Fréttir

Dagskrá ferðamálaráðstefnu 2003

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar í Mývatnssveit 16.-17. október næstkomandi er nú komin hér á vefinn og jafnframt hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Meginefni og yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Markaðssetning Íslands - breyttar áherslur." Ráðstefnan er haldin í félagsheimilinu Skjólbrekku við Skútustaði. Auglýst eftir samstarfiMeð yfirskrift ráðstefnunnar er verið að vísa til þeirrar nýju leiðar sem farin var á þessu ári við nýtingu þess fjármagns sem stjórnvöld ákváðu að verja til markaðssóknar íslenskrar ferðaþjónustu. Í stuttu máli var ákveðið að nýta 202 milljónir, af þeim 300 sem voru veittar af opinberri hálfu til markaðsstarfs á árinu 2003, til samstarfsverkefna í almennri landkynningu á 4 markaðssvæðum erlendis. Var fjármununum skipt með ákveðnum hætti á hverju markaðssvæði og síðan auglýst eftir samstarfsaðilum. Þannig gafst aðilum kostur á að sækja um samstarf við Ferðamálaráð gegn því að leggja fram a.m.k. jafn háa upphæð og framlag Ferðamálaráðs var til umræddra verkefna. Framsaga og pallborðFramsögu um málið mun hafa Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands. Síðan verða pallborðsumræður þar sem þátt taka Hannes Hilmarsson, svæðisstjóri Icelandair; Svanhildur Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu; Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Atlantic; Óli Jón Ólason, hótelstjóri Hótel Reykholt; Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Hótel 101 og Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. HátíðarkvöldverðurAð ráðstefnu lokinni verður móttaka í boði samgönguráðherra og í beinu framahaldi hátíðarkvöldverður og skemmtun á Hótel Gíg. Þar verða m.a. veitt umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs fyrir árið 2003. Föstudaginn 17. október verður samkvæmt venju skoðunarferð um svæðið í boði heimamanna. Skoða dagskrá Myndatexti:  Séð yfir Mývatn með Skútustaði í forgrunni.  Myndin er fengin af vef Skútustaðahrepps.  
Lesa meira

Hálf milljón gesta á upplýsingamiðstöðvunum

Byggðastofnun og Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi hafa lokið við könnun og skýrslu um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva á Íslandi. Markmið könnunarinnar var að fá upplýsingar um rekstrarfjármögnun, launakostnað og sértekjur upplýsingamiðstöðva og hvað felst í þeirri þjónustu sem upplýsingamiðstöðvar veita gestum, ferðaþjónustu- og/eða rekstraraðilum. Auk þess að kannað hvaða viðhorf og væntingar umsjónaraðila upplýsingamiðstöðva höfðu í tengslum við samstarf, markaðssetningu, veikleika og styrkleika ferðaþjónustunnar. Um 44% heildarfjármagns aflað með sértekjum Í skýrslunni kemur fram að tæplega hálf milljón gesta kom á upplýsingamiðstöðvarnar árið 2002. Könnun leiddi m.a. í ljós að um 44% heildarfjármagns landshlutamiðstöðva er aflað með sértekjum. Sveitarfélög lögðu fram 23% heildarrekstrarframlags og Ferðamálaráð Íslands um 21%. Úr svörum í könnuninni má lesa að afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi nauðsynlegt að rekstrarframlög hækkuðu verulega til að hægt yrði að auka rekstraröryggi. Sóknarfæri til aukinna teknaUmsjónaraðilar upplýsingamiðstöðva telja besta sóknarfærið í auknum tekjum liggja í bókunarþjónustu en fram kom í könnuninni að sértekjur vegna rekstrar á tjaldsvæðum var besta sértekjulind upplýsingamiðstöðvanna. Samkvæmt könnuninni er afgerandi meirihluti umsjónaraðila upplýsingamiðstöðvanna á þeirri skoðun að náttúrutengd ferðaþjónusta sé helsti styrkleiki greinarinnar. Nauðsynlegt sé að efla samstarf innan greinarinnar og ná fram aukinni hagræðingu til að auka arðsemi rekstrarins. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á vef Byggðastofnunnar. Skoða skýrslu (pdf-skrá 2,2, MB)  
Lesa meira

