Fréttir

Fundað um samræmda flokkun gististaða á Norðurlöndunum

Í lok síðustu viku var haldin í Osló samráðfundur um flokkunarkerfi það sem notað er til að flokka gististaði í nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þetta var fyrsti samráðsfundurinn af þessu tagi. Breiðist út á NorðurlöndunumFlokkunarkerfið hefur verið að ná aukinni útbreiðslu á Norðurlöndunum en eins og staðan er í dag þá er flokkunarviðmiðið sem HORESTA (Danska hótel og veitinga sambandið) þróaði notað í Danmörku, Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Svíþjóð. Norðmenn eru að skoða kerfið og má jafnvel vænta þess að þeir taki ákvörðun um að vera með í byrjun næsta árs. Þá hefur kerfið verið kynnt fyrir Finnum og einnig Eystrasaltsríkjunum. En ekkert þessara landa hefur tekið ákvörðun um hvort þau verða með aða ekki. Svíar að bætast í hópinn"Fundarmenn voru sammála því að það myndi styrkja kerfið enn frekar ef fleiri lönd yrðu með. Svíar eru nú í óðaönn að flokka sína gististaði en þar verður kerfið formlega tekið í notkun 1. desember næstkomandi. Þá er áætlað að um 300 hótel hafi verið flokkuð í Svíþjóð og ári seinna verði sú tala komin upp í 700 hótel," segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands, sem sótti fundinn. Líkt og á Íslandi þá er gististöðum í Svíþjóð í sjálfsval sett hvort þeir eru flokkaðir eða ekki en í Danmörku er meðlimir HORESTA sem reka gististað með fleirum en 8 herbergjum skyldaðir til að láta flokka sig. Mikilvægt að viðmiðin séu nánast þau sömu"Í gruninn eru sömu viðmiðin notuð í löndunum fimm en þó er nokkur atriði breytileg á milli landa og sem dæmi um slíkt er að Danirnir krefjast þess að á gististöðum sem flokkast með þrjár stjörnur eða fleiri hafi tóbak til sölu. Bæði Íslendingar og Svíar hafa hafnað þessu atriði. Við áætlum að samráðsfundir sem þessi verði haldnir árlega, enda eru allir aðilar sem nota kerfið sammála því að mikilvægt sé að viðmiðin verði nánast þau sömu í þeim löndum þar sem kerfið er notað," segir Elías.  
Lesa meira

Fróðlegur samanburður á gistinóttum og fjölda ferðamanna

Nú er aðgengileg hér á vefnum fróðleg samantekt um fjölda gistinátta og ferðamanna síðastliðin fimm ár. Það eru einmitt þessir tveir mælikvarðar sem gefa hvað besta mynd af samsetningu erlendra gesta á Íslandi. Framsetningin er með myndrænum hætti og því einkar auðvelt að glöggva sig á öllum helstu stærðum. Nær til um 98% gestaTímabilið sem tekið er fyrir nær frá árinu 1998 til 2002, að árinu 2001 frátöldu. Annars vegar er byggt á gistináttatalningum Hagstofunnar og hins vegar á ferðamannatalningum Útlendingaeftirlitsins og Ferðamálaráðs við brottför úr landinu. Auk þess er byggt á upplýsingum frá Austfari hf. um fjölda farþega með Norrænu. Áætlað er að þessar talningar nái yfir 98 prósent erlendra gesta. Ágæt reynsla komin á talningar FerðamálaráðsFerðamannatalningar voru í höndum Útlendingaeftirlitsins til ársloka 2000, lágu þá niðri í rúmt ár en frá því í febrúar 2002 hefur Ferðamálaráð séð um þær við brottför úr landinu. Ágæt reynsla er nú komin á þá talningu og þótt aðferðin við hana sé með öðru sniði en áður eru tölurnar engu að síður sambærilegar við eldri tölur Útlendingaeftirlitsins. Við samaburðinn er tekið mið af þeirri skiptingu á árinu sem viðhöfð er hjá Hagstofunni en í gistináttaskýrslum er ferðaárinu jafnan skipt í þrjú tímabil, janúar-apríl, maí-ágúst og september-desember. Fleira en höfðatalan skiptir máliOddný Þóra Óladóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálaráði, vann samantektina og segir hún fróðlegt að skoða samhengið á milli þessara tveggja helstu mælikvarða íslenskrar ferðaþjónustu. ,,Til að við getum áttað okkur á umfangi ferðamennsku í landinu verðum við að huga að öllum fyrirliggjandi talnagögnum. Það er ekki nóg að skoða fjölda ferðamanna, heldur verður að huga að því hve lengi ferðamenn dvelja, á hvaða árstíma þeir koma, í hvers konar gistingu þeir eru, hvar á landinu þeir dvelja, hve miklu þeir eyða og í hvað o.s.frv. til að átta okkur sem best á samsetningu þeirra. Í þessari samantekt er fjöldi ferðamanna skoðaður með hliðsjón af gistinóttum samkvæmt talningum Hagstofunnar. Það verður þó að hafa í huga að þessar talningar ná ekki yfir allar gistinætur erlendra gesta á Íslandi. Þær, í samhengi við fjölda ferðamanna, gefa þó góða vísbendingu um samspilið þarna á milli," segir Oddný. Samanburðurinn er settur fram í Excel-skjali sem inniheldur nokkur vinnublöð (Sheet). Skoða Excel-skjal  
Lesa meira

