Fara í efni

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2003

Myvatn2
Myvatn2

Á Ferðamálaráðstefnunni sem haldin verður í Mývatnssveit 16. október nk. verða umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs veitt, eins og venja er. Hugmyndin að baki verðlaununum er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum, fyrirtækjum eða einstaklingum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hvatning til ferðaþjónustuaðila
Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálaráðs að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra um að huga betur að umhverfinu og styrkja þannig framtíð greinarinnar.

Allir geta sent inn tilnefningar
Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til umhverfisverðlauna og þurfa þær að hafa borist umhverfisfulltrúa Ferðamálaráðs fyrir 15. september nk. Tilnefningar má senda með tölvupósti á netfangið valur@icetourist.is eða til Ferðamálaráðs Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri og þar eru einnig veittar nánari upplýsingar.

Meðfylgjandi er gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar verið er að velja þá sem tilnefndir verða. Gátlistinn er í pdf-formi og auðvelt að prenta hann út. Opna GÁTLISTA (pdf 84 KB)

Frekari upplýsingar, m.a. lista yfir þá sem hlotið hafa umhverfisverðlaunin frá upphafi, má finna undir liðnum Umhverfismál/Umhverfisverðlaun hér á vefnum.