Talning ferðamanna eftir þjóðerni

Frá árinu 1949 annaðist Útlendingaeftirlitið talningar á ferðamönnum sem komu erlendis frá og þannig var hægt að fylgjast með skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni. Í árslok 2000 hættu þessar talningar vegna Schengen samkomulagsins. Engar talningar voru í gangi árið 2001 en í febrúar 2002 hóf Ferðamálaráð brottfarartalningar í Leifsstöð og hafa þær staðið yfir síðan. Ágæt reynsla er komin á þessar talningar Ferðamálaráðs og liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir mánuðina mars til ágúst fyrir árin 2002 og 2003. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar undir liðnum Tölfræði hér á vefnum. Upplýsingarnar eru í Excel skjali og sé það opnað er vert að athuga að það inniheldur alls 13 vinnublöð (Sheet). Á því fyrsta eru niðurstöður allra mánaða frá upphafi talninganna og síðan er samanburður á hverjum mánuði um sig á milli ára (þ.e. fyrir mars til ágúst). Skjalið er uppfært mánaðarlega þegar niðurstöður fyrir næsta mánuð á undan liggja fyrir. Hafa ber í huga að í tölunum eru ekki taldir með farþegar Norrænu eða farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.  
Lesa meira

Hvernig tókst til á Vestnorden?

Sem kunnugt er lauk 18. Vestnorden ferðakaupstefnunni sl. miðvikudag. Hún var að þessu sinni haldin í Þórshöfn í Færeyjum en Ferðamálaráð Færeyja, Grænlands og Íslands standa að kaupstefnunni. Undanfarin ár hefur hún verið haldin á Íslandi annað hvert ár en hitt árið til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Næsta Vestnorden kaupstefna verður haldin í Reykjavík að ári liðnu, nánar tiltekið dagana 13.-14. september 2004. Kaupendur komu víða aðÁ Vestnorden kynna ferðaþjónustuaðilar í Færeyjum á Grænlandi og á Íslandi þjónustu sína fyrir ferðaheildsölum utan svæðisins á stuttum fundum sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Að þessu sinni voru það 113 aðilar sem kynntu vöru sína og þjónustu og voru þeir sem fyrr flestir frá Íslandi, eða 70 talsins. Um 90 ferðaheildsalar eða kaupendur komu til að kynna sér hvað þessi fyrirtæki hafa að bjóða og komu þeir víða að. Bróðurparturinn kom frá V.-Evrópu og af einstökum löndum voru flestir frá Danmörku , Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð. Einnig voru þarna aðilar lengra að komnir t.d. frá Bandaríkjunum og alla leið frá Ástralíu. Afþreyingarþátturinn áberandiMagnús Oddsson ferðamálastjóri hefur sótt allar Vestnorden kaupstefnunnar frá upphafi og getur því vel borið saman hvaða breytingar hafa orðið. Að hans sögn hefur yfirbragð Vestnorden breyst talsvert á undanförnum árum. "Gististaðir, flugfélög og önnur fyrirtæki sem flytja ferðamenn voru áberandi til að byrja með og eru vissulega enn. Að þessu sinni fannst mér hins vegar áberandi hve afþreyingarþáttur ferðaþjónustunnar á þessu Vestnorden svæði er orðinn fjölbreyttur og hve mikið er um að byggð hafi verið upp hvers konar afþreying tengd náttúrunni. Þetta endurspeglar líka þær breytingar sem hafa orðið í ferðamynstri fólks sem ferðast nú meira á eigin vegum og sækist í auknu mæli eftir að upplifa það land sem þeir heimsækja," segir Magnús. Framkvæmdin til fyrirmyndarÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, segir framkvæmd kaupstefnunnar hafa tekist sérlega vel hjá Færeyingum út frá faglegu sjónarmiði. Öll praktísk atriði hafi verið vel af hendi leyst og til að mynda hafi hátíðarkvöldverðurinn verið einkar glæsilegur og vel heppnaður. Nú sé komið að Íslendingum að halda Vestnorden næsta haust og því hafi verið gagnlegt að fylgjast með framkvæmdinni hjá Færeyingum. "Stórt atriði í þessu sambandi er að nú gistu allir um borð í nýju Norrænu. Þetta leiddi til þess að engin vandamál sköpuðust með gistirými eins og því miður hefur verið raunin þau ár sem kaupstefnan hefur verið í Færeyjum og á Grænlandi. Þetta sýndi okkur svart á hvítu hvað tilkoma nýju ferjunnar er gríðarleg vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustu Færeyinga og gerbreytir möguleikum þeirra til að standa fyrir viðburðum á borð við Vestnorden," segir Ársæll. Hvar voru Bretar?Ársæll segir ávalt nauðsynlegt að setjast niður að loknum viðburði sem þessum og meta árangurinn. Meginmálið sé hverju kaupstefnan skili ferðaþjónustunni. "Það vekur óneitanlega athygli þegar listinn yfir kaupendur er skoðaður hvað Bretar eru fáir miðað við þyngd þeirra á ferðamarkaði hérlendis. Þetta er mál sem þarf að skoða sérstaklega og finna skýringar á og það munum við gera. Hluti skýringarinnar kann að vera að kaupendur eru að jafnaði heldur færri þegar Vestnorden er haldin utan Íslands en það skýrir ekki allt. Einnig heyrðust raddir á meðal kaupenda um að tímasetningin væri ekki nógu hentug. Betra væri að vera fyrr á árinu og þá áður en aðal ferðamannatíminn hefst. Þetta er bæði gömul og ný umræða sem við verðum að taka afstöðu til með framtíðina í huga," segir Ársæll.  
Lesa meira

