Fara í efni

Tekjukönnun SAF í júlí

Tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir júlímánuð sýnir að herbergjanýting á 3 og 4 stjörnu hótelum í Reykjavík var 79% en hefur verið 85-89% í júlí síðustu þrjú árin. Meðalverð lækkar ennfremur frá júlímánuði í fyrra. Eftir mikla lækkun herbergjanýtingar í júní er ljóst að tekjur pr. herbergi í sumar hafa stórlækkað og eins og áður hefur komið fram má rekja þessa lækkun til mikillar aukningar herbergja í þessum hótelflokkum.

Reykjavík
Meðalnýting í júlí sl. var 79,02% , meðalverð kr. 9.777 og tekjur á framboðið. herbergi kr. 239.494. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 87,01% Kr. 9.054
1997 83,96% Kr. 7.566
1998 81,00% Kr. 7.918
1999 88,32% Kr. 7.676. Tekjur á framboðið herbergi kr. 210.176.
2000 89,24% Kr. 9.107. Tekjur á framboðið herbergi kr. 251.923.
2001 85,75% Kr. 9.908. Tekjur á framboðið herbergi kr. 263.381.
2002 85,89% Kr. 10.061 Tekjur á framboðið herbergi kr. 267.890.

Landsbyggðin
Meðalnýting í júlí sl. var 84,38%, meðalverð kr. 8.886 og tekjur á framboðið herbergi kr. 232.450. Þetta eru svipaðar tölur og fyrir júlí í fyrra en meðalverð er þú heldur lægra en þá. Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 81,39% Kr. 5.774
1997 82,91% Kr. 6.797
1998 85,23% Kr. 6.116
1999 79,45% Kr. 6.843 Tekjur á framboðið herbergi kr. 168.534.
2000 78,63% Kr 7.705 Tekjur á framboðið herbergi kr. 187.817.
2001 80,75% Kr. 7.937 Tekjur á framboðið herbergi kr. 198.672.
2002 83,39% Kr. 9.190 Tekjur á framboðið herbergi kr. 237.577.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting í júlí sl. var 84,65%, meðalverð kr. 8.370 og tekjur á framboðið herbergi kr. 219.645. Í úrtakinu hefur fjölgað um 28 herbergi en salan hefur aukist úr 8.820 herbergjum í 9.980. Mikill viðsnúningur hefur einnig átt sér stað á einstaka stað. Til samburðar koma fyrri ár:
1996 81,43% Kr. 5.656
1997 81,50% Kr. 5.882
1998 85,75% Kr. 5.841
1999 77,45% Kr. 6.732 Tekjur á framboðið herbergi kr. 161.645
2000 78,27% Kr. 7.250 Tekjur á framboðið herbergi kr. 175.912.
2001 76,91% Kr. 7.222 Tekjur á framboðið herbergi kr. 172.205.
2002 80,60% Kr. 8.253 Tekjur á framboðið herbergi kr. 206.203.