Fréttir

Bestir á Netinu

Ferðaverðlaunin World Travel Awards voru afhent við hátíðlega athöfn á Plaza-hótelinu í New York í síðasta mánuði. Þetta var í 10. sinn sem verðlaunin voru afhent en þau eru mjög yfirgripsmikil og taka til um 100 flokka. Of langt mál væri að telja þá alla upp hér en til gamans eru hér birtar niðurstöður úr flokknum ?The very best of travel technology? sem einkum snýr að ýmsu því sem tengist ferðaþjónustu og Internetinu. Úrslitin í heild sinni má nálgast hér. World's Leading CRS/GDS SystemSabre World's Leading Hotel Reservation ServicePegasus Solutions RezView World's Leading Travel Internet SiteTravelocity World's Leading Airline Internet SiteAmerican Airlines World's Leading Hotel Group Internet SiteFairmont World's Leading Hotel Internet Site Hotel de Russie World's Leading Cruises Internet Site Carnival Cruise Lines World's Leading Destination Internet SiteBritain World's Leading Tourism Authority Internet SiteAustralia World's Leading Tour Operator Internet SiteKuoni Travel World's Leading Responsible Tourism Internet SiteResponsibletravel.com Innovation AwardSabre - The automated Miscellaneous Charges Order (MCO) World's Leading Travel Technology ProviderSabre Travel Solutions World's Leading Internet Booking Engine Technology ProviderDatalex World's Leading Business Travel e-Procurement Solutions ProviderGet There World's Leading Provider of Communications SolutionsAT&T World's Leading High Speed Inflight Internet Service ProviderConnexion By Boeing World's Leading Use of Inflight TechnologyCathay Pacific World's Leading Mobile Wireless Technology ProviderBT Openzone World's Leading Provider of High-Speed Internet AccessBT Broadband World's Leading Broadband Travel Site Virtually the World  
Lesa meira

Áætlun samgönguráðuneytisins á formennskuári í Norðurlandaráði

Á næsta ári mun Ísland vera í formennsku í Norðurlandaráði og hefur samgönguráðuneytið í fyrsta sinn birt formennskuáætlun sína í sérstökum bæklingi. Á þeim vettvangi er sjónum manna í auknum mæli beint að ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein ef rétt er á málum haldið. Samgönguráðuneytið leggur m.a. áherslu á að á þessum vettvangi verði stuðlað að gerð samnorrænnar stefnumótunar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Á vef samgönugráðuneytisins má fræðast nánar um áætlunina, m.a. nálgast umræddan bækling sem er á dönsku.  
Lesa meira

Ferðamálaráð Íslands og 14 íslensk fyrirtæki á einni stærstu ferðasýningu í heimi