Gistinóttum fjölgar um 6% á fyrsta ársþriðjungi

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum fyrstu 4 mánuði árins voru 245 þúsund en þær voru 231 þúsund á sama tímabili árið 2002, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar. Fjölgunin á fyrsta ársþriðjungi er því 6% á milli ára. Útlendingum fjölgaði um 10% á meðan Íslendingum fækkaði um 1%. Athyglisvert er að á sl. 6 árum hefur gistinóttum útlendinga fjölgað um 72% á meðan gistinætur Íslendinga standa nánast í stað. Skipting milli landshlutaÁ þessum fyrsta ársþriðjungi 2003 voru gistinætur á höfuðborgarsvæðinu 175 þúsund en töldust 166 þúsund árið áður, sem er 5% fjölgun. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 11% og fóru úr 8.700 í 9.700. Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 400, eða 21%. Á Norðurlandi vestra töldust gistinæturnar tæplega 1.800 en voru rúmlega 1.200 árið 2002, sem gerir aukningu um 47%. Á Suðurlandi fóru gistinætur úr 21 þúsundum í 28 þúsund, sem er 31% aukning milli ára. Annars staðar á landinu átti sér stað fækkun milli ára. Á Vesturlandi fækkaði gistinóttum um rúmlega 1.100 (-17%), á Austurlandi fækkaði þeim um 1.900 (-21%) og á Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum um 200 (-1%). Skipting milli mánaðaEf skoðaður er hver mánuður fyrir sig má sjá að fyrir landið í heild sinni fækkar gistinóttum lítillega í janúar (-5%) og febrúar (-1%). Þeim fjölgar hinsvegar í mars um 7% og í apríl um 17% . Í ljós kemur einnig að útlendingum fer fjölgandi á hótelum og gistiheimilum á þessum árstíma en Íslendingum fækkar. 72% aukning hjá útlendingum 6 árumFrá árinu 1997 hefur gistináttafjöldinn aukist um 42% á þessum fyrstu mánuðum ársins. Á þeim tíma hefur gistinóttum Íslendinga fjölgað um 2% en útlendinga um 72%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Talnaefni á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Dagsetning Vestnorden 2004

Sem kunnugt er lauk Vestnorden Ferðakaupstefnunni í Færeyjum fyrr í vikunni. Tókst hún vel en nánar verður greint frá henni í máli og myndum hér á vefnum eftir helgina. Þá liggur fyrir að næsta Vestnorden kaupstefna verður haldin í Reykjavík dagana 13. - 14. september 2004. Því er um að gera að taka þá daga strax frá.  
Lesa meira

