Fréttir

Viðskiptamenntun innan ferðaþjónustu efld

Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst annars vegar og Ferðamáladeild á Hólum hins vegar hafa undirritað samkomulag um gagnkvæmt mat á námi. Markmið samkomulagsins er að efla viðskiptamenntun innan ferðaþjónustu. Gagnkvæmt matNemendur sem útskrifast frá Háskólanum á Hólum fá nám sitt metið sem 30 eininga áfanga til BS-prófs í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þá fá nemendur, sem útskrifast með diploma í rekstrarfræðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, nám sitt metið sem 60 eininga áfanga til BA-prófs í ferðamálum við Hólaskóla. Leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki Markmið samkomulagsins er sem fyrr segir að efla viðskiptamenntun innan ferðaþjónustu. Með þessu móti verði mætt mikilli og vaxandi þörf í landinu fyrir rannsóknir og háskólamenntun á þessu sviði, eins og segir í frétt frá skólunum. Aðilar samkomulagsins leggja áherslu á að samstarfið leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki sem standist í einu og öllu alþjóðlegan samanburð. Skólarnir hafi enda með sér samstarf um rannsóknanám sem og rannsókna- og þróunarverkefni er lúta að rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Mikilvægur áfangin fyrir nemendurForráðamenn beggja skóla lögðu á það áherslu við undirritun samkomulagsins að Hólum síðastliðinn laugardag að þessi tenging milli skólanna væri mikilvægur áfangi og opnaði nemendum skólanna nýjar og spennandi námsleiðir. Samkomulag Háskólans á Hólum og Viðskiptaháskólans á Bifröst nær einnig til fiskeldismenntunar.  
Lesa meira

Stefnir í samnorrænt flokkunarkerfi fyrir gististaði

Árið 1999 samdi Ferðamálaráð Íslands við Horesta, samtök veitinga og gistihúsa í Danmörku, um að nota flokkunarkerfi þeirra fyrir gististaði hér á landi. Frá þeim tíma hefur fulltrúi frá Horesta komið hingað til lands árlega til að fylgjast með að flokkunin sé í samræmi við kröfur samtakanna. Ánægja með framkvæmdina hérlendisFulltrúar Horesta voru satddir hér í vikunni og ferðuðust um í fylgd Elíasar Bj. Gíslasonar, forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs, sem hefur frá upphafi haft umsjón með flokkunarkerfinu hér á landi. Í ferðinni voru gististaðir á Reykjanesi, Suðurlandi og Reykjavík heimsóttir. Að þessu sinni voru fulltrúar Horesta tveir. Paul Eller, sem á sínum tíma þróaði danska flokkunarkerfið og kom því á, var nú í sinni fimmtu en jafnframt síðustu Íslandsferð á vegum samtakanna þar sem hann er að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Eftirmaður hans er Torben Kaas og kom hann með til að kynnast aðstæðum hér á landi. Báðir voru þeir að sögn Elíasar ánægðir með ferðina og sáttir við framkvæmd flokkunarinnar. Samnorrænt flokkunarkerfiAð sögn Elíasar hefur flokkunarkerfi Horesta verið að vinna á og ná meiri útbreiðslu. Það hefur verið notað í Danmörku, Íslandi og Grænlandi undanfarin ár, nú eru Svíþjóð og Færeyjar að bætast í hópinn og Norðmenn hafa sýnt mikinn áhuga þannig að líklegt má telja að þeir bætist við innan skamms. "Þetta er afar ánægjuleg þróun því ef tekst að fá Finna með þá verður til samnorrænt flokkunarkerfi fyrir gistingu sem ég held að væri mjög góður áfangi. Eins og staðan er í dag er ekkert samræmt kerfi til, hvorki fyrir Evrópu, hvað þá á heimsvísu. Megintilgangur svona flokkunarkerfis er ávallt að stuðla að auknum gæðum gistingar og að viðskiptavinir eigi auðveldara með að velja sér þá þjónustu sem þeir sækjast eftir," segir Elías. Kerfið þróað áframDanir eru að undirbúa breytingar á flokkunarviðmiðunum sem notuð eru og segir Elías í skoðun hvort sams konar breyting verði gerð hér á landi. Hér sé þó alls ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða. Annað sem hugsanlega breytist með útvíkkun kerfisins sé að komið verði á fót samnorrænni úrskurðarnefnd til að þróa kerfið áfram og skera úr um ágreiningsatriði en til þessa hafa úrskurðarnefndir starfað í hverju landi fyrir sig. Viljum sjá meiri þátttökuSem fyrr er sagt voru dönsku gestirnir ánægðir með það sem þeir sáu hérlendis enda segir Elías að gæðamál þeirra gististaða sem tekið hafa þátt í flokkuninni séu almennt í mjög góðu lagi. "Vissulega vildum við sjá fleiri íslenska gististaði nýta sér kerfið en um 45% gistirýmis í landinu er nú flokkað samkvæmt kerfi Horesta. Mér finnst umhugsunarefni hvers vegna við sjáum ekki enn fleiri taka kerfið upp því kostirnir eru augljósir og kostnaðurinn að mínu mati mjög hóflegur. Þó er ánægjulegt að flestir sem koma á fót nýjum gististöðum eða fara í verulega endurnýjun á aðstöðunni hjá sér horfa til flokkunarkerfisins hjá okkur. Ég vildi þó gjarnan sjá fleiri stíga skrefið til fulls og taka þátt með formlegum hætti," segir Elías.  
Lesa meira

