Fréttir

Ný stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nú er hafinn undirbúningur að nýrri stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu 2005- 2015. Frá árinu 1996 hefur ferðaþjónustan unnið eftir stefnumótun sem nær til ársins 2005. Samgönguráðherra hefur á undanförnum misserum látið vinna mikla undirbúningsvinnu sem lögð verður til grundvallar við gerð umræddrar stefnumótunar. Þar má m.a. nefna skýrslur um menningartengda ferðaþjónustu, heilsutengda ferðaþjónustu, Auðlindin Ísland og nú síðast skýrsla framtíðarnefndar ferðaþjónustunnar. Samgönguráðherra hefur nú ritað ferðamálastjóra bréf þar sem hann felur honum "að hefja undirbúning að gerð nýrrar stefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu er nái fram til ársins 2015," eins og segir orðrétt. Mikið og krefjandi verkefniMagnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir að þetta sé mikið og krefjandi verkefni og gaman að takast á við það nú öðru sinni. "Fyrsta heildarstefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu af hálfu stjórnvalda var unnin á árunum 1995-1996 og nær hún fram til ársins 2005. Ég var formaður stýrihópsins sem stjórnaði þeirri vinnu og við unnum þetta með fjölmörgum undirhópum sem sáu um afmarkaða þætti. Alls komu þá um 200 manns að þeirri vinnu með formlegum hætti. Síðan hefur Ferðamálaráð unnið að framkvæmd þeirrar stefnumótunar sem hefur verið mjög ánægjulegt verkefni í samstarfi við greinina. Nú mun ég nota sumarmánuðina til að undirbúa gerð næstu stefnumótunar í samræmi við það sem segir í bréfi samgönguráðherra; stefnumótun sem ætlað er að verða vegvísir fyrir greinina næstu 10 árin," segir Magnús.  
Lesa meira

Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri

Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins frá og með 1. júní nk. Tekur hún við af Halldóri S. Kristjánssyni, sem hefur verið staðgengill Jóns Birgis Jónssonar ráðuneytisstjóra frá áramótum. Ragnhildur er fædd í Reykjavík árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1979 og stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við Institut Internationales de Haute Études í Genf á árunum 1979 til 1981. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1985. Ragnhildur gegndi lögmannsstörfum áður en hún varð fulltrúi í samgönguráðuneytinu 1983, deildarstjóri í sama ráðuneyti 1984 og 1988 varð hún skrifstofustjóri ráðuneytisins. Ragnhildur hefur gegnt mörgum tímabundnum nefndarstörfum.  
Lesa meira

Ferðamál í nýjum stjórnarsáttmála

Eins og vart hefur farið framhjá landsmönnum tekur ný ríksisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum í dag. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í báðum flokkum í gær og tilkynnt um ráðherra. Sturla Böðvarsson verður áfram samgönuráðherra og þar með ráðherra ferðamála. Athygli vekur að í þeim kafla stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem fjallar um ferðamál er Ferðamálaráðs sérstaklega getið. Orðrétt segir að markmið flokkanna hvað varðar ferðamál séu: "Að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er. Greininni verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og í samkeppnislöndunum. Ferðamálaráð vinni náið með aðilum í greininni að markaðsstarfi og framþróun með það að markmiði að þjónusta við ferðamenn verði heilsársatvinnugrein og skapi þannig fleiri örugg og vel launuð störf."  
Lesa meira

Samgöngur í tölum 2003

Samgönguráðuneytið gaf á dögunum út tölfræðibækling sem ber nafnið "Samgöngur í tölum 2003". Í honum hafa verið teknar saman nokkrar athyglisverðar staðreyndir um samgöngur og settar fram í mydrænu formi. Í bæklingnum er gerður ýmis samanburður og sýnd þróun ýmissa atriða í þeim málaflokkum sem falla undir samgönguráðuneytið, þ.e. í ferðamálum, vegamálum, flugmálum og siglingamálum, auk fjarskiptamála. Þá er ritinu ætlað að auðvelda almenningi að setja sig í samband við ráðuneytið og stofnanir þess því í kverinu er yfirlit yfir stofnanir samgönguráðuneytisins auk upplýsinga um póst- og netfang þeirra ofl.  
Lesa meira

