Fréttir

Samstarfsaðilar og styrkþegar - Kynningarfundir

Ferðamálráð Íslands auglýsti fyrir nokkru síðan eftir samstarfsaðilum að markaðs- og kynningarmálum í ferðaþjónustu og eftir umsóknum um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum. Nú er boðið til kynningarfunda um viðkomandi samstarf og styrki. Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum. Dags. 7. janúar 2004 kl. 10:00:Staður: Kornhlöðuloftið, Reykjavík Dags. 7. janúar 2004 kl. 14:00:Á Byggðabrúnni á eftirfarandi stöðum: BorgarnesSímenntunarmiðstöðin á VesturlandiBorgarbraut 11 ÍsafjörðurFræðslumiðstöð VestfjarðaEyrargata 2-4 AkureyriSímenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEYÞórsstíg 4, 2 hæð EgilsstaðirFræðslunet AusturlandsTjarnarbraut 39 Höfn í HornafirðiNýheimarLitlubrú 2 SelfossFræðslunet SuðurlandsAusturvegi 56 Allir er málið varðar velkomnir. Nánari upplýsingar um samstarf í markaðs- og kynningarmálum Nánari upplýsingar um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum  
Lesa meira

Verkefni um viðburðaskipti styrkt af Norðurslóðaáætluninni

Tvö verkefni með íslenskum þátttakendum fengu brautargengi hjá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins að þessu sinni og koma vestfirskir aðilar að þeim báðum. Nýtt verkefni um viðburðaskiptiEins greint hefur verið frá tekur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða þátt í Evrópuverkefni um græna ferðamennsku og síðan eru Ísafjarðarbær og Héraðsnefnd Snæfellinga meðal þátttakenda í nýju verkefni um svokölluð viðburðaskipti sem ber nafnið "Usevenue". Auk þeirra taka þátt sveitarfélögin Storuman í Svíþjóð, Aviemore í Skotlandi og Hyrynsalmi í Finnlandi en þaðan er hugmyndin að verkefninu komin. Viðburðum miðlað á milli svæðaRúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Ásthildur Sturludóttir, atvinnuráðgjafi á Vesturlandi, segja ætlunina að miðla á milli svæðanna viðburðum sem reynst hafi vel á hverjum stað og fara í samstarf um þróun nýrra viðburða. Auk þess sé markmið verkefnisins m.a. að auka þekkingu á skipulagningu viðburða og byggja upp jákvæða ímynd íbúa af heimabyggðum sínum. Allar byggðirnar séu fremur smáar og þær eigi við svipuð vandamál að stríða, m.a. stutt ferðamannatímabil og fjarlægð frá markaði. Því fylgi að fjárfestingar séu illa nýttar stóran hluta ársins. Vinna megi gegn þessu með því að byggja upp viðburði á jaðartímum ferðaþjónustunnar. Kynning og aðstoð við markaðssetningu og þróunarstarfFjölmargir árlegir viðburðir eru haldnir í Ísafjarðarbæ og á Snæfellsnesi og segjast Rúnar Óli og Ásthildur því telja að sveitarfélögin hafi upp á margt að bjóða í samstarfinu. Einnig sé fjöldi annarra viðburða sem eiga möguleika á að vaxa með réttri kynningu og skipulagningu. Ásthildur segir marga viðburði á svæðinu ekki þurfa svo mikla aukningu í aðsókn til að geta orðið sjálfbærir. "Þessu verkefni er ætlað að kynna viðburði, aðstoða heimamenn við markaðssetningu og þróunarstarf auk þess að efla núverandi viðburði í gegnum alþjóðlegt samstarfsnet. Þar kemur fjöldi fagmanna að með hugmyndir og miðla af sinni reynslu, enda sjá betur augu en auga". 5.000 manns í mýrafótbolta!Áætlað er að verkefnið standi yfir í þrjú ár. Rúnar segir marga viðburði, víða um lönd, njóta vaxandi aðsóknar sem vafalítið þættu fremur geggjaðir að óreyndu, t.d. keppni í svokölluðum mýrafótbolta en um 5.000 þátttakendur komu til samstarfsbæjarins Hyrynsalmi til að iðka þessa sérstæðu íþrótt síðasta sumar. Nú er svo komið að mótið getur ekki tekið á móti fleiri þátttakendum og vilja Finnarnir gera það að keppnisröð víðar í Evrópu að sögn Rúnars.  
Lesa meira

