Fréttir

Málþing um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva

Hér má sjá erindið í PDF-skjali.  
Lesa meira

World Travel Market í London

Í dag hefst hin árlega ferðasýning World Travel Market í London. Sýningin er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimi og þarna koma saman yfir 5.000 sýnendur frá um 190 löndum. Ferðamálaráð Íslands er að sjálfsögðu á meðal þátttakenda á sýningunni og þar eru einnig 14 íslensk ferðaþjónustufyrirtækum. Að sögn Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur, markaðsfulltrúa Ferðamálaráðs á Bretlandi, fékkst mun betri staður í sýningarhöllinni í ár en í fyrra. "Við bindum miklar vonir við þessa sýningu sem er nú haldin í annað sinn í nýrri sýningahöll ExCel í Docklands þar sem öll aðstaða er alveg frábær," segir Sigrún. Sýningin stendur fram á fimmtudag. Heimasíða World Travel Market  
Lesa meira

Könnun á ferðavenjum Íslendinga

Ferðamálaráð Íslands hefur ákveðið að gera könnun á ferðavenjum Íslendinga í lok þessa mánaðar. Markmiðið með könnuninni er fyrst og fremst að öðlast heildarsýn yfir ferðalög Íslendinga innanlands á árinu, auk þess sem hugað verður að framtíðaráformum þess efnis. Samanburður við könnun frá árinu 2000Að sögn Oddnýjar Þóru Óladóttur, verkefnisstjóra hjá Ferðamálaráði, verður könnunin með svipuðu sniði og könnun Ferðamálaráðs frá árinu 2000. Um var að ræða símakönnun sem byggði á 1.218 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Til að tryggja samanburð verður byggt að hluta til á þeim spurningalista sem viðhafður var í könnun árið 2000 Óskað eftir ábendingumÓskað er eftir ábendingum frá aðilum í ferðaþjónustu um hvað þeir myndu vilja hafa í könnuninni umfram það sem tiltekið er hér að neðan. Segist Oddný vonast eftir skjótum viðbrögðum enda verður endanlegur spurningalisti að liggja fyrir eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi. Ábendingum má koma á framfæri á netfangið oddny@icetourist.is Nokkur efnisatriði í fyrirhugaðri könnun á ferðavenjum Íslendinga: Sumarbústaðaferðir 2003Höfðu svar aðgang að sumarbústað sem þeir sóttu reglulega? Hve oft var farið í sumarbústaðinn? Hve lengi var dvalið?Hvar á landinu var sumarbústaðurinn? Hvaða afþreying var nýtt í nágrenni sumarbústaðar? Ferðalög innanlands 2003Var ferðast innanlands á árinu? Hve margar ferðir voru farnar? Hve margar nætur var dvalið á ferðalögum innanlands?Í hvaða tilgangi var ferðast?Hvaða þættir höfðu áhrif á að ferðast var innanlands á árinu?Hve lengi var dvalið?Í hvaða mánuði var ferðast?Í hvaða landshluta var gist? (hve margar nætur í hverjum landshluta)Hvaða gistimöguleikar voru nýttir? (hve margar nætur)Með hverjum var ferðast?Hvaða afþreying var nýtt?Hvaða farartæki voru nýtt á ferðalögum?Var ferðast á eigin vegum eða í skipulagðri hópferð?Hver voru heildarútgjöldin vegna ferðalaga?  
Lesa meira

