ári í rúmlega 100. Í fyrra var talið að heildartekjur vegna komu farþega og skipa til Íslands hafi verið um einn miljarður króna. Í skýrslu sem hafnirnar létu vinna fyrir sig sl. vetur um stöðu Íslands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip kemur fram að mögulegt sé að tvöfalda farþegafjölda með skemmtiferðaskipum til landsins fram til ársins 2010. Að mati skýrsluhöfundar á Ísland mikla framtíð fyrir sér sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Mikill vöxtur er í þessum þætti iðnaðarins í heiminum og skapast Íslandi þar fjölmörg tækifæri. Skýrslan leggur sérstaka áherslu á sterka stöðu Íslands fyrir náttúru og ævintýraferðir af ýmsum toga. Sérstaðan fellst m.a. í því að skoða hina stórbrotnu náttúrufegurð landsins frá sjó og jafnframt að geta upplifað náttúruna sem víðast á landi.  
Lesa meira