Fjölmenni á ráðstefnu um hvataferðir

Ríflega 300 gestir hvaðanæva úr heiminum auk fjölda Íslendinga sátu árlega ráðstefnu SITE um hvataferðir, fundi og ráðstefnuhald sem haldin var á Nordica-hótelinu 3.-7. desember slíðastliðinn. SITE, Society of Incentive & Travel Executives, eru alþjóðleg samtök sérfræðinga á sviði hvataferða og gafst því einstakt tækifæri til að sýna það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Flugleiðahótelin báru ábyrgð á ráðstefnunni sem var að mestu leyti markaðssett af höfuðstöðvum samtakanna í Bandaríkjunum en einnig var verkefnastjórn að störfum hér á landi. Meðal bakhjarla ráðstefnunnar voru bæði ríki og borg en fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóginn.  
Lesa meira

Samningur um eflingu rannsókna á sviði ferðamennsku

Ferðamálaráð og Ferðamálasetur Íslands hafa gengið frá samningi sem hefur að markmiði að efla enn frekar rannsóknir og þróun á sviði ferðaþjónustu og ferðamennsku. Ferðamálasetur Íslands var stofnað í september 1999. Það er til húsa í húsnæði Háskólans á Akureyri á Sólborg en stofnunin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Ferðamálasetrið er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Markmið stofnunarinnar er m.a. að efla rannsóknir og menntun á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál. Helstu verkefni snúast um rannsóknir í faginu, samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, útgáfu fræðirita og kynningarbæklinga, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og að gangast fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fyrirlestrum í ferðamálafræðum. Í áðurnefndum samningi kemur fram að Ferðamálaráð leggur Ferðamálasetrinu til ákveðna fjárupphæð mánaðarlega vegna rannsókna eða þróunarverkefna í ferðaþjónustu. Er m.a. kveðið á um að stofnanirnar vinni sameiginlega áætlun um hvers konar rannsóknir og/eða þróunarverkefni sem Ferðamálasetrið vinni á næstu mánuðum.  
Lesa meira

Nýtt útlit á vef Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum

Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum hefur opnað nýtt útlit á vefsvæði sínu. Vefurinn er sérstaklega hannaður með þarfir Norður-Ameríkumarkaðar í huga og er án efa einn fjölsóttasti ferðavefurinn um Ísland. Á vefnum má m.a.  finna ýmsar upplýsingar um land og þjóð, fréttir frá Íslandi og tilvísanir í umfjöllun fjölmiðla um landið.  Þá hefur verið útbúin vefútgáfa af Íslandsbæklingi Ferðamálaráðs fyrir Norður-Ameríkumarkað og er hann aðgengilegur á vefnum. Slóðin er www.icelandtouristboard.com
Lesa meira

Greifinn eignarhaldsfélag kaupir Hótel KEA og Hótel Hörpu

Síðastliðinn föstudag var gengið frá kaupum Greifans eignarhaldsfélags á Hótel KEA og Hótel Hörpu á Akureyri. Félagið hefur um nokkurt skeið haft rekstur þessara hótela með höndum en kaupir nú húsnæði þeirra með öllu tilheyrandi. Hótel KEA er næstelsta hótel landsins og er fyrir löngu orðið eitt af kennileitum Akureyrar. Veitingastaður, 5 hótel og ráðstefnusalirRekstur Greifans er umfangsmikill en þrjú dótturfélög eru í eigu Greifans eignarhaldsfélags hf. Upphafið má rekja aftur til 27. janúar 1989 þegar fyrirtækið hóf veitingarekstur í Hafnarstræti 100 á Akureyri. Sumarið 1990 var fyrirtækið flutt í Glerárgötu 20 og hafinn rekstur veitingahúss undir nafni Greifans. Í ársbyrjun 1998 urðu kaflaskil í sögu félagsins en þá tók það á leigu allan veitingarekstur á Hótel KEA. Félagið er nú með í rekstri veitingastaðinn Greifann, með sæti fyrir 150 gesti og fimm hótel með samtals 226 herbergi, auk veitinga- og ráðstefnusala fyrir allt að 300 manns. Auk ofangreindra tveggja hótela er um að ræða Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Björk í Reykjavík og Hótel Gíg í Mývatnssveit. Reglulegur starfsmannafjöldi félaganna er um 150 manns. Seljendur húsnæðisins eru Kaldbakur hf., KER hf., VÍS hf. og Flutningar ehf. Um verulega fjárfestingu er að ræða, eða um 500 milljónir króna, eftir því sem fram kemur í frétt af kaupunum.  
Lesa meira