Heimasíða Vestnorden 2003

Opnuð hefur verið heimasíða fyrir Vestnorden ferðakaupstefnuna sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum 15.-17. september næstkomandi. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðin 20 ár og er hún haldin í september á hverju ári. Hún hefur undanfarið verið haldin á Íslandi annað hvort ár en hitt árið til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Markmiðið með ferðakaupstefnunni er að kynna þeim aðilum úti í heimi, sem selja ferðir til Íslands, Grænlands og Færeyja, það helsta sem er í boði í þessum þremur löndum í ferðaþjónustu. Kaupstefnan í Færeyjum verður sú 18. í röðinni.
Lesa meira

Katla Travel stofnar fyrirtæki á Íslandi

Katla Travel GmbH, sem undanfarin ár hefur verið stór aðili í sölu Íslandsferða í Þýskalandi og Austurríki, hefur stofnað fyrirtæki um starfsemi félagsins á Íslandi. Að því er fram kemur í frétt frá félaginu er ástæðan aukin umsvif á íslenskum ferðamarkaði og hagstætt skattaumhverfi. Katla Travel reiknar með því að farþegar í orlofsferðum til Íslands á vegum fyrirtækisins verði tvöfalt fleiri í sumar en síðastliðið ár. Katla Travel GmbH var stofnað í Þýskalandi árið 1997 og voru þá gerðir samningar við stórar ferðaskristofur, Troll Tours og Neckermann, um sölu á Íslandsferðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum til Íslands frá þýskumælandi svæðum Evrópu og rekur skrifstofur í Munchen og Reykjavík. Að sögn Péturs Óskarssonar, framkvæmdastjóra Katla Travel felst sérstaða fyrirtækisins í tvennu, þekkingu á þýsku markaðsumhverfi og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Hann segir að á síðustu árum hafi farþegum á vegum fyrirtækisins í Íslandsferðum fjölgað mjög en á síðasta ári voru flugsæti 6.700 en verða 16.700 í ár. Mikil fjölgun hafi bæði orðið í skipulögðum hópferðum og einstaklingsferðum, en í ár er von á hátt á fjórða þúsund farþega í hótelferðir miðað við tæplega 2000 í fyrra. Langflestir viðskiptavina Katla Travel eru Þjóðverjar, en einnig nær markaðssvæði fyrirtækisins til Austurríkis. Katla Travel hefur átt árangursríkt samstarf við Neckermann - sem er vörumerki Thomas Cook ferðaskrifstofunnar og dótturfyrirtæki þess, Troll Tours. Með samstarfinu nýtur Katla Travel hagkvæmni stærðarinnar en Thomas Cook rekur rúmlega sextán þúsund umboðsferðaskriftstofur á þýska markaðnum sem rúmlega sextíu þúsund starfsmenn. Pétur segir að Katla Travel fari eigin leiðir við flutning gesta til landsins og nýti sér frelsi í þeim efnum til fulls. "Á þróuðum mörkuðum eins og Þýskalandi eru það fyrst og fremst þýsk leiguflugfélög sem koma með ferðamenn í orlofsferðir til landsins", segir Pétur og nefnir að hjá Aero Lloyd 2002 hafi tæplega 90% farþeganna til Íslands verið erlendir ferðamenn á leið í orlofsferðir. Pétur segir að ætla megi að markaðshlutdeild þýsku flugfélaganna árið 2003 í flutningi þýskra og austurrískra ferðamanna með beinu flugi til landsins sé nálægt 60% á ársgrundvelli og fari vaxandi. "Ferðir flugfélaganna á þessu ári spanna fimm mánaða tímabil frá 1. maí til septemberloka", segir Pétur. "Og mér finnst rétt að minna á að þýsku leiguflugfélögin flytja þá ferðamenn til landsins sem hvað dýrmætastir eru fyrir ferðaþjónustuna í heild og sérstaklega fyrir landsbyggðina. Þjóðverjar og Austurríkismenn eru meðal fimm efstu þjóða þegar skoðað er hvaða ferðamenn ferðast mest um landið. Þeir dvelja líka að meðaltali lengst á Íslandi, aðallega á fimm dýrustu mánuðum ársins, og gefa því mest af sér til greinarinnar og í þjóðarbúið".  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF í apríl og fyrsti ársþriðjungur 2003