Bætt aðstaða fyrir ferðamenn við Arnarstapa

Ný hafnarmannvirki voru tekin í notkun á Arnarstapa á Snæfellsnesi síðastliðinn laugardag eftir gagngerar breytingar. Auk endurbóta á sjálfri höfninni er búið að stórbæta aðgengi ferðafólks sem kemur til að skoða náttúrufegurð hafnarinnar og umhverfis. Mikil náttúrufegurðBætt aðgengi ferðamanna felst í tveimur útsýnispöllum sem settir voru upp í samráði við Ferðamálaráð. Aðgengi er fyrir fatlaða að öðrum pallinum. Arnarsapi er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Snæfellsnesi en er þar mikil er náttúrufegurð og einhver áhugaverðasta strönd á öllu Snæfellsnesi. Mikið er um gjár, skúta og hamra sem ganga í sjó fram og sérkennilega stapa úr stuðlabergi sem standa einir og óstuddir við ströndina. Vinsæl gönguleið, u.þ.b. 3 km, er með ströndinni á milli Arnarstapa og Hellna. Þá liggur leið frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur og af hálsinum er algengasta leið þeirra sem fara á Snæfellsjökul. Fjölmenni var viðstatt vígsluathöfnina á laugardaginn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippti á borða til að opna höfnina formlega en honum til aðstoðar voru þeir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, og Þórður Stefánsson, formaður hafnarmálanefndar.  
Lesa meira