Upplýsingavefur fyrir samkynhneigða ferðamenn

Opnaður hefur verið nýr upplýsinga- og ferðavefur fyrir samkynhneigða. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum hans kemur fram að á vefnum verði hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar um flest sem snýr að ferðalögum til Íslands, svo sem gistimöguleika, afþreyingu, menningu og listir, samgöngur, áhugaverð staði og fleira. Fram kemur að helstu markmið vefsins séu að: Vera leiðandi í miðlun upplýsinga til samkynhneigðra um Ísland og það sem landið hefur uppá að bjóða með áherslu á menningu og náttúru landsins Vekja áhuga samkynhneigðra á Íslandi sem spennandi valkosti til að ferðast til og auka líkurnar á því að samkynhneigðir velji Ísland sem áfangastað Veita gagnalegar upplýsingar til þeirra sem hyggja á ferðalög til Íslands, svo sem upplýsingar um samgöngur, staðhætti, menningu og fleira sem nauðsynlegt er fyrir ferðafólk að vita Þá verður á vefnum reynt að gera menningu samkynhneigðra á Íslandi góð skil, t.d. að veita upplýsingar og fróðleik um samkynhneigða á Íslandi, upplýsingar um félagasamtök homma og lesbía og upplýsingar um gay-staði, svo sem kaffihús, bari, klúbba, uppákomur, listamenn, listalíf og fleira. Vefurinn verður til að byrja með einungis á ensku. Sjá nánar.  
Lesa meira

Fjárfestingin skilar góðum arði

Í grein Magnúsar Oddsonar ferðamálastjóra í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, 13. desember, fjallaði hann m.a. um hvernig stóraukin fjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu undanfarin misseri hefði ekki einungis skilað okkur auknum umsvifum á öllum sviðum heldur einnig hefði beinn arður stjórnvalda af þeirri fjárfestingu verið góður. Í greininni kemur fram að hann gerir ráð fyrir því miðað við fyrirliggjandi tölur Seðlabankans að neysla erlendra ferðamanna hér á landi skili þjóðarbúinu um 1.800 milljónum króna meiri gjaldeyristekjum en í fyrra. Segir í greininni að gera megi ráð fyrir að heildarneysla erlendra gesta muni skila þjóðinni 25 milljarða gjaldeyristekjum í ár sem er meira en nokkru sinni fyrr. Þá kemur einnig fram að aukning í umsvifum hér á landi á þessu ári er hlutfallslega verulega meiri en í samkeppnis- og nágrannalöndum okkar, þar sem t.d. öll önnur Norðurlönd eru með samdrátt það sem af er árinu. Lesa greinina í heild.  
Lesa meira