Fjölgun ferðamanna heldur áfram - aukning á öllum mörkuðum frá áramótum

Sú fjölgun ferðamanna sem verið hefur það sem af er árinu, hélt áfram í nýliðnum októbermánuði. Talningar Ferðamálaráðs Íslands í Leifsstöð sýna að 22.532 erlendir ferðamenn fóru um flugvöllinn í október, sem er 26,79% aukning frá sama mánuði í fyrra. Ef skoðaðar eru tölur fyrir einstakar þjóðir og þær bornar saman á milli ára kemur í ljós að aukning er frá öllum mörkuðum að Bretlandi undanskyldu. Sé litið til stærstu markaða okkar þá er sérlega ánægjulegt að sá aukninguna frá Norðurlöndunum en Danmörk, Finnland Noregur og Svíþjóð eru samanlagt að skila okkur yfir 50% aukningu í október. Sama á við um Þýskaland. Þá heldur Bandaríkjamarkaður áfram að styrkjast og gaman að sjá að heildarfjöldi bandarískra ferðamanna það sem af er árinu er nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Eins og sést í töflunni hér að neðan er mikil hlutfallsleg aukning í komum Japana hingað til lands í október. Það má rekja til sérstakra ferða sem settar voru upp fyrir Japani og hlutu góðar undirtektir. 13,3% fjölgun í mars-októberTalningar Ferðamálaráðs hafa staðið yfir frá því í febrúar 2002 og því liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir tímabilið mars til september fyrir árin 2002 og 2003. Sé þetta tímabil borið saman á milli ára kemur í ljós að erlendir ferðamenn í ár eru 13.3% fleiri en í fyrra. Aukningin nemur 30 þúsund gestum og er aukning frá öllum löndum sem mæld eru sérstaklega í talningunum. Sem fyrr er vert að minna á að inn í þessum tölum eru ekki þeir sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík. Í töflunum hér að neðan má annars vegar sjá samanburð á milli októbermánaðar 2002 og 2003 og hins vegar samanburð á tímabilinu mars-október í ár og í fyrra. Fjöldi ferðamanna í október*   2002 2003 Mism. % Bandaríkin 3.089 3.528 439 14,21% Bretland 5.086 4.143 -943 -18,54% Danmörk 1.475 2.031 556 37,69% Finnland 465 951 486 104,52% Frakkland 408 532 124 30,39% Holland 563 640 77 13,68% Ítalía 109 166 57 52,29% Japan 162 875 713 440,12% Kanada 157 221 64 40,76% Noregur 1.624 2.631 1.007 62,01% Spánn 69 134 65 94,20% Sviss 89 125 36 40,45% Svíþjóð 1.820 2.602 782 42,97% Þýskaland 811 1.251 440 54,25% Önnur þjóðerni 1.844 2.702 858 46,53% Samtals: 17.771 22.532 4.761 26,79%   Ísland 22.513 29.125 6.612 29,37% Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra ferðamanna í Leifsstöð. *Hér eru ekki taldir með farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.   Mars - október   2002 2003 Mism. % Bandaríkin 35.858 35.865 7 0,02% Bretland 34.313 40.592 6.279 18.30% Danmörk 16.633 20.205 3.572 21,48% Finnland 5.169 6.025 856 16,56% Frakkland 16.460 18.458 1.998 12,14% Holland 8.314 9.207 893 10,74% Ítalía 7.046 8.226 1.180 16,75% Japan 2.618 3.354 736 28,11% Kanada 1.828 2.115 287 15,70% Noregur 17.458 19.013 1.555 8,91% Spánn 3.482 4.745 1.263 36,27% Sviss 5.384 5.811 427 7,93% Svíþjóð 18.465 20.182 1.717 9,30% Þýskaland 27.929 33.930 6.001 21,49% Önnur þjóðerni 24.625 27.850 3.225 13,10% Samtals: 225.582 255.578 29.996 13,30% Ísland 177.141 219.927 42.786 24,15%  
Lesa meira