Reglur um flokkun tjaldsvæða samþykktar

Eins og fram kemur í nýju fréttabréfi Ferðamálaráðs, Ferðafréttum, hefur að forgöngu Ferðamálaráðs að undanförnu verið unnið að reglum um flokkun tjaldsvæða. Tilgangurinn er að auðvelda ferðalöngum að átta sig á þeirri þjónustu sem í boði er á viðkomandi stað og vera rekstraraðilum stuðningur við uppbyggingu tjaldsvæðis. Tillögur frá verkefnisnefndSíðastliðið haust var stofnuð verkefnisnefnd til að vinna tillögur að flokkun tjaldsvæða. Nefndina skipuðu, auk umhverfisfulltrúa Ferðamálaráðs, sem var verkefnisstjóri, fulltrúar Ferðamálasamtaka Íslands, Samtaka ferðaþjónustunnar, Félags ferðamálafulltrúa, Bandalags íslenskra Farfugla og Ferðaþjónustu bænda. Við undirbúning málsins var stuðst við flokkunarkerfi sem notuð eru í Noregi og Danmörku. Nefndin skilaði af sér tillögum sem samþykktar voru á fundi Ferðamálaráðs Íslands. Í framhaldinu er síðan áætlað að gefa út leiðbeiningarrit um rekstur og uppbyggingu tjaldsvæða. Gestir sjá um eftirlitiðÍ reglunum er gengið út frá flokkun tjaldsvæða með stjörnugjöf frá einni upp í fimm stjörnur. Ekki er gert ráð fyrir að tjaldsvæði beri sérstakan kostnað þátttöku í flokkuninni heldur er framkvæmdin hugsuð með þeim hætti að rekstraraðilar tjaldsvæðis ákveði í hvaða flokki þeir vilji vera, setji flokkunarviðmið upp á áberandi stað á tjaldsvæðinu og síðan sé það gesta að ganga eftir því að svæðið standist þær kröfur sem stjörnugjöf þess gerir ráð fyrir. Rekstraraðilum tjaldsvæða er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í flokkuninni en gera má ráð fyrir að þegar fram í sækir leitist gestir frekar við að gista á tjaldsvæðum þar sem þeir vita að hverju þeir ganga. Tjaldsvæði - flokkar Tjaldsvæðið skal vera greinilega afmarkað og fjárhelt. Tjaldstæði skulu vera slétt og vel hirt. Aðkeyrsla að svæðinu skal vera greiðfær og örugg. Svæðið skal vera greinilega merkt svo og akstursleiðir um það. Á svæðinu skal vera búnaður til "Fyrstu hjálpar" hjá umsjónaraðila. Upplýsingatafla skal vera til staðar með umgengnisreglum og símanúmeri hjá umsjónaraðila. Á svæðinu skal vera daglegt eftirlit. Fjöldi salerna og vaska skal vera a.m.k. í samræmi við viðmið Hollustuverndar. Það er fyrir < 200 gesti 2 salerni, þ.a. eitt aðgengilegt fötluðum, 201-300 gestir 3 salerni, 401-600 gestir 4 salerni, o.s.frv. Sorp skal fjarlægt reglulega. Öllum mannvirkjum á svæðinu skal vera vel við haldið. Öll aðstaða á svæðinu skal vera greinilega merkt. Upplýsingar um neyðarnúmer skulu vera a.m.k. á ísl./ensku. Í viðbót við flokk eitt kemur: Starfsfólk hafi að lágmarki tveggja tíma viðveru yfir daginn. Upplýsingatafla með viðverutíma starfsfólks skal hanga uppi. Þjónustusvæði skal vera upplýst. Aðgangur skal vera að síma allan sólarhringinn í næsta nágrenni. Tekið sé við greiðslukortum. Borð og bekkir séu á svæðinu. Leikaðstaða sé fyrir börn. Í viðbót við ofanritað skal vera: Starfsfólk hafi fasta viðveru á álagstímum (dæmi: 8-10 og 17-21) og næturvakt skal vera um helgar. Gestamóttaka skal vera aðgengileg með svæðisupplýsingum og um önnur tjaldsvæði. Borð og stólar undir þaki. Veglýsing að og um svæðið. Póstkassi skal vera á svæðinu. Aðgangur sé að þvottavél og þurrkaðstöðu. Aðstaða til sorpflokkunar. (a.m.k. samkvæmt lágmarkskröfum um förgun spilliefna) Á svæðinu skal vera aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af húsbílum. Heitt og kalt vatn skal vera á svæðinu. Hægt sé að fá allar upplýsingar um svæðið og leggja inn gistipantanir utan opnunartíma svæðisins. Í viðbót við ofanritað skal vera: Starfsfólk hafi fasta viðveru á svæðinu frá kl. 07:00-23:00 alla daga. Gestir hafi aðgengi að nettengingu. Sérstök stæði skulu vera fyrir húsbíla og fellihýsi með aðgengi að rafmagni. Í viðbót við ofanritað skal vera: 24 tíma viðvera alla daga. Veitingasala sé á staðnum. Skýringar á texta: Tjaldsvæði = Afmarkað svæði ætlað fjölda tjaldaTjaldstæði = Staður innan afmarkaðs tjaldsvæðis ætlað stöku tjaldi (fellihýsi, húsbíl...)  
Lesa meira