Í síðustu viku stóð yfir hin árlega ferðasýning World Travel Market í London en hún er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimi. Ferðamálaráð Íslands var á meðal þátttakenda líkt og undanfarin ár ásamt 14 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Sýningin þótti takast vel og var gott hljóð í íslensku sýnendunum að henni lokinni. Sýningin var  haldin í annað sinn í nýrri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Öll aðstaða til sýningarhalds er eins og best verður á kosið og sýningarhöllin sjálf er mikið mannvirki, rúmir 2 km að lengd. Hver fermetri var þó nýttur til hins ýtrasta enda koma þarna saman yfir 5.000 sýnendur frá um 190 löndum. Heildarfjöldi þátttakenda, að starfsfólki sýningarinnar meðtöldu, er á bilinu 45-50 þúsund enda var álagið á samgöngukerfi svæðisins gríðarlegt. Markmiðið að skapa viðskiptiSigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs á Bretlandi, hefur sótt World Travel Market nokkur undanfarin ár. Hún segir að vel hafi tekist til í ár að sínu mati. ?Ég er mjög ánægð með hvað það var mikið að gera á íslenska sýningarsvæðinu og sérstaklega ánægjulegt hvað miðvikudagurinn, sem er opinn fyrir almenning, kom sterkt inn í ár. Markmiðið með svona sýningu er auðvitað fyrst og fremst að skapa viðskipti fyrir íslenska ferðaþjónustu og ég heyri ekki annað á íslensku þátttakendunum en að þeir séu ánægðir með árangurinn. Miðað við sýninguna í fyrra þá fannst mér sýningin nú enn betri. Við fengum mun betri stað í sýningarhöllinni í ár. Í fyrra voru  ýmsar ytri aðstæður sýningunni óhagstæðar m.a. vegna ástandsins í heimsmálunum og síðan settu verkföll í Bretlandi allt úr skorðum. Nú voru allar aðstæður til fyrirmyndar og sýningarhöllin sjálf auðvitað alveg frábær,? segir Sigrún. Samstarf NorðurlandannaÁ undanförnum árum hefur verið haft samstarf við hin Norðurlöndin um leigu á sameiginlegu sýningarsvæði og gerð sameiginlegs sýningarbáss. Sigrún segir að þetta  fyrirkomulag verði tekið til endurskoðunar fljótlega eftir áramót, en þá verður haldinn fundur í Reykjavík með fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum þar sem árangur síðustu sýningar verður ræddur og tekin ákvörðun um næstu sýningu. 14 íslensk fyrirtækiSem fyrr segir tóku 14 íslensk fyrirtæki þátt í World Travel Market í ár sem sýnendur. Þetta voru Avis bílaleiga, Bláa Lónið, Destination Iceland, Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugfélag Íslands, Flugleiðahótelin og Hótel Edda, Hótel Borg, Höfuðborgarstofa, Iceland Excursions Allrahanda, Iceland Express, Icelandair, Radisson SAS Hótel Saga og Smyril Line. Mjög ánægður með árangurinnLúðvík Georgsson, svæðisstjóri alþjóðasviðs Iceland Express, segist mög ánægður með árangur sýningarinnar. ?Við hjá Iceland Express vorum þarna að taka þátt í fyrsta skipti og vissum þ.a.l. ekki alveg á hverju við máttum eiga von. En það var mjög mikið að gera hjá okkur allan tímann og til okkur voru m.a. að koma nýir aðilar sem ekki hafa verið að bjóða upp á ferðir til Íslands hingað til. Fólk er virkilega að átta sig á að með lágum fargjöldum hafa opnast fleiri valkostir í ferðum til landsins. Einnig var ég ánægður með þann jákvæða anda og bjartsýni sem mér fannst ríkja á sýningunni í garð ferðaþjónustu á Íslandi. Fólk innan greinarinnar hefur virkilega tekið eftir þeirri aukningu sem orðið hefur á ferðum til landsins. Vindarnir blása því norður nú um stundir. Vissulega var ansi þröngt um okkur í íslenska básnum og stundum erfitt fyrir alla að komast fyrir með viðskiptavinum sínum en það lögðust allir á eitt um að vera jákvæðir og láta hlutina ganga upp,? segir Lúðvík. Hann segist því telja fulla ástæðu til bjartsýni hjá Iceland Express fyrir komandi mánuði en sem kunnugt er hefur félagið tilkynnt að frá 1. apríl muni það fjölga ferðum um helming. Þannig mun það fljúga tvisvar á dag bæði til London og Kaupmannahafnar. Undirbúningurinn skiptir öllu máliFerðaskrifstofa Íslands / Iceland Travel hefur tekið þátt í World Travel Market mörg undanfarin ár og segist Sigrún H. Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, telja þetta með betri sýningum sem haldnar eru. ?Við erum afar ánægð með árangurinn, eins og jafnan áður, og það var aldrei spurning í okkar huga hvort við ættum að vera með eða ekki. Mér þótti sýningin núna fara frekar hægt af stað, sem voru smá vonbrigði, en hún tók síðan vel við sér. Það sem skiptir öllu máli í sambandi við svona sýningu er að vera búin að undirbúa sig vel, hafa samband við viðskiptavini fyrir fram og láta vita af sér. Það þýðir ekki að mæta og halda að fólk streymi inn í básinn þinn. Þannig gerast hlutirnir ekki. Við hjá Ferðaskrifstofu Íslands vinnum þetta mjög markvisst sem ég tel að sé að skila okkur góðum árangri. Það kostar líka mikla fjármuni að taka þátt í slíkum sýningum, þannig að afraksturinn þarf að réttlæta útlátin. Varðandi kostnað við þátttöku í sýningunni segist Sigrún hafa heyrt þá umræðu að líkast til væri ódýrara fyrir Ísland að vera með sér bás, frekar en í samstarfi með hinum Norðurlöndunum eins og verið hefur. Hún segist þó þeirrar skoðunar að halda eigi samstarfi Norðurlandanna áfram og jafnvel nýta það á fleiri sviðum. ?Ég hef þá tilfinningu að samstarfið sé að skila okkur verulegum ávinningi,? segir Sigrún. Myndir frá WTM 2003  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir október