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun fyrir aprílmánuð og einnig samantekt fyrir fyrsta ársþriðjung 2003. Könnunin byggir á tölum 10 gististaða í Reykjavík og 10 á landsbyggðinni. Reykjavík Meðalnýting í apríl var 60,57%, meðalverð kr. 5.909 og tekjur á framboðið herbergi kr. 107.384. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 56,31% Kr. 4.7621997 61,24% Kr. 4.3351998 60,49% Kr. 4.4491999 70,62% Kr. 4.442 Tekjur á framboðið herbergi kr. 94.2082000 72,52% Kr. 4.931 Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.279.2001 70,16% Kr. 5.414. Tekjur á framboðið herbergi kr. 113.957.2002 70,20% Kr. 5.862. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.457. Ef tölur fyrri ára eru skoðaðar sést að um nokkurn samdrátt er að ræða en Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, segir ekki einfalt að henda reiður á hvað valdi. "Samdrátturinn í seldum herbergjum er nokkur eða úr 22.789 í fyrra í 21,052 hjá sömu hótelum nú, eða um 7,6%. Það hefur hinsvegar orðið aukning á framboðinu sem lætur nýtingartöluna lækka meira. Heildartekjurnar hafa líka dalað, en minna, eða um 6,7% enda hafa meðalverð aðeins nuddast upp á við," segir Þorleifur. Hann bendir á að sé horft til talna um umferð á Keflavíkurflugvelli þá er hún umtalsvert meiri en á sama mánuði í fyrra. Komum fjölgaði úr 34.606 í 46.653 eða um 34,81%. Það sem af er árinu hefur komum fjölgað um 22,4%. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum sl. föstudag sýna talningar Ferðamálaráðs að erlendum ferðamönnum í apríl fjölgaði um 7,5% miðað við apríl í fyrra og um 9,3% ef mars og apríl eru teknir saman. LandsbyggðinMeðalnýting í apríl var 25,86%, meðalverð kr. 7.171 og tekjur á framboðið herbergi kr. 55.675. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 33,10% Kr. 3.1081997 40,25% Kr. 3.2691998 33,08% Kr. 3.1441999 28,18% Kr. 4.408 Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.5222000 30,30% Kr. 3.998. Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.343.2001 31,22% Kr. 4.830. Tekjur á framboðið herbergi kr. 45.234.2002 29,28% Kr. 5.886. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.689. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting í apríl var 15,09%, meðalverð kr. 4.734 og tekjur á framboðið herbergi kr. 16.456. Til samburðar koma fyrri ár:1996 27,33% Kr. 3.3021997 39,14% Kr. 2.8361998 24,07% Kr. 2.9521999 21%% Kr. 3.697 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.3862000 18,94% Kr. 3.395. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.294.2001 16,42% Kr. 4.288. Tekjur á framboðið herbergi kr. 21.127.2002 15,88% Kr. 5.462. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.020.Þorleifur Þór bendir á að þær sveiflur sem eru í Reykjavík virðast ekki ná út á land. Þær hafa áhrif í Keflavík og Akureyri en minna á hinum stöðunum. Þegar þróunin til lengri tíma er skoðuð segir hann ljóst að verulega muni um bættar samgöngur, tækniþróun í samskiptum og samruna í verslun hvað varðar ferðir ýmiskonar "farandverkamanna" sem annars voru uppistaðan í nýtingu á mörgum landsbyggðahótelum. M.ö.o. virðist sem ýmsir sem áður ferðuðust um landið starfs síns vegna, þurfi þess ekki lengur. Fyrsti ársþriðjungur 2003, janúar til og með aprílHafið ber í huga að samanburður við eldri kannanir SVG frá 1998 og fyrr er ekki að fullu marktækur vegna breyttra aðferða en gefur þó góða vísbendingu Reykjavík 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Meðalverð 3.444 3.719 3.963 3.898 4.607 5.072 5.476 5.638 Meðalnýting 47,77% 50,08% 51,00% 59,44% 59,78 % 61,62% 59,51% 51,40% Tekjur á framb.herb. 187.959 216.837 242.596 278.023 333.262 378.140 391.094 345.750 Landsbyggð 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Meðalverð 3.489 3.274 3.208 4.459 4.248 4.850 5.742 6.183 Meðalnýting 26,22% 30,90% 24,69% 18,77% 21,79% 21,84% 22,95% 21,62% Tekjur á framb.herb. 105.677 119.046 96.086 100.437 112.897 128.181 159.482 160.340 Landsb -AEY/KEF 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Meðalverð 3.303 2.971 3.168 3.922 3.724 4.196 5.445 4.693 Meðalnýting 23,33% 28,99% 25,17% 15% 14% 12,31% 11,79% 11,08% Tekjur á framb.herb. 88.975 101.337 71.423 70.175 60.830 61.978 77.016 62.409  
Lesa meira