Fyrirlestur um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Á mánudaginn kemur, þann 1. september, kl. 15-17 mun kanadískur prófessor halda fyrirlestur um umhverfisvæna ferðaþjónustu og það sem er dulið í landslaginu svo sem álfa o.fl. Fjarfundir á 5 stöðumFyrirlesturinn verður fluttur í Bratta, fundarsal Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er aðgangseyrir 500 krónur. Fjarfundir verða auk þess á Sauðárkróki (Farskólanum við Faxatorg), Ísafirði (Atvinnuþróunarfélaginu), Akureyri (Sólborg stofa L-202), Egilsstöðum (Fræðslunetinu) og Höfn (FAS). Fyrirlesturinn er á vegum Ferðaþjónustu bænda, Hólaskóla og Byggðastofnunar. Virtur fræðimaður og fyrirlesariFyrirlesarinn, dr. James Butler, er prófessor í verndunarlíffræði villtra dýrategunda og garða við Háskólann í Alberta í Kanada og kallast fyrirlestur hans "The Changing World of Eco-tourism and the Sacredness of Nature, and the Hidden Landscape of Elves, Gnomes and Fairies." Dr. Butler hefur ferðast út um allan heim í tengslum við starf sitt, verið ráðgefandi aðili í umhverfisvænni ferðaþjónustu og frá árinu 2001 unnið að ELFEN (Elemental Life-Form Encounters in Nature) verkefninu. Þessa tvo málaflokka fléttar hann saman í einn fyrirlestur. Nánari upplýsingar um fjarfundina er að finna á heimasíðu Hólaskóla eða í síma 570-2700. Allir eru velkomnir.  
Lesa meira

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2003

Á Ferðamálaráðstefnunni sem haldin verður í Mývatnssveit 16. október nk. verða umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs veitt, eins og venja er. Hugmyndin að baki verðlaununum er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum, fyrirtækjum eða einstaklingum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Hvatning til ferðaþjónustuaðilaFerðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálaráðs að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra um að huga betur að umhverfinu og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Allir geta sent inn tilnefningarÖllum er heimilt að senda inn tilnefningar til umhverfisverðlauna og þurfa þær að hafa borist umhverfisfulltrúa Ferðamálaráðs fyrir 15. september nk. Tilnefningar má senda með tölvupósti á netfangið valur@icetourist.is eða til Ferðamálaráðs Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri og þar eru einnig veittar nánari upplýsingar. Meðfylgjandi er gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar verið er að velja þá sem tilnefndir verða. Gátlistinn er í pdf-formi og auðvelt að prenta hann út. Opna GÁTLISTA (pdf 84 KB) Frekari upplýsingar, m.a. lista yfir þá sem hlotið hafa umhverfisverðlaunin frá upphafi, má finna undir liðnum Umhverfismál/Umhverfisverðlaun hér á vefnum.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF í júlí

Tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir júlímánuð sýnir að herbergjanýting á 3 og 4 stjörnu hótelum í Reykjavík var 79% en hefur verið 85-89% í júlí síðustu þrjú árin. Meðalverð lækkar ennfremur frá júlímánuði í fyrra. Eftir mikla lækkun herbergjanýtingar í júní er ljóst að tekjur pr. herbergi í sumar hafa stórlækkað og eins og áður hefur komið fram má rekja þessa lækkun til mikillar aukningar herbergja í þessum hótelflokkum. ReykjavíkMeðalnýting í júlí sl. var 79,02% , meðalverð kr. 9.777 og tekjur á framboðið. herbergi kr. 239.494. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 87,01% Kr. 9.0541997 83,96% Kr. 7.5661998 81,00% Kr. 7.9181999 88,32% Kr. 7.676. Tekjur á framboðið herbergi kr. 210.176.2000 89,24% Kr. 9.107. Tekjur á framboðið herbergi kr. 251.923.2001 85,75% Kr. 9.908. Tekjur á framboðið herbergi kr. 263.381.2002 85,89% Kr. 10.061 Tekjur á framboðið herbergi kr. 267.890. Landsbyggðin Meðalnýting í júlí sl. var 84,38%, meðalverð kr. 8.886 og tekjur á framboðið herbergi kr. 232.450. Þetta eru svipaðar tölur og fyrir júlí í fyrra en meðalverð er þú heldur lægra en þá. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 81,39% Kr. 5.7741997 82,91% Kr. 6.7971998 85,23% Kr. 6.1161999 79,45% Kr. 6.843 Tekjur á framboðið herbergi kr. 168.534.2000 78,63% Kr 7.705 Tekjur á framboðið herbergi kr. 187.817.2001 80,75% Kr. 7.937 Tekjur á framboðið herbergi kr. 198.672.2002 83,39% Kr. 9.190 Tekjur á framboðið herbergi kr. 237.577. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting í júlí sl. var 84,65%, meðalverð kr. 8.370 og tekjur á framboðið herbergi kr. 219.645. Í úrtakinu hefur fjölgað um 28 herbergi en salan hefur aukist úr 8.820 herbergjum í 9.980. Mikill viðsnúningur hefur einnig átt sér stað á einstaka stað. Til samburðar koma fyrri ár:1996 81,43% Kr. 5.6561997 81,50% Kr. 5.8821998 85,75% Kr. 5.8411999 77,45% Kr. 6.732 Tekjur á framboðið herbergi kr. 161.6452000 78,27% Kr. 7.250 Tekjur á framboðið herbergi kr. 175.912.2001 76,91% Kr. 7.222 Tekjur á framboðið herbergi kr. 172.205.2002 80,60% Kr. 8.253 Tekjur á framboðið herbergi kr. 206.203.  
Lesa meira

Mikil aukning ferðamanna frá meginlandi Evrópu í sumar.

Fjöldi erlendra ferðamanna í júli var 52.607 og er það 14.3% aukning frá fyrra ári. Flestir ferðamenn í júlí koma frá Þýskalandi, eða tæp 10.000 manns. Mest aukning er einnig frá Þýskalandi, eða 25% m.v júlí í fyrra. Á meginlandi Evrópu er ágætis aukning ferðamanna, einkum frá Spáni, Ítalíu og Hollandi. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er einkum ánægjulegt að sjá Þjóðverja skila sér vel í sumar, þar sem viðdvöl Þjóðverja er hvað lengst allra ferðamanna. Mikil markaðsvinna hefur farið fram síðustu misserin undir stjórn skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. Forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt er Haukur Birgisson. Fjöldi ferðamanna í júlí 2003           Þjóðerni Júlí 2003 Júlí 2002 Breyting % Bandaríkin 6.232 5.808 424 7,3% Bretland 6.826 5.636 1.190 21,1% Danmörk 4.918 4.033 885 21,9% Finnland 845 724 121 16,7% Frakkland 4.870 4.800 70 1,5% Holland 1.965 1.773 192 10,8% Ítalía 1.939 1.725 214 12,4% Japan 526 504 22 4,4% Kanada 281 265 16 6,0% Noregur 2.573 2.438 135 5,5% Spánn 1.006 810 196 24,2% Sviss 2.095 1.884 211 11,2% Svíþjóð 2.739 2.629 110 4,2% Þýskaland 9.576 7.652 1.924 25,1% Önnur þjóðerni 6.216 5.334 882 16,5% Samtals: 52.607 46.015 6.592 14,3% Ísland 35.032 26.846 8.186 30,5% Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra farþega.  
Lesa meira

Tæpar fimm vikur í Vestnorden

Að þessu sinni eru 70 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum dagana 15.-17. september næstkomandi. Því eru aðeins tæpar 5 vikur til stefnu. 112 sýnendurVestnorden er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að síðastliðna tvo áratugi. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru 112 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur. Ferðamálaráð Íslands verður að sjálfsögðu með bás á kaupstefnunni. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu. Heimasíða Vestnorden 2003Á heimasíðu Vestnorden má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um þennan árlega viðburð. Meðal annars er á síðunni hægt að skoða skrá yfir alla sýnendur og kaupendur. Eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni var síðasta Vestnorden kaupsetna haldin á Akureyri dagana 10.-12. september 2002.  Til að skoða myndir frá henni má smella hér.  
Lesa meira

