Fara í efni

Áframhaldandi flug Grænlandsflugs

Graenlandsflug
Graenlandsflug

Leyfi Grænlandsflugs til áframhaldandi flugs á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar hefur verið staðfest af dönskum og íslenskum flugmálayfirvöldum. Í ljósi þessa hefur Grænlandsflug ákveðið að halda áfram áætlunarflugi á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Flogið verður sem fyrr tvisvar í viku.

Styrki ferðaþjónustu á norðanverðu landinu
Í frétt frá Grænlandsflugi segir að það sé von félagsins að áætlunarflugið styrki mjög ferðaþjónustu á norðanverðu landinu, um leið og það gefi fólki á Norður- og Austurlandi færi á því að komast til meginlands Evrópu án þess að þurfa að eyða tíma og fjármunum í að komast suður á Keflavíkurflugvöll. Í fréttinni segir einnig að Grænlandsflug hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð farþega við fluginu sem hvetji félagið til að halda áfram á sömu braut.