Heimur útnefnir ferðafrömuð ársins

Útgáfufélagið Heimur útnefndi ferðafrömuð ársins í fyrst sinn í hófi í Borgarleikhúsinu sem haldið var í tilefni af 40 ára afmæli tímaritsins Iceland Review. Jón Jónsson þjóðfræðingur og ferðaþjónustubóndi á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð á Ströndum hlaut útnefninguna að þessu sinni. Hefur komið víða að málumJón er ein aðal driffjöðurin að baki Galdrasýningar á Ströndum og rekur fyrirtækið Sögusmiðjuna, sem einbeitir sér að tengingu ferðaþjónustu fræða og menningarstofnana. Jón hefur látið til sín taka í vefsíðugerð, m.a. annast gerð Vestfjarðavefsins, auk þess sem hann stóð fyrir stofnun Sauðfjárseturs á Ströndum. Jón annast rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík og rekur fjölskylduvæna ferðaþjónustu í heimabyggð sinni að Kirkjubóli á Ströndum. Sýnt frumkvæði og staðið að uppbyggingu af eigin rammleikÍ frétt frá Heimi segir að bakvið ákvörðun dómnefndar liggi sú hugsun að verið sé að velja einstakling úr grasrótinni sem hafi sýnt frumkvæði og staðið að uppbyggingu af eigin rammleik. Í niðurstöðum dómnefndar segir að Jón sé málsvari greinarinnar og talsmaður sem hafi starfað á hvetjandi hátt innan síns svæðis en hafi einnig látið gott af sér leiða fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu innanlands í heild sinni. Að auki hafi hann í starfi sínu hugað vandlega að umhverfisvernd og viðhaldi menningararfleifðar. Í dómnefnd sátu María Guðmundsdóttir ritstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Til stendur að Heimur útnefni árlega ferðafrömuð ársins. Verðlaununum er ætlað að vera hvatning til þeirra sem litla sem enga hvatningu fá en hafa sýnt það og sannað að þeir gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustu á landsvísu, segir í frétt frá Heimi.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir september

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína á meðal gististaða fyrir septembermánuð síðastliðinn. Sem fyrr er byggt á upplýsingum frá 10 hótelum í höfuðborginni og 10 utan hennar. Reykjavík Meðalnýting gistirýmis í Reykjavík var 66,65% í september en var 76,48% fyrir ári síðan. Mikil aukning í framboði gistirýmis skýrir lægri nýtingu en ætla má að verulega aukning í komum ferðamanna vinni þarna upp á móti. Ánægjulegt er hins vegar að sjá að meðalverð hækkar úr 9.777 krónum í 10.339 krónur nú. Tekjur á framboðið herbergi í september sl. voru 206.733 krónur. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur: 1996 77,12% Kr. 7.0961997 69,37% Kr. 5.9931998 80,02% Kr. 6.2701999 85,36%. Kr. 7.063. Tekjur á framboðið herbergi kr. 180.854.2000 79,80%. Kr. 8.060 Tekjur á framboðið herbergi kr. 192.960.2001 75,39%. Kr. 8.682 Tekjur á framboðið herbergi kr. 196.356.2002 76,48% Kr. 9.777 Tekjur á framboðið herbergi kr. 224.314. Landsbyggðin Meðalnýting hótela á landsbyggðinni í september var 45,10%. Meðalverð var 6.732 krónur og tekjur á framboðið herbergi 91.088 krónur. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 59,83% Kr. 4.3091997 46,11% Kr. 5.9211998 53,12% Kr. 4.3541999 49,31%. Kr. 5.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 88.085.2000 41,30% Kr. 5.506 Tekjur á framboðið herbergi kr. 68.215.2001 43,29% Kr. 6.503 Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.453.2002 49,08% Kr. 7.189 Tekjur á framboðið herbergi kr. 105.851. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Séu hótel á Akureyri og Keflavík tekin út úr tölunum fyrir landsbyggðina má merkja aukningu. Meðalnýting í september hækkaði þannig úr 37,28% í 38,67% á milli ára og meðalverð hækkaði úr 5.109 krónum í 5.685 krónur. Tekjur á framboðið herbergi voru 65.962 krónur. Til samburðar koma fyrri ár. 1996 47,10% Kr. 3.9171997 44,62% Kr. 3.8261998 46,80% Kr. 3.8241999 36,36% Kr. 4.837. Tekjur á framboðið herbergi kr. 52.774.2000 33,99% Kr. 5.212. Tekjur á framboðið herbergi kr. 53.145.2001 33,39% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 49.626.2002 37,28% Kr. 5.109. Tekjur á framboðið herbergi kr. 57.140.  
Lesa meira