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður fyrir október úr mánaðarlegri tekjukönnun sinni á meðal hótela um allt land. Góður viðsnúningur í Reykjavík Meðalnýting hótela í Reykjavík var 66,95% í október, meðalverð á herbergi kr. 6.670 og tekjur á framboðið herbergi kr. 138.435. Þetta er góður viðsnúningur frá fyrra ári og sé litið á hina miklu aukningu sem átt hefur sér stað í framboði er þetta glæsilegur árangur. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 55,89% Kr. 4.6751997 58,52% Kr. 4.1201998 61,39% Kr. 4.6191999 73,32%. Kr. 5.022. Tekjur á framboðið herbergi kr. 114.257.2000 71,97%. Kr. 5.653. Tekjur á framboðið herbergi kr. 126.118.2001 70,21%. Kr. 6.164. Tekjur á framboðið herbergi kr. 134.169.2002 61,79%. Kr. 6.427. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.106. Landsbyggðin Meðalnýting á landsbyggðinni var 30,33%, meðalverð kr. 6.294 og tekjur á framboðið herbergi kr. 59.173. Nýtingin er að ná fyrri stöðu en verð er heldur lægra en í fyrra. "Það fer að læðast að manni grunur um að þessi afar góðu verð sem náðust í fyrra hafi verið heppni," segir Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 48,33% Kr. 3.8931997 28,67% Kr. 4.7501998 30,58% Kr. 3.9301999 32,80% Kr. 5.046. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.302.2000 24,66% Kr. 5.325. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.723.2001 32,41% Kr. 5.843. Tekjur á framboðið herbergi kr. 58.696.2002 28,22% Kr. 7.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 67.732. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Að gististöðum á Akureyri og Keflavík slepptum var meðalnýting á landsbyggðinni 20,12% í október. Meðalverð var kr. 4.901 og tekjur á framboðið herbergi kr. 30.576. "Þetta er að potast upp á við og vonandi verður framhald á," segir Þorleifur. Til samburðar koma fyrri ár:1996 34,85% Kr. 3.8931997 23,04% Kr. 3.9421998 25,78% Kr. 3.7431999 18,17% Kr. 3.941. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.200.2000 13,54% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.791.2001 19,28%. Kr. 4.013. Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.985.2002 19,12%. Kr. 4.858. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.791. Sjá nánar á heimasíðu SAF.  
Lesa meira

Áning 2004 komin út

Gististaðabæklingurinn Áning 2004 er kominn út hjá útgáfufélaginu Heimi. Þetta er í tíunda sinn sem Áning kemur út en í ritinu auglýsa 287 gististaðir 104 tjaldsvæði og 66 sundstaðir þjónustu sína. Auk þess er fjöldi bæja- og landshlutakorta í bæklingnum. Í frétt frá Heimi kemur fram að Áning er nú gefin út stærra upplagi en nokkur sinni fyrr, eða í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku, og er dreift ókeypis á upplýsingamiðstöðvum, hótel-og gistiheimilum og á öllum helstu ferðamannastöðum á landinu. Þar að auki er bæklingnum dreift erlendis og jafnframt birtist hann í vefútgáfu. Ritstjóri er María Guðmundsdóttir. Hægt er að panta bæklinginn á heimasíðu útgáfufélagsins.  
Lesa meira