Metfjöldi tjaldgesta á Akureyri

Gistinætur tjaldsvæðanna á Akureyri voru 31.000 nú í sumar, fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt upplýsingum af vef Akureyrarbæjar. Gistinætur á hinu nýja tjaldsvæði að Hömrum voru um 14.000, sem er rúmlega tvöföldun á milli ára. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti voru um 17.000 gistinætur, sem er svipað og undanfarin ár. Hamrar hrein viðbótTjaldsvæðið að Hömrum var tekið í notkun sumarið 2000 og hefur gistinóttum þar fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma. Fyrsta árið voru gistinætur þar um 3000, árið 2001 um 4500 og um 6000 í fyrrasumar. Gistinætur á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hafa verið á bilinu 16-18 þúsund undanfarin ár og því er um hreina fjölgun gistinátta að ræða með tilkomu tjaldsvæðisins að Hömrum. Þessa dagana er verið að loka tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en gestir eiga þess enn kost að gista að Hömrum, enda er aðstaða til að taka á móti fólki mun betri en við Þórunnarstræti, segir á vef Akureyrarbæjar. Segir að verið sé að kanna að taka á móti gestum þar lengur en venjulegt þykir og lengja þar með ferðamannatímabilið.  
Lesa meira

Málþing um rannsóknir og menntun á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 25. september nk. gengst rektor Háskóla Íslands, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir málþingi. Nefnist það "Rannsóknir og menntun á landsbyggðinni - Fræðastarf sem þáttur í atvinnustefnu byggðarlaga" Málþingið hefst í hátíðasal Háskólans kl. 14.00 og því lýkur kl. 16.45 með léttum veitingum. Málþingið er opið öllu áhugafólki um stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. Þátttöku má tilkynna með tölvupósti: haskolarektor@hi.is eða í síma 525-4303. Dagskrá: 14.00-14.20Setning, háskólarektor Páll SkúlasonÁvarp, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir 14.20-14.35Reynsla Háskóla Íslands af rannsókna- og fræðasetrum á landsbyggðinniRögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands 14.35-14.50Áhrif rannsókna- og fræðastarfs Háskólans á Akureyri á atvinnu- og búsetuþróun EyjafjarðarsvæðisinsÞorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri 14.50-15.30Þau sem standa í eldlínunni:Hvar liggja tækifærin? Hvernig skal standa að verki?Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólasetursins á Höfn í HornafirðiHver eru áhrif fræðasetursins í Sandgerði á atvinnuhætti, hvernig getum við þróað það starf áfram?Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í SandgerðiHvers vænta sveitafélög á borð við Austur-Hérað af rannsókna- og fræðastarfi?Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Austur-Héraði 15.30-15.55Kaffi 15.55-16.45Hvernig má auka áhuga sveitarstjórna og fyrirtækja á rannsókna- og fræðastarfi?Pallborðsumræður undir stjórn Páls Skúlasonar háskólarektorsDagný Jónsdóttir alþingismaðurEinar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður FerðamálaráðsHallgrímur Jónasson, forstjóri IðntæknistofnunarSkúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans að HólumSigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 16.45 Ráðstefnuslit og léttar veitingar  
Lesa meira