Öflugu landkynningarstarfi í Bretlandi haldið áfram

Bretlandsmarkaður hefur sem kunnugt er verið í mikilli sókn síðustu misseri. Bretar hafa ekki síst verið duglegir við að heimsækja Ísland utan háannatímans sem eykur enn á mikilvægi markaðarins. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs á Bretlandsmarkaði, segir mikilvægt að fylgja þessari velgengni eftir og slaka hvergi á í markaðsstarfinu. Ýmis áhugaverð markaðs- og kynningarverkefni hafa líka verið í gangi að undanförnu. Vel heppnuð Íslandsvika í GlasgowDagana 20.-22. október voru í gangi þrjár kynningar í Glasgow. Skipulagning var í höndum Icelandair UK með stuðningi frá Ferðamálaráði Íslands, Bláa Lóninu, Radisson SAS hótelunum, Mountaineers, Höfuðborgarstofu, Kynnisferðum, Hertz UK og nokkrum aðilum vestanhafs. Fyrsta daginn var morgunverður og kynning með blaðamönnum og daginn eftir "gala" kvöldverður og kynning þar sem 250 starfsmenn ferðaskrifstofa mættu. "Kvöldið var alveg sérlega ánægjulegt. Þarna var einkum um að ræða sölufólk sem starfar "á gólfinu", eins og stundum er sagt, og gott að ná til þeirra sem eru í beinu sambandi við viðskiptavininn. Icelandair UK lagði mikla vinnu í kvöldið og má m.a. nefna að sölustjóri þeirra í Glasgow og aðstoðarkona hans stigu léttan dans "a la Fred & Ginger". Þarna var dansað við Ratpack musik í anda Frank Sinatra og síðar diskó fyrir yngra fólkið. Allir stuðningsaðilarnir fengu viðurkenningu í Óskarsverðlaunastíl og urðu að þakka fyrir sig með ræðustúf. Uppátækið vakti mikla kátínu og menn skemmtu sér hið besta," segir Sigrún. Síðasta daginn var svo boðið til hádegisverðar í Dunsta kastala skammt frá Edinborg með 30 eigendum og stjórnendum nokkurra ferðaskrifstofa í Skotlandi og N-Englandi og mun heimsókn í kastalann líklega seint líða viðstöddum úr minni. Síðast en ekki síst má nefna íslenska djasstónleika í Menningarmiðstöðinni í Glasgow og að Siggi Hall eldaði og kynnti íslenskan mat á La Bonne Auberge veitingahúsinu við góðar undirtektir. Allir viðburðirnir voru að sögn Sigrúnar mjög vel heppnaðir og mikil ánægja á meðal gesta. Reykjavík kynnt í LondonÞann 24. september sl. buðu Höfuðborgarstofa og Icelandair UK blaðamönnum og ferðaskrifstofufólki til kynningar á borgarbæklingi í Globe leikhúsinu í London. Þátttaka var mjög góð. Þórólfur Árnason borgarstjóri flutti ávarp, sýnt var brot úr hinni margrómuðu uppsetningu á Rómeo og Júlíu sem Vesturport frumsýndi stuttu seinna í New Vic leikhúsinu í London, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir söngkona söng við undirleik eiginmanns síns, gítarleikarans Francisco Javier Jáuregui og Guitar Islancio léku.Höfuðborgarstofa kynnti þarna "Reykjavik City Guide" í mjög handhægu broti en þar er að finna upplýsingar um veitingahús og bari, söfn og menningu, auk upplýsinga um baðstaði og "spa". Aðrir sem komu að þessum viðburði voru Ferðamálaráð, Bláa lónið og Listahátíð Heimsóknir fjölmiðla- og ferðaskrifstofufólksTalsvert margir breskir blaðamenn hafa heimsótt Ísland nú á haustdögum og má að sögn Sigrúnar segja að ennþá birtist daglega eitthvað um Ísland í breskum blöðum og tímaritum. "Þrjár sjónvarpsstöðvar hafa verið eða eru að koma til að gera hér þætti. BBC World Fasttrack gerði 20 mínútna þátt sem sýndur var alla síðustu viku á mismunandi tímum. Þá var BBC Scotland að enda við að taka upp fræðslu- og barnaefni. Loks er svo í byrjun desember von á C5 en þeir hyggjast taka upp "The Perfect Holiday" á Íslandi. Þá hafa verið hér talsvert margir umboðsmenn ferðaskrifstofa og er sérlega ánægjulegt að segja frá því að þó nokkrar ferðaskrifstofur eru að bætast í hóp þeirra sem bjóða ferðir til Íslands," segir Sigrún.  
Lesa meira

Þróun í aukningu gsitirýmis og fjölgun gistinótta

Ferðamálaráð hefur tekið saman upplýsingar þar sem rakin er sú þróun sem átt hefur sér stað í aukningu gistirýmis og fjölgin gistinótta. Þá eru þessar tölur bornar saman. Byggt er á tölum frá Hagstofunni og tímabilið sem um ræðir eru síðustu 10 ár, þ.e. 1993-2003. Tölur fyrir gistinguna ná fram til síðasta árs þar sem ekki liggur fyrir fyrr en í árslok hver fjöldi gistinótta verður. Samanburðurinn er settur fram í Excel-skjali, bæði sem tölur og í myndrænu formi. Hver landshluti um sig er tekinn fyrir en einnig höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin sér. Fróðlegt er að fylgjast með þróuninni frá ári til árs en eins og tölurnar sýna þá hefur gistirými á landinu öllu meira en tvöfaldast (105,2%) á þessu tímabili, þ.e. farð úr 7.894 rúmum í 14.084 rúm, og gistinóttum fjölgað um rúm 90%, eða úr 661 þúsund árið 1993 í rúmlega 1.260 þúsund á síðasta ári. Áberandi er mikil aukning gistirýmis á síðustu tveimur árum. Skoða Excel-skjal  
Lesa meira