Norræna mun hefja áætlunarferðir til Seyðisfjarðar í janúar

Á færeyska fréttavefnum olivant.fo í dag kemur fram að frá 10. janúar næstkomandi mun Norræna hefja vikulegar áætlunarferðir til Íslands. Hingað til hefur ferjan sem kunnugt er aðeins siglt til Seyðisfjarðar yfir sumarmánuðina. Siglt verður frá Þórshöfn til Seyðisfjarðar alla mánudaga. Þá er ákveðið að skipið hefji einnig áætlunarsiglingar á milli Bergen og Hanstholm.  
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Næstkomandi föstudag og laugardag, 21. og 22. nóvember, halda Ferðamálasamtök Íslands (FSÍ) aðalfund sinn. Fundurinn er að þessu sinni haldinn á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ. Samstarf um námskeiðahaldAuk venjulegra aðalfundarstarfa verða ýmis mál tekin til umræðu. "Meðal umræðuefna verður samstarfsverkefni FSÍ og nokkurra fyrirtækja og stofnana sem vinna á í vetur með ferðaþjónustuaðilum um allt land. Verkefnið felst í að halda námskeið á 15 stöðum og munu þau fjalla um áætlanagerð, bókhald, fjármögnun og bankaviðskipti. Þetta er mjög brýnt verkefni og mun koma sér vel fyrir meginþorra allra fyrirtækja í ferðaþjónustu vítt og breytt um landið. Samstarfsverkefnið er tilkomið vegna umræðunnar innan ferðaþjónustunnar um skort á nægu þolinmóðu áhættufjármagni og lægri vöxtum til að gera fyrirtækjum kleift að þróast og dafna á sínum fyrstu árum," segir Pétur Rafnsson, formaður FSÍ. Samstarf á svæðumFyrirlesarar á aðalfundinum verða fjórir og munu þeir ræða staðbundna ferðaþjónustu, stöðu hennar og möguleika til framtíðar og ekki síst nauðsynlegt samstarf á svæðum til að fyrirtækjum takist að komast yfir erfiðasta hjallann og auka arðsemi sína nægilega til að eiga fyrir sér þá framtíð sem nýtast mun þeim sjálfum og ferðaþjónustunni í heild. "Ísland er örmarkaður í ferðaþjónustu heimsins, hvað þá heldur einstakir landshlutar og svæði. Þess vegna skiptir sköpum hvernig samstaðan er í hverjum landshluta og hversu mikla grein menn gera sér fyrir mikilvægi ferðaþjónustu síns svæðis," segir Pétur. Þá mun ferðamálastjóri á fundinum taka saman stöðu ferðaþjónustunnar ári 2003 og horfa fram á veginn. Dagskrá fundarins. Föstudagur 21. nóvember.Fundarstjóri: Anna G. Sverrisdóttir, Bláa Lóninu Kl.: 12:00 Skráning í gistingu á Hótel KeflavíkKl.: 13:00 Aðalfundur FSÍ haldinn á veitingastaðnum Ránni                 Afhending fundargagnaKl.: 13:30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka ÍslandsKl.: 13:45 Ávarp samgönguráðherra Sturlu BöðvarssonarKl.: 14:00 Undirritun samstarfssamnings um námskeiðahald FSÍ og fl..Kl.: 14:30 Ferðaþjónusta á Reykjanesi                Árni Sigfússon, bæjarstjóri ReykjanesbæjarKl.: 14:45 FyrirspurnirKl.: 15:15 KaffihléKl.: 15:45 Aðalfundarstörf skv. lögum FSÍKl.: 18:30 Skoðunarferð í ReykjanesbæKl.: 20:00 Léttar veitingar í boði bæjarstjórnarKl.: 20:30 Kvöldverður og kvöldvaka Laugardagur 22. nóvember.Fundarstjóri: Steinþór Jónsson, Hótel Keflavík Kl.: 09:30 Ferðaþjónusta í dreifbýli - Einar K. Guðfinnsson,                 form. Ferðamálaráðs ÍslandsKl.: 10:00 Ástand og horfur í lok sumars - Magnús Oddsson,                ferðamálastjóri.Kl.: 10:30 Samstarf og aukin arðsemi - Jón Karl Ólafsson,                form. SAFKl.: 11:00 Umræður og fundarslit. Skráning á fundinn og bókun herbergja er á Hótel Keflavík í síma 420-7000  
Lesa meira