Jarðböðin við Mývatn opnuð næsta vor

Síðastliðinn fimmtudag hófust með formlegum hætti framkvæmdir við byggingu nýs baðstaðar í Mývatnssveit. Fyrir framkvæmdunum stendur Baðfélag Mývatnssveitar ehf. sem stofnað var um verkefnið og hefur baðstaðurinn fengið heitið Jarðböðin við Mývatn. Nýr valkostur í afþreyingu fyrir ferðamennMeð Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu, ásamt því að viðhalda aldagamalli hefð fyrir jarðböðum í Mývatnssveit. Pétur Snæbjörnsson, stjórnarformaður Baðfélags Mývatnssveitar ehf., telur að tilkoma Jarðbaðanna við Mývatn hafi almennt mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu. Með þeim verði til nýr valkostur í afþreyingu fyrir ferðamenn algerlega óháð veðurfarslegum forsendum. Uppbygging nýrra afþreyingarkosta yfir vetrarmánuðina hafi almennt séð reynst erfið sökum óstöðugs veðurfars en ekki verði síður spennandi að njóta jarðbaðanna í vetrarveðrum en yfir sumarmánuðina. Böðin eru staðsett við Jarðbaðshóla á jaðri háhitasvæðisins í Bjarnarflagi um 4 km. frá Mývatni. 2.000 fermetra baðlónÍ þeim áfanga framkvæmdanna sem nú er hafinn verður komið upp móttöku, verslun, baðlóni, heitum pottum fyrir börn og fullorðna, gufubaði og tilheyrandi snyrti- og búningsaðstöðu. Baðlónið verður um 2.000 fermetrar að stærð, auk öryggislóns og affallslóns, samtals um 5.300 fermetrar. Lónið er hitað með borholuvatni sem fellur til í gufuskiljum Landsvirkjunar skammt frá svæðinu. Vatnið er flutt með hjálp gufuþrýstings í lónið með niðurgrafinni lögn. Gufubað og þjónustuhúsMóttökuaðstaða, verslun, búningsaðstaða, snyrtingar og fleiri þjónustutengdir þættir verða í um 350 fermetra húsi sem byggt verður í þessum áfanga. Almenningsgufubað verður síðan tengt þjónustuhúsnæðinu og baðlóninu og þar verður nýtt náttúrulegt streymi gufu beint upp úr sprungu. Gufuböðin verða um 40 fermetrar með köldum sturtum og handklæðageymslu en að auki 25 fermetra svæði fyrir hvíldarstofu og snyrtingar. Í heitu pottunum verður eingöngu notað hveravatn en sem kunnugt er óþarfi að nota klór við slíkar aðstæður þar sem örverur fá ekki þrifist í hveravatninu. Áætlað er að framkvæmdum við þennan fyrsta áfanga verði lokið í vor og er kostnaður áætlaður 40-60 milljónir króna. Hönnuður Jarðbaðanna við Mývatn er Halldór Gíslason, arkitekt og deildarstjóri hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Sjö ára undirbúningsferliUndirbúningur uppbyggingar jarðbaða í Mývatnssveit hófst fyrir um sjö árum. Um verkefnið var stofnað hlutafélagið Baðfélag Mývatnssveitar ehf. og eru eigendur þess um 30 talsins. Ríkisvaldið á meirihluta í félaginu en við sölu Kísiliðjunnar við Mývatn á sínum tíma ákváðu stjórnvöld að hluta söluandvirðis yrði varið til frekari atvinnuuppbyggingar við Mývatn. Aðrir kjölfestufjárfestar í verkefninu eru Kaupfélag Eyfirðinga svf. og Landsvirkjun en aðrir eigendur félagsins eru fyrirtæki og einstaklingar í Mývatnssveit og nágrenni. Að auki styður Landsvirkjun verkefnið með því að leggja til heitt skiljuvatn frá gufuveitunni í Bjarnarflagi.  
Lesa meira

