Fara í efni

Fyrirlestur um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Á mánudaginn kemur, þann 1. september, kl. 15-17 mun kanadískur prófessor halda fyrirlestur um umhverfisvæna ferðaþjónustu og það sem er dulið í landslaginu svo sem álfa o.fl.

Fjarfundir á 5 stöðum
Fyrirlesturinn verður fluttur í Bratta, fundarsal Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er aðgangseyrir 500 krónur. Fjarfundir verða auk þess á Sauðárkróki (Farskólanum við Faxatorg), Ísafirði (Atvinnuþróunarfélaginu), Akureyri (Sólborg stofa L-202), Egilsstöðum (Fræðslunetinu) og Höfn (FAS). Fyrirlesturinn er á vegum Ferðaþjónustu bænda, Hólaskóla og Byggðastofnunar.

Virtur fræðimaður og fyrirlesari
Fyrirlesarinn, dr. James Butler, er prófessor í verndunarlíffræði villtra dýrategunda og garða við Háskólann í Alberta í Kanada og kallast fyrirlestur hans "The Changing World of Eco-tourism and the Sacredness of Nature, and the Hidden Landscape of Elves, Gnomes and Fairies." Dr. Butler hefur ferðast út um allan heim í tengslum við starf sitt, verið ráðgefandi aðili í umhverfisvænni ferðaþjónustu og frá árinu 2001 unnið að ELFEN (Elemental Life-Form Encounters in Nature) verkefninu. Þessa tvo málaflokka fléttar hann saman í einn fyrirlestur. Nánari upplýsingar um fjarfundina er að finna á heimasíðu Hólaskóla eða í síma 570-2700. Allir eru velkomnir.