Athyglisverðar gistináttatölur Hagstofunnar

Hagstofan sendi í vikunni frá sér tölur um fjölda gistinátta í september síðastliðnum og einnig fyrir annan ársfjórðung 2003, þ.e. maí til ágúst. Margt athyglisvert kemur fram í þessum tölum. September með 10% aukninguGistinætur á hótelum í septembermánuði síðastliðnum voru 78 þúsund á móti 71 þúsundi í september árið 2002. Þetta er 10% aukning á milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra en þar var aukningin 25% og á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinóttum fjölgaði um 18%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði þeim um 7%, á Suðurlandi um 6% og á Austurlandi um 5%. Gistinóttum útlendinga á hótelum í september fjölgaði um 10% milli ára meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 5%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Áhugavert er að sjá mikla aukningu á Norðurlandi en hún mun m.a. eiga sér skýringar í komu stórrar sendinefndar frá Kanada sem dvaldi á Akureyri í nokkra daga. 9% aukning yfir sumarmánuðinaGistinætur á hótelum og gistiheimilum mánuðina maí - ágúst 2003 voru 841 þúsund, en þær voru 775 þúsund fyrir sama tímabil í fyrra. Aukningin fyrir sumarmánuðina er því 9% á milli ára.Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 10% en gistinóttum Íslendinga um 3%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum, þar sem fækkun gistinátta var um 7%. Á tímabilinu fjölgaði gistinóttum á Vesturlandi hvað mest og fóru þær úr 54 þúsundum í 69 þúsund, sem er um 28% aukning milli ára. Á Suðurlandi var aukningin 11% þessa mánuði, fóru úr 116 þúsundum í 129 þúsund. Gistinætur á Austurlandi töldust 101 þúsund mánuðina maí - ágúst en voru 93 þúsund árið 2002 og jukust þar með um 9% milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu var aukningin milli ára 7%, þar sem gistináttafjöldinn fór úr 320 þúsundum í 344 þúsund. Aukningin á Norðurlandi vestra og eystra var 5% í hvorum landshluta fyrir sig. Á Norðurlandi vestra voru gistinæturnar 26 þúsund, en voru 25 þúsund á sama tímabili í fyrra. Á Norðurlandi eystra fór gistináttafjöldinn úr 122 þúsund í 128 þúsund milli ára. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Meiri aukning á landsbyggðinniMagnús Oddsson ferðamálastjóri segir tölur Hagstofunnar einkar áhugaverðar og í ljósi umræðu sem borið hefur á í þá veru að aukin umsvif í ferðamennsku hafi einkum skilað sér á höfuðborgarsvæðinu, sé athyglisvert að hlutfallslega hafi aukningin einmitt verið meiri út á landi. Séu árin 2001 og 2002 borin saman sé þannig 2,6% aukning í gistingu á höfuðborgarssvæðinu á meðan gisting á landsbyggðinni hafi aukist um 11,7% Fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs (sem er lágönn) hafi höfuðborgarsvæðið verið með um 5% aukningu á meðan gisting á landsbyggðinni jókst um 8%. Og eins og kom fram hér að ofan þá var aukning á öllum landssvæðum í gistinóttum á hótelum í september sl., mest fyrir norðan og vestan.  
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum

Á fundi Ferðamálaráðs Íslands fyrir skömmu var samþykkt nýtt verklag varðandi útdeilingu þeirra fjármuna sem varið er til umhverfismála af hálfu stofnunarinnar. Meginbreytingin felst í því að bróðurparti fjármunanna verði úthlutað í styrkjaformi og hefur nú verið auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2004 samkvæmt þessu nýja verklagi. Um 300 milljónum króna verið úthlutað á umliðnum árumEitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu og liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Til þessa hefur fjármununum Ferðamálaráðs verið tvískipt. Um fimmtungi þeirra hefur verið úthlutað í formi tiltölulega lágra styrkja en afganginum verið varið til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum þar sem Ferðamálaráð hefur sjálft séð um framkvæmdir í samvinnu við fleiri aðila, svo sem Vegagerðina, Umhverfisstofnun og sveitarfélög á viðkomandi stað. Á umliðnum árum hefur Ferðamálaráð Íslands þannig lagt um 300 milljónir króna til uppbyggingar á ferðamannastöðum víðsvegar um land. Um 40 milljónir - 3 meginflokkarNú verður hins vegar sem fyrr er sagt bróðurparti fjármunanna úthlutað í styrkjaformi. Með þessari nýju leið er verið að leitast við að nýta sem best útsjónarsemi þeirra sem að viðkomandi verki standa og um leið að auka ábyrgð þeirra. Í auglýsingu Ferðamálaráðs Íslands um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2004 kemur fram að úthlutað verður um 40 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka: 1. Til minni verkefna:Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu gönguleiða. Eingöngu verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. Til ráðstöfunar eru samtals um 10 milljónir króna. 2. Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum:Veittir verða styrkir til tveggja stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Til ráðstöfunar eru samtals um 15 milljónir króna. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: Um verði að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. Einungis verða styrkt svæði þar sem fullnaðarhönnun liggur fyrir. Ferðamálaráð áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálaráðs og styrkþega. 3. Til uppbyggingar á nýjum svæðum:Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Til ráðstöfunar eru samtals um 15 milljónir króna. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% afframkvæmdakostnaði. Einungis verða styrkt svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Hluti af styrkupphæð Ferðamálaráðs getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. Ferðamálaráð áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálaráðs og styrkþega. Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. Umsóknarfrestur:Umsóknafrestur er til 16. janúar 2004 Hvar ber að sækja um:Umsóknir berist með vefpósti, umsóknareyðublöð má finna hér á vefnum. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti valur@icetourist.is Upphæðir þær sem hér að framan eru nefndar eru háðar samþykkis Alþingis á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004  
Lesa meira

Fræðslufundur um Green Globe 21

Hér má sjá erindið í PDF-skjali.  
Lesa meira