Fjölmenni á ferðamálaráðstefnu

Um 200 manns sóttu árlega ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands sem að þessu sinni var haldin í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Ekki var annað að heyra á gestum en að þeir færu sáttir til síns heima, enda voru mörg fróðleg erindi flutt og fjörugar umræður á köflum. Aðgerðir skiluðu árangriRáðstefnan hófst á ávarpi Einars K. Guðfinnssonar, formanns Ferðamálaráðs Íslands. Þar rakti hann m.a. þá aukningu sem orðið hefur síðustu misseri í komum erlendra ferðamanna hingað til lands og fleiri tölur sem sýna aukin umsvif í ferðamennsku. Fór hann yfir þær skörpu mótvægisaðgerðir sem gripið var til í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001, m.a. stóraukin framlög stjórnvalda til markaðsaðgerða og hvernig þau hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt. Formaðurinn kom einnig inn á nýjar aðferðir sem farnar hafa verið við útdeilingu þessara fjármuna og hver framtíðarsýn hans væri í þeim efnum. Stóraukið framboðEinar rakti í erindi sínu þá mikla aukningu sem orðið hefur á framboði í ferðaþjónustu, bæði í sætaframboði til landsins og gistirými. " Hin mikla aukning flugsætaframboðs og hótelrýmis hlýtur að vera vísbending um væntingar innan atvinnugreinarinnar um enn frekari sókn inn á erlenda markaði. Möguleikarnir á aukningu hér innanlands eru augljóslega takmarkaðir og því hlýtur útrás - tískuorð íslensks athafnalífs um þessar mundir - að vera svarið. Í því sambandi getum við ekki annað en sett traust okkar á að aukið framboð á hvers konar þjónustu, fjölbreyttari og eftirsóknarverðari vara og öflugt markaðsátak, stutt af hinu opinbera skili okkur áframhaldandi aukningu," sagði Einar meðal annars. 320 milljónir til markaðssóknarSturla Böðvarsson samgönguráðherra kom í upphafi ávarps síns inn á þá staðreynd að í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 320 milljónum króna til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu og eru þeir fjármunir enn á ný hrein viðbót við það fé sem Ferðamálaráð hefur úr að spila vegna markaðsstarfs á erlendum vettvangi og þess sem fer til ferðamálasamtaka landshlutanna. Í ljósi góðrar reynslu munu þessir fjármunir fara í sérstakt markaðsátak undir stjórn ferðamálastjóra og forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs. Fór Sturla í stuttu máli yfir hversu mikilvægt er að vanda til framkvæmdarinnar og hafa allar reglur sem skýrastar. Ný ferðamálaáætlunStefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu var annað megininntak ávarps samgönguráðherra. Fór hann yfir vinnu sem átt hefur sér stað síðustu ár og nýtist í því samhengi, m.a. skýrslur um skýrslunni um menningartengda ferðaþjónustu, skýrslunni um heilsutengda ferðaþjónustu og skýrslunni um Auðlindina Ísland, auk nýrrar skýrslu sem dreift var á ráðstefnunni um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu þar sem horft er allt til ársins 2030. Greindi ráðherra frá því að hann muni á næstu dögum skipa þriggja manna stýrihóp sem fær það verkefni að fara í gegnum áðurgreinda vinnu og leggja drög að nýrri ferðamálaáætlun. Sturla sag'ist sjá fyrir sér að ferðamálin yrðu í forgrunni í starfi ráðuneytisins á næstu árum og af þeim sökum hafi hann tekið ákvörðun um að setja á laggirnar í fyrsta sinn sérstaka skrifstofu ferðamála í ráðuneytinu. Markaðssetning Íslands - breyttar áherslurMeginefni og yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var "Markaðssetning Íslands - breyttar áherslur." Með yfirskriftinni var verið að vísa til þeirrar nýju leiðar sem farin var á þessu ári við nýtingu þess fjármagns sem stjórnvöld ákváðu að verja til markaðssóknar íslenskrar ferðaþjónustu. Framsögu hafði Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands. Í kjölfarið fylgdu pallborðsumræður um málið og eftir þær var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Eftir kaffihlé voru síðan almennar umræður og afgreiðsla ályktana og var þar samþykkt ályktun tengd hvalveiðum. Allt inn á vefnumLíkt og undanfarin ár verða öll erindi og allar umræður frá ráðstefnunni aðgengileg hér á vefnum undir liðnum. Ávörp formanns Ferðamálaráðs og samgönguráðherra eru þegar komin inn og efni mun síðan halda áfram að bætast við á næstunni.  
Lesa meira