Af vettvangi Félags ferðamálafulltrúa

Nýlega var haldinn ársfundur Félags ferðamálafulltrúa á Íslandi, FFÍ. Félagsmenn eru ríflega 20 talsins en aðild að FFÍ geta átt ferðamálafulltrúar eða þeir aðilar sem vinna að ferðamálum á vegum eða í tengslum við sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög, þjóðgarða og samtök er vinna að uppbyggingu ferðamála sem og forstöðumenn upplýsingamiðstöðva. Alþjóðlegt samstarfFFÍ er aðili að EUTO European Union of Tourist Officers, sem eru Evrópusamtök, eins konar regnhlífarsamtök aðildarfélaga með um 1.800 félaga frá ýmsum löndum. Skilgreiningin á Tourist Officer er töluvert víðari en íslenska heitið ferðamálafulltrúi, að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur, formanns FFÍ. "Um er að ræða fólk sem starfar að ferðamálum á breiðum grundvelli, flest í opinbera geiranum, hjá ferðamálaráðum eða svæðisbundnum yfirvöldum ferðamála. Meginmarkmið EUTO er að mynda tengslanet og miðla faglegri þekkingu, líkt og FFÍ, en jafnframt er hlutverk EUTO að hafa áhrif á ákvarðanatöku og umræðu um ferðamál á Evrópuvettvangi. Hvert aðildarland á einn fulltrúa í stjórn EUTO og er það formaður FFÍ fyrir Íslands hönd segir Ásborg. Ráðstefna EUTO haldin hér á landiHelstu verkefni FFÍ á komandi starfsári eru að sögn Ásborgar tvö. Annars vegar árleg ráðstefna EUTO sem haldin verður í Reykjavík 1.-5.september 2004, með meginþemað "Adventure and Nature Tourism". Hins vegar er það Evrópuverkefni, en félag ferðamálafulltrúa á Íslandi og fleiri aðildarlönd hafa unnið saman styrkumsókn í umfangsmikið verkefni á sviði starfsþjálfunar og endurmenntunar, VoTAP Vocational Training and Advisory Partnership. Gott samstarfÁsborg segir FFÍ hafa átt mjög gott samstarf við Byggðastofnun, Samgönguráðuneyti og Ferðamálaráð og á vefsíðunum Byggðastofnunar og hér á vefnum má finna upplýsingar um félagið. Stjórn félagsins skipa, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, formaður; Auróra Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja, gjaldkeri og Haukur Suska-Garðarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi A.-Húnavatnssýslu, ritari.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir nóvember

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa birt tekjukönnun sína fyrir nóvember. Nýting er almennt slakari en á sama tíma í fyrra, sem væntalega skýrist m.a. af auknu framboði, en meðalverð á herbergi hefur hækkað. Reykjavík Meðalnýting 51,95%. Meðalverð kr. 6.186. Tekjur á framboðið herbergi kr. 96.404.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 52,95% Kr. 3.8261997 52,27% Kr. 3.7451998 59,26% Kr. 3.6851999 57,73% Kr. 4.274. Tekjur á framboðið herbergi kr. 76.487.2000 70,28% Kr. 5.182. Tekjur á framboðið herbergi kr. 112.907.2001 55,74% Kr. 5.206. Tekjur á framboðið herbergi kr. 89.951.2002 61,31% Kr. 5.528. Tekjur á framboðið herbergi kr. 105.070.Samkvæmt tölum Ferðamálaráðs komu 22% fleiri ferðamenn til landsins í síðastliðnum mánuði en í nóvember 2002. Það er aukning um 2.730. Slakari nýtingu má sennilega rekja bæði til aukins framboðs gistirýmis og eins að tilhneiging er að ferðamenn dvelji skemur en áður. Munar um hvern dag þegar dvölin er tveir til fjórir dagar, segir í frétt frá SAF. Landsbyggðin Meðalnýting 17,97 Meðalverð kr. 7.211. Tekjur á framboðið herbergi kr. 38.875.Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 28,29% Kr. 3.9301997 22,58% Kr. 3.8951998 26,65% Kr. 4.2401999 21,05 % Kr. 4.646. Tekjur á framboðið herbergi kr. 29.342.2000 24,26 % Kr. 4.767. Tekjur á framboðið herbergi kr. 34.693.2001 19,91 % Kr. 4.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.318.2002 21,19 % Kr. 6.811. Tekjur á framboðið herbergi kr. 43.292.Verð upp á við. Það er eini ljósi punkturinn í þessu. Þetta er þó að sveiflast um nokkur prósent og þegar gestafjöldinn er jafn lítill og raun ber vitni þá getur einn hópur skipt miklu. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 10,97%. Meðalverð kr. 5.124. Tekjur á framboðið herbergi kr. 16.866.Til samburðar koma fyrri ár:1996 32,60% Kr. 3.0471997 18,29% Kr. 3.3151998 18,59% Kr. 3.6521999 12,26% Kr. 4.308. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.842.2000 12,00% Kr. 4.329. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.590.2001 10,84% Kr. 4.504. Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.643.2002 13,59% Kr. 4.732. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.290.  
Lesa meira