Fréttir

Tæpar fimm vikur í Vestnorden

Að þessu sinni eru 70 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum dagana 15.-17. september næstkomandi. Því eru aðeins tæpar 5 vikur til stefnu. 112 sýnendurVestnorden er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að síðastliðna tvo áratugi. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru 112 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur. Ferðamálaráð Íslands verður að sjálfsögðu með bás á kaupstefnunni. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu. Heimasíða Vestnorden 2003Á heimasíðu Vestnorden má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um þennan árlega viðburð. Meðal annars er á síðunni hægt að skoða skrá yfir alla sýnendur og kaupendur. Eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni var síðasta Vestnorden kaupsetna haldin á Akureyri dagana 10.-12. september 2002.  Til að skoða myndir frá henni má smella hér.  
Lesa meira

Tæpar fimm vikur í Vestnorden

Að þessu sinni eru 70 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum dagana 15.-17. september næstkomandi. Því eru aðeins tæpar 5 vikur til stefnu. 112 sýnendurVestnorden er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að síðastliðna tvo áratugi. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru 112 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur. Ferðamálaráð Íslands verður að sjálfsögðu með bás á kaupstefnunni. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Flóran hjá kaupendunum eða ferðaheildsölunum er fjölbreytt en ríflega 90 kaupendur frá 19 löndum eru skráðir til leiks. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu.  
Lesa meira

Umsóknarfrestur um hlutafjárkaup Byggðastofnunar

Sem lið í átaki ríkisstjórnarinnar um atvinnuþróun á landsbyggðinni var Byggðastofnun á árinu úthlutað 350 milljónum króna til kaupa á hlutafé í fyrirtækjum. Í lok mánaðarins rennur út frestur að sækja um til stofnunarinnar vegna kaupa hennar á hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Nýsköpunar- og sprotafyrirtækiÁ heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að megináhersla verður lögð á kaup í sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti með áherslu á nýsköpun. Fjárfest verður fyrirtækjum í höfuðatvinnugreinunum, þ.e. sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og ferðaþjónustu, ásamt tengdum greinum. Umsóknarfrestur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er til 31. ágúst nk. en fyrir aðrar atvinnugreinar er umsóknarfrestur þegar útrunninn. Reglur um kaup í einstökum félögumByggðastofnun mun að hámarki verja 50 m.kr. til kaupa á hlutafé í einstöku félagi. Eignarhlutur Byggðastofnunar má ekki verða meiri en 30% af heildarhlutafé í félaginu. Heildarfjármögnun verkefnisins verður sömuleiðis að vera tryggð. Kaupgengi er ákvarðað með verðmati á fyrirtækinu. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi verðmat eigenda á félaginu ásamt forsendum verðmatsins. Ákvörðun um kaup á hlutaféSérfræðingar Byggðastofnunar munu meta umsóknir og gera tillögur í einstökum málum til stjórnar sem taka mun ákvörðun um hlutafjárkaup. Stofnunin áskilur sér rétt til að leita eftir áliti og ráðgjöf frá fagaðilum um hlutafjárkaup, s.s. Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ásamt því að leita eftir staðbundinni þekkingu á forsvarsmönnum, fyrirtækjum og umhverfi þeirra t.d. hjá atvinnuþróunarfélögum og eignarhaldsfélögum á einstökum svæðum. Leitast verður við að svara umsækjendum innan 45 daga frá því að umsóknartímabili vegna einstakra atvinnugreina er lokið. Frestur þessi gæti þó orðið lengri eftir fjölda umsókna, og verður það þá kynnt sérstaklega. Nauðsynlegt er að umsækjandi kynni sér vel á heimasíðu Byggðastofnunar hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn.  
Lesa meira

Ferðamálaráð á Seyðisfirði

Síðastliðinn fimmtudag héldu fulltrúar í Ferðamálaráði, ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra, til Seyðisfjarðar. Tilgangurinn var að skoða nýju Norrænu og þá glæsilegu aðstöðu sem byggð hefur verið fyrir móttöku hennar, ásamt því að kynna sér aðra uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Fróðlegur dagurDagurinn hófst með því að fylgst var með þegar Norræna lagðist að bryggju við hina nýju og glæsilegu hafnaraðstöðu sem gerð var sérstaklega fyrir skipið. Þá var Norræna og skoðuð í fylgd Jónasar Hallgrímssonar , framkvæmdastjóra Austfars og yfirmanna skipsins. Með í för voru einnig Tryggvi Harðarson bæjarstjóri og ferðaþjónustuaðailar á svæðinu. Að skoðunarferð lokinni var fundað með heimamönnum um borð í skipinu og síðan farið í kynnisferð um bæinn þar sem menn fræddust um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað að undanförnu á sviði ferðaþjónustu, m.a. gistiaðstöðu, söfn o.fl. "Þetta var afar fróðlegur dagur og gaman að sjá og kynnast því mikla uppbyggingarstarfi sem þarna hefur verið unnið. Það kom fram hjá heimamönnum að þeir merkja þegar greinilegan árangur af því," segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.  
Lesa meira

Gistnóttum í júní fjölgar um 4 þúsund á milli ára

Hagstofan hefur gefið út tölur um gistinætur á hótelum í júnímánuði síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinæturnar 101 þúsund á móti 97 þúsund í júní árið 2002. Þetta er fjölgun um 4 þúsund gistinætur eða 4%. Fækkun fyrir norðanAukningin mældist mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 11%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 9% og um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 1.200 eða 11% og á Suðurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru um 3% færri nú í ár en í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 4%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Meira talnaefni er á vef Hagstofunnar.  
Lesa meira