Áhugaverðar niðurstöður í tekjukönnun SAF fyrir ágúst

Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun sinni fyrir ágústmánuð sl. ásamt öðrum ársþriðjungi 2003. Tekjukönnunin er framkvæmd meðal hótel innan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja. Fjölgun ferðamanna skilar sérSem kunnugt er var sl. ágústmánuður einn besti mánuður í sögu ferðaþjónustu hérlendis hvað varðar fjölda farþega til landsins enda tókst að halda sæmilegri nýtingu gistirýmis þrátt fyrir verulega aukið framboð á milli ára. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, bendir á að nýtingin í Reykjavík er til að mynda nánast sú sama og í fyrra þótt herbergjum á svæðinu hafi fjölgað umtalsvert. Þá hefur verð einnig hækkað verulega á milli ára. Meðalnýting á landsbyggðinni lækkar aðeins og vegur þar væntanlega þungt verulega aukið framboð gistirýmis á Akureyri. Séu Akureyri og Keflavík þannig teknar út úr tölum fyrir landsbyggðina batnar nýtingin frá því í fyrra og verðið hækkar. Sá mikli straumur ferðamanna sem var til landsins í ágúst er því greinilega að skila sér um allt land, að mati Þorleifs. Hér að neðan má sjá tölur fyrir ágústmánuð sl. og nokkur ár aftur í tímann. Reykjavík Meðalnýting 89,76%. Meðalverð kr. 10.649. Tekjur á framboðið herbergi kr. 296.312.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 90,69% Kr. 8.8201997 84,58% Kr. 7.9021998 85,36% Kr. 7.8221999 93,00%. Kr. 7.926. Tekjur á framboðið herbergi kr. 228.6582000 91,27%. Kr. 8.910. Tekjur á framboðið herbergi kr. 252.084.2001 88,83%. Kr. 9.628. Tekjur á framboðið herbergi kr. 265.128.2002 90,08%. Kr. 9.817. Tekjur á framboðið herbergi kr. 274.272. Landsbyggðin Meðalnýting 76,02%. Meðalverð kr. 9.104. Tekjur á framboðið herbergi kr. 214.632.Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 76,47% Kr. 5.9631997 77,30% Kr. 5.4381998 83,11% Kr. 5.6071999 79,00% Kr. 6.883 Tekjur á framboðið herbergi kr. 168.042.2000 74,59% Kr. 8.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 186.841.2001 77,34% Kr. 8.412 Tekjur á framboðið herbergi kr. 201.682. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 72,34%. Meðalverð kr. 8.486. Tekjur á framboðið herbergi kr. 190.294.Til samburðar koma fyrri ár:1996 76,16% Kr. 5.4781997 72,79% Kr. 5.5841998 79,04% Kr. 5.6271999 78,00% Kr. 6.669. Tekjur á framboðið herbergi kr. 161.3992000 71,44% Kr. 7.162. Tekjur á framboðið herbergi kr. 158.611.2001 73,90% Kr. 7.609. Tekjur á framboðið herbergi kr. 174.321.2002 70,59%. Meðalverð kr. 7.911. Tekjur á framboðið herbergi kr. 173.124. Annar ársþriðjungur 2003 Í töflunni hér að neðan eru teknar saman niðurstöður annars ársþriðjungs 2003, þ.e. maí til og með ágúst, og þær bornar saman við undangengin ár. Hér segir Þorleifur skemmtilegt að sjá að meðalverð í Reykjavík í þessum ársþriðjungi haldast yfir 10.000 kr annað árið í röð. Sé það ánægjulegt fyrir þá sem standa í hótelrekstrinum og vonandi fyrirheit á bætta afkomu, því ekki muni af veita. "Góður ágúst dugir þó ekki til að bæta fyrir slaka maí- og júnímánuði. En vonandi verður september sterkur eins og öll teikn eru á lofti um," segir Þorleifur.   1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Reykjavík Meðalverð 8.585 7.421 7.497 7.600 8.748 9.361 10.076 10.184 Meðalnýting 83,1% 81,4% 80,4% 86,0% 87,9% 83,5% 85,1% 78,4% Landsbyggð Meðalverð 5.626 5.718 5.551 6.343 7.452 8.049 8.816 8.817 Meðalnýting 61,3% 69,7% 69,0% 63,0% 63,9% 66,3% 68,6% 65,2% Landsbyggð -AEY/KEF Meðalverð 5.235 5.288 5.244 6.189 6.837 6.933 7.752 8.501 Meðalnýting 65,4% 67,3% 66,4% 62,0% 59,6% 60,4% 60,8% 59,4%  
Lesa meira

Vestnorden sett í gærkvöld

Vestnorden ferðakaupstefnan var sett í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöld og stendur fram á miðvikudag. Það eru Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja sem standa að kaupstefnunni, líkt og þau hafa gert síðastliðna tvo áratugi. Hittast á stuttum fundumSýnendur á Vestnorden koma frá vestnorrænu löndunum þremur, auk þess sem Ferðamálaráð Hjaltlandseyja tekur þátt. Samtals taka 112 fyrirtæki frá þessum löndum þátt að þessu sinni, þar af 70 frá Íslandi. Á kaupstefnunni hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi.  
Lesa meira