Tæpar fimm vikur í Vestnorden

Að þessu sinni eru 70 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum dagana 15.-17. september næstkomandi. Því eru aðeins tæpar 5 vikur til stefnu. 112 sýnendurVestnorden er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að síðastliðna tvo áratugi. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru 112 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur. Ferðamálaráð Íslands verður að sjálfsögðu með bás á kaupstefnunni. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu.  
Lesa meira

Umsóknarfrestur um hlutafjárkaup Byggðastofnunar

Sem lið í átaki ríkisstjórnarinnar um atvinnuþróun á landsbyggðinni var Byggðastofnun á árinu úthlutað 350 milljónum króna til kaupa á hlutafé í fyrirtækjum. Í lok mánaðarins rennur út frestur að sækja um til stofnunarinnar vegna kaupa hennar á hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Nýsköpunar- og sprotafyrirtækiÁ heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að megináhersla verður lögð á kaup í sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti með áherslu á nýsköpun. Fjárfest verður fyrirtækjum í höfuðatvinnugreinunum, þ.e. sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og ferðaþjónustu, ásamt tengdum greinum. Umsóknarfrestur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er til 31. ágúst nk. en fyrir aðrar atvinnugreinar er umsóknarfrestur þegar útrunninn. Reglur um kaup í einstökum félögumByggðastofnun mun að hámarki verja 50 m.kr. til kaupa á hlutafé í einstöku félagi. Eignarhlutur Byggðastofnunar má ekki verða meiri en 30% af heildarhlutafé í félaginu. Heildarfjármögnun verkefnisins verður sömuleiðis að vera tryggð. Kaupgengi er ákvarðað með verðmati á fyrirtækinu. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi verðmat eigenda á félaginu ásamt forsendum verðmatsins. Ákvörðun um kaup á hlutaféSérfræðingar Byggðastofnunar munu meta umsóknir og gera tillögur í einstökum málum til stjórnar sem taka mun ákvörðun um hlutafjárkaup. Stofnunin áskilur sér rétt til að leita eftir áliti og ráðgjöf frá fagaðilum um hlutafjárkaup, s.s. Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ásamt því að leita eftir staðbundinni þekkingu á forsvarsmönnum, fyrirtækjum og umhverfi þeirra t.d. hjá atvinnuþróunarfélögum og eignarhaldsfélögum á einstökum svæðum. Leitast verður við að svara umsækjendum innan 45 daga frá því að umsóknartímabili vegna einstakra atvinnugreina er lokið. Frestur þessi gæti þó orðið lengri eftir fjölda umsókna, og verður það þá kynnt sérstaklega. Nauðsynlegt er að umsækjandi kynni sér vel á heimasíðu Byggðastofnunar hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn.  
Lesa meira

Ferðamálaráð á Seyðisfirði

Síðastliðinn fimmtudag héldu fulltrúar í Ferðamálaráði, ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra, til Seyðisfjarðar. Tilgangurinn var að skoða nýju Norrænu og þá glæsilegu aðstöðu sem byggð hefur verið fyrir móttöku hennar, ásamt því að kynna sér aðra uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Fróðlegur dagurDagurinn hófst með því að fylgst var með þegar Norræna lagðist að bryggju við hina nýju og glæsilegu hafnaraðstöðu sem gerð var sérstaklega fyrir skipið. Þá var Norræna og skoðuð í fylgd Jónasar Hallgrímssonar , framkvæmdastjóra Austfars og yfirmanna skipsins. Með í för voru einnig Tryggvi Harðarson bæjarstjóri og ferðaþjónustuaðailar á svæðinu. Að skoðunarferð lokinni var fundað með heimamönnum um borð í skipinu og síðan farið í kynnisferð um bæinn þar sem menn fræddust um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað að undanförnu á sviði ferðaþjónustu, m.a. gistiaðstöðu, söfn o.fl. "Þetta var afar fróðlegur dagur og gaman að sjá og kynnast því mikla uppbyggingarstarfi sem þarna hefur verið unnið. Það kom fram hjá heimamönnum að þeir merkja þegar greinilegan árangur af því," segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.  
Lesa meira