Málþing um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva

Fimmtudaginn 13. nóvember næstkomandi kl. 9.00 stendur Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi (FFÍ) fyrir málstofu um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva. Byggt er á úttekt sem gerð var í sumar á vegum FFÍ og Byggðastofnunar. Málstofan verður haldin á Grand Hótel og hefst kl. 9.00. Þátttökugjald kr. 500 greiðist við innganginn. Kaffiveitingar innifaldar. Dagskrá: Kl. 9.00 Skýrsla um starfsemi upplýsingamiðstöðva              Sigríður Elín frá Byggðastofnun kynnir niðurstöðurKl. 9.45 Pallborðsumræður - þátttakendur verða kynntir síðar. Fyrirspurnir og umræður að loknum pallborðsumræðum. Nánari upplýsingar veitir Jón Halldór Jónasson, formaður Félags ferðamálafulltrúa á Íslandi, jonhalldor@hafnarfjordur.is eða í farsíma 899-0391 Þeim sem vilja kynna sér skýrsluna er bent á að hún er aðgengileg á vef Byggðastofnunar.  
Lesa meira

Fundað um samræmda flokkun gististaða á Norðurlöndunum

Í lok síðustu viku var haldin í Osló samráðfundur um flokkunarkerfi það sem notað er til að flokka gististaði í nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þetta var fyrsti samráðsfundurinn af þessu tagi. Breiðist út á NorðurlöndunumFlokkunarkerfið hefur verið að ná aukinni útbreiðslu á Norðurlöndunum en eins og staðan er í dag þá er flokkunarviðmiðið sem HORESTA (Danska hótel og veitinga sambandið) þróaði notað í Danmörku, Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Svíþjóð. Norðmenn eru að skoða kerfið og má jafnvel vænta þess að þeir taki ákvörðun um að vera með í byrjun næsta árs. Þá hefur kerfið verið kynnt fyrir Finnum og einnig Eystrasaltsríkjunum. En ekkert þessara landa hefur tekið ákvörðun um hvort þau verða með aða ekki. Svíar að bætast í hópinn"Fundarmenn voru sammála því að það myndi styrkja kerfið enn frekar ef fleiri lönd yrðu með. Svíar eru nú í óðaönn að flokka sína gististaði en þar verður kerfið formlega tekið í notkun 1. desember næstkomandi. Þá er áætlað að um 300 hótel hafi verið flokkuð í Svíþjóð og ári seinna verði sú tala komin upp í 700 hótel," segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands, sem sótti fundinn. Líkt og á Íslandi þá er gististöðum í Svíþjóð í sjálfsval sett hvort þeir eru flokkaðir eða ekki en í Danmörku er meðlimir HORESTA sem reka gististað með fleirum en 8 herbergjum skyldaðir til að láta flokka sig. Mikilvægt að viðmiðin séu nánast þau sömu"Í gruninn eru sömu viðmiðin notuð í löndunum fimm en þó er nokkur atriði breytileg á milli landa og sem dæmi um slíkt er að Danirnir krefjast þess að á gististöðum sem flokkast með þrjár stjörnur eða fleiri hafi tóbak til sölu. Bæði Íslendingar og Svíar hafa hafnað þessu atriði. Við áætlum að samráðsfundir sem þessi verði haldnir árlega, enda eru allir aðilar sem nota kerfið sammála því að mikilvægt sé að viðmiðin verði nánast þau sömu í þeim löndum þar sem kerfið er notað," segir Elías.  
Lesa meira