Herbergjanýting í júlí

Meira talnaefni er á vef HagstofunnarTekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar sýnir að herbergjanýting á 3 og 4 stjörnu hótelum í Reykjavík var 79% í nýliðnum júlímánuði en nýtingin hefur verið 85-89% síðustu þrjú árin. Meðalverð lækkar ennfremur frá júlímánuði í fyrra. Sama var uppi á teningnum í júní sl. og er því ljóst að tekjur á herbergi í sumar hafa stórlækkað. Eins og áður hefur komið fram má rekja lækkunina til mikillar fjölgunar herbergja í ofangreindum hótelflokkum. Beðið er eftir upplýsingum fyrir júlí frá hótelum úti á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttabréfi SAF sem kom út í dag en það er aðgengilegt á vef samtakanna.  
Lesa meira

Til leiðbeiningar við merkingu gönguleiða

Gönguferðir njóta sívaxandi vinsælda og ýmsir aðilar, svo sem sveitarfélög, ferðafélög og fleiri, beita sér árlega fyrir merkingu gönguleiða. Vert er að benda þeim sem hyggja á skipulagningu og merkingu gönguleiða á leiðbeiningarrit Ferðamálaráðs Íslands um þetta efni. Framkvæmd - gerð - efnisval - upplýsingar - ábyrgðÍ ritinu eru teknar upplýsingar um frágang og umbúnað á ferðamannastöðum, gerð er grein fyrir framkvæmdaröð og kvöðum af hálfu opinberra stofnana og hvert beri að snúa sér með fyrirspurnir. Helstu áherslur í bæklinginum eru í fyrsta lagi varðandi framkvæmd merkinga á gönguleiðum, gerð þeirra og efnisval, í öðru lagi hvaða upplýsingar þær eiga að veita, og að lokum hver ábyrgð umsjónaraðila er. Meginefnið er fengið með úttekt á fullbúnum framkvæmdum, mati á notagildi þeirra og notkunarsviði, einnig eru skýringar í máli og myndum. Gefin eru dæmi um hönnunarlausnir, efnisnotkun og kostnaðaráætlanir. Stílað inn á samræmingu merkinga"Markmiðið með þessu riti er fyrst og fremst að þeir aðilar sem standa í úrbótum og framkvæmdum á ferðamannastöðum geti fengið upplýsingar um lágmarkskröfur sem gerðar eru til framkvæmda. Einnig er ekki síst verið að stíla inn á samræmingu merkinga," segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs. Leiðbeiningarritið er aðgengilegt hér á vefnum og nú hefur verið bætt við útgáfu sem auðvelt er að prenta út. Smellið hér fyrir fræðslurit Ferðamálaráðs.  
Lesa meira

Einar Gústavsson gestur Lou Dobbs á CNN

Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, var í gærkvöld gestur hins heimsfræga þáttastjórnenda Lou Dobbs á CNN, sem er ein af goðsögnunum í amerísku sjónvarpi. Milljónir áhorfenda horfa daglega þátt hans "Lou Dobbs Tonight" sem nýtur mikillar virðingar fyrir vandaða umfjöllun um þau mál sem hæst ber í þjóðlífinu vestan hafs og á alþjóðavettvangi hverju sinni. Að þessu sinni var rætt um ferðamál og þær hremmingar sem ferðaþjónustan hefur mátt þola síðustu misseri.  
Lesa meira

Bergþór Ólason ráðinn aðtoðarmaður samgönguráðherra

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur ráðið Bergþór Ólason sem aðstoðarmann og mun hann hefja störf á morgun, 1. ágúst. Bergþór er að ljúka B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Undanfarið ár hefur Bergþór starfað sem ráðgjafi hjá Lýsingu hf. en þar á undan starfaði hann hjá Heklu hf. Bergþór hefur setið í stjórn SUS síðan 1999 og var formaður Egils, Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi, á árunum 1997-1999. Hann var formaður Íslandsdeildar NESU (samtök norrænna viðskipta- og hagfræðinema) 1999-2000 og í stjórn Mágusar, félags viðskiptafræðinema, 1999-2000.  
Lesa meira

Margföldunaráhrif ferðaverðlaunanna

Útnefning Íslands sem "Uppáhalds Evrópulandið" heldur áfram að skila sér í auknum áhuga á landi og þjóð. Nú síðast tilkynnti Orginal Travel, sigurvegarinn í flokknum "Besti ferðabæklingurinn" að ákveðið hefði verið að bæta Íslandi inn sem áfangastað í bæklingi næsta árs. Aukinn áhugi fjölmiðlaBresku fjölmiðlarnir The Guardian og The Observer hafa eins og fram hefur komið staðið að veitingu þessara eftirsóttu verðlauna undanfarin 17 ár en þau byggja á áliti lesenda. "Við finnum greinilega fyrir fjölgun fyrirspurna sem rekja má beint til verðlaunanna. Sérstaklega á það við um breska markaðinn. Þeir sem fylgjast með því sem gerist í ferðageiranum vita allir af sigri Íslands. Þetta hefur t.d. haft þau áhrif að áhugi fjölmiðla á að koma til Íslands til skrifa greinar og taka upp sjónvarpsefni hefur stóraukist. Ég get nefnt sem dæmi BBC Science, CNN Traveller og MTV Networks Europe. Fjölmiðlaumfjöllunin mun síðan skila enn öflugri kynningu fyrir landið þannig að segja má að svona útnefning hafi margföldunaráhrif," segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands.  
Lesa meira