Bandalag íslenskra farfugla hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2003

Líkt og undanfarin ár hefur Ferðamálaráðs Íslands óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna jafnframt því sem innan stofnunarinnar er fylgst með því sem ferðþjónustuaðilar eru að gera í umhverfismálum. Verðlaunin voru afhent í tengslum við ferðamálaráðstefnuna í Mývatnssveit í gær af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Stjórn Ferðamálaráðs Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Bandalag íslenskra farfugla skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í rökstuðningi með ákvörðuninni segir m.a. að "með tilliti til mikils og vandaðs undirbúnings að umhverfisstefnu og þeirra markvissu og víðtæku þátttöku sem er í henni, er Bandalagi íslenskra farfugla verðugur handhafi umhverfisverðalauna Ferðamálaráðs Íslands 2003." Bandalag íslenskra farfuglaBandalag íslenskra farfugla er aðili að alþjóðasamtökum farfuglaheimila. Meginhlutverk samtakanna er rekstur farfuglaheimila um allt land og upplýsingamiðlun í því skyni að gera fólki kleift að ferðast á hagkvæman hátt hér heima og erlendis. Alls starfa 23 gististaðir undir merkjum Bandalag íslenskra farfugla hér á landi og að auki leigja samtökin rekstur Tjaldsvæðisins í Laugardal af Reykjavíkurborg. Umhverfisstefna samtakannaÁrið 1997 hófst undirbúningur að gerð umhverfisstefnu samtakanna með aðstoð bæði innlendra og erlendra ráðgjafa. Lagðar voru fram viðhorfskannanir fyrir gesti og 1998 tóku 8 heimili þátt í tilraunaverkefni á sviði umhverfismála. Þessi undirbúningsvinna tryggir að umhverfisstefnan er í fullu samræmi við kröfur og væntingar ferðafólks, lög og reglugerðir opinberra aðila og lög alþjóðasamtaka farfuglaheimila og Bandalag íslenskra farfugla.Árið 1999 var umhverfisstefnan samþykkt af stjórn samtakanna og í dag starfa öll gistiheimili innan samtakanna eftir henni. Frá og með árinu 2003 eru umhverfismál hluti af gæðastöðlum farfuglaheimilanna. Hvatning til annarraTilgangur verðlauna sem þessara er að hvetja ferðaþjónustuaðila til að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að huga að þeirri auðlind sem þeir nýta og hvetja þá til ábyrgðar á eigin athöfnum. Með umhverfisstefnu sinni og almennri þátttöku í henni hérlendis hefur Bandalag íslenskra farfugla vakið verðskuldaða athygli innan alþjóðasamtaka farfuglahreyfingarinnar og var fulltrúa Bandalags íslenskra farfugla boðið að kynna hana á alþjóðlegri ráðstefnu um gæðamál sem haldin var í Austurríki nú í byrjun október. Verðlaunagripurinn eru höggmynd sem ber heitið Harpa og er unnin af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara.  
Lesa meira

Ferðafréttir komnar út

Ferðafréttir, fréttabréf Ferðamálaráðs Íslands, koma út í tengslum við ferðamálaráðstefnuna í Mývatnssveit. Þetta er annað tölublað ársins og er efni fjölbreytt að venju. Meðal efnisatriða er dagskrá ferðamálaráðstefnunnar í Mývatnssveit, sagt er frá mannabreytingum í Ferðamálaráði, nýju verklagi við útdeilingu á fjármunum til umhverfismála, heimsóknum skemmtiferðaskipa í sumar og rætt við ferðamálafulltrúa víða um land um ferðasumarið 2003. Þá er í fréttabréfinu að finna fróðlegan samanburð á gistinóttum og fjölda ferðamanna nokkur ár aftur í tímann og greint frá talningu ferðamanna í Leifsstöð. Einnig má nefna umfjöllun um gönguleiðaverkefni sem Ferðamálaráð vinnur að, reglur um flokkun tjaldsvæða með stjörnugjöf sem Ferðamálaráð hafði forgöngu um og síðast en ekki síst kynningu á starfsfólki Ferðamálaráðs. Fréttabréfið er aðgengileg í pdf-formi hér á vefnum.Skoða fréttabréf  
Lesa meira