Fróðlegur samanburður á gistinóttum og fjölda ferðamanna

Nú er aðgengileg hér á vefnum fróðleg samantekt um fjölda gistinátta og ferðamanna síðastliðin fimm ár. Það eru einmitt þessir tveir mælikvarðar sem gefa hvað besta mynd af samsetningu erlendra gesta á Íslandi. Framsetningin er með myndrænum hætti og því einkar auðvelt að glöggva sig á öllum helstu stærðum. Nær til um 98% gestaTímabilið sem tekið er fyrir nær frá árinu 1998 til 2002, að árinu 2001 frátöldu. Annars vegar er byggt á gistináttatalningum Hagstofunnar og hins vegar á ferðamannatalningum Útlendingaeftirlitsins og Ferðamálaráðs við brottför úr landinu. Auk þess er byggt á upplýsingum frá Austfari hf. um fjölda farþega með Norrænu. Áætlað er að þessar talningar nái yfir 98 prósent erlendra gesta. Ágæt reynsla komin á talningar FerðamálaráðsFerðamannatalningar voru í höndum Útlendingaeftirlitsins til ársloka 2000, lágu þá niðri í rúmt ár en frá því í febrúar 2002 hefur Ferðamálaráð séð um þær við brottför úr landinu. Ágæt reynsla er nú komin á þá talningu og þótt aðferðin við hana sé með öðru sniði en áður eru tölurnar engu að síður sambærilegar við eldri tölur Útlendingaeftirlitsins. Við samaburðinn er tekið mið af þeirri skiptingu á árinu sem viðhöfð er hjá Hagstofunni en í gistináttaskýrslum er ferðaárinu jafnan skipt í þrjú tímabil, janúar-apríl, maí-ágúst og september-desember. Fleira en höfðatalan skiptir máliOddný Þóra Óladóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálaráði, vann samantektina og segir hún fróðlegt að skoða samhengið á milli þessara tveggja helstu mælikvarða íslenskrar ferðaþjónustu. ,,Til að við getum áttað okkur á umfangi ferðamennsku í landinu verðum við að huga að öllum fyrirliggjandi talnagögnum. Það er ekki nóg að skoða fjölda ferðamanna, heldur verður að huga að því hve lengi ferðamenn dvelja, á hvaða árstíma þeir koma, í hvers konar gistingu þeir eru, hvar á landinu þeir dvelja, hve miklu þeir eyða og í hvað o.s.frv. til að átta okkur sem best á samsetningu þeirra. Í þessari samantekt er fjöldi ferðamanna skoðaður með hliðsjón af gistinóttum samkvæmt talningum Hagstofunnar. Það verður þó að hafa í huga að þessar talningar ná ekki yfir allar gistinætur erlendra gesta á Íslandi. Þær, í samhengi við fjölda ferðamanna, gefa þó góða vísbendingu um samspilið þarna á milli," segir Oddný. Samanburðurinn er settur fram í Excel-skjali sem inniheldur nokkur vinnublöð (Sheet). Skoða Excel-skjal  
Lesa meira

Bætt aðstaða fyrir ferðamenn við Arnarstapa

Ný hafnarmannvirki voru tekin í notkun á Arnarstapa á Snæfellsnesi síðastliðinn laugardag eftir gagngerar breytingar. Auk endurbóta á sjálfri höfninni er búið að stórbæta aðgengi ferðafólks sem kemur til að skoða náttúrufegurð hafnarinnar og umhverfis. Mikil náttúrufegurðBætt aðgengi ferðamanna felst í tveimur útsýnispöllum sem settir voru upp í samráði við Ferðamálaráð. Aðgengi er fyrir fatlaða að öðrum pallinum. Arnarsapi er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Snæfellsnesi en er þar mikil er náttúrufegurð og einhver áhugaverðasta strönd á öllu Snæfellsnesi. Mikið er um gjár, skúta og hamra sem ganga í sjó fram og sérkennilega stapa úr stuðlabergi sem standa einir og óstuddir við ströndina. Vinsæl gönguleið, u.þ.b. 3 km, er með ströndinni á milli Arnarstapa og Hellna. Þá liggur leið frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur og af hálsinum er algengasta leið þeirra sem fara á Snæfellsjökul. Fjölmenni var viðstatt vígsluathöfnina á laugardaginn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippti á borða til að opna höfnina formlega en honum til aðstoðar voru þeir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, og Þórður Stefánsson, formaður hafnarmálanefndar.  
Lesa meira