Niðurstöður umsókna um samstarf vegna auglýsinga á íslenskri ferðaþjónustu

Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Umsóknir voru 30 talsins og flestar uppfylltu skilyrði um samstarf um auglýsingar. Í boði voru 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 0,5 milljónir kr. í hvert verkefni og 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs er 1,0 milljón í hvert verkefni. Samtals 15 milljónir kr. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og þeir sem leggja meira fram hafa forgang. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 20 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls kr. 31 milljónir og að viðbættum 15 millj kr. frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin því kr. 46 milljónir kr. Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði: Hvalaskoðunarsamtök ÍslandsFjörukráin FosshótelHótel ReykholtBorgfirðingahátíðMarkaðsráð Húsavíkur og nágrennisEfling Stykkishólms Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði: Hótel KeflavíkSportferðir hf HöfuðborgarstofaHótel ÍsafjörðurSæferðir hfBláa LóniðSBK hfUpplýsingamiðstöð FerðamálaÍshestarMarkaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi Þá var ákveðið að ganga til samstarfs við 3 umsækjendur til viðbótar sem sóttu um 1,0 milljón kr. framlag en fengu ekki. Þeim er boðið samstarf um 0,5 milljóna mótframlag Ferðamálaráðs. En það er sá hluti 0,5 millj. kr verkefna sem ekki kom til úthlutunar. Þessir aðilar eru: Hópbílar hfUpplýsingamiðstöð HafnarfjarðarHlíðarfjall  
Lesa meira

Komur ferðamanna í apríl - Fjölgun á milli ára

Samkvæmt talningu á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands fjölgaði þeim um 7,5% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Mest aukning var frá Bretlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Þýskalandsmarkaður er einnig að koma til og þaðan var fjölgun ferðamanna í apríl eftir fækkun í mars. Nokkur fækkun var frá Bandaríkjunum en þó mun minni en í mars. Einnig er fækkun frá Hollandi og Svíþjóð. Vert er að hafa í huga að í ár voru páskar í apríl en í mars í fyrra. Það er því betri samanburður að taka þessa tvo mánuði saman. Séu mars og apríl samanlagt bornir saman er um að ræða 9,3% fjölgun ferðamanna á milli ára. Vöxturinn er mestur að höfðatölu frá Bretlandi, Noregi, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Hollandi, Finnland og Ítalíu, í þessari röð. Færri gestir komu hins vegar frá Bandaríkjunum Þýskalandi, Sviss og Japan í mars og apríl í ár, sé miðað við sömu mánuði í fyrra. Nánari samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu.     2002 2003   Mars Apríl Mars Apríl Bandaríkin 4.238 3.286 2.969 2.838 Bretland 3.401 5.156 3.812 5.840 Danmörk 1.329 1.159 1.532 1.664 Finnland 414 643 545 702 Frakkland 660 687 1.072 880 Holland 611 680 1.146 480 Ísland 16.966 16.655 19.640 25.490 Ítalía 102 96 159 196 Japan 282 178 259 146 Kanada 181 111 134 185 Noregur 1.459 1.771 2.064 1.982 Spánn 77 145 105 120 Sviss 170 103 126 91 Svíþjóð 1.241 2.404 2.004 2.227 Þýskaland 1.264 947 1.001 1.009 Önnur þjóðerni 1.221 1.674 1.609 2.105 Samtals: 33.616 35.695 38.177 45.955  
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Undanfarin ár hefur Ferðamálaráð Íslands staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og verður svo einnig í ár. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 2. júní nk. í Kornhlöðunni, Bernhöftstorfu í Reykjavík. Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð stöðvanna verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Dagskráin er sem hér segir: 12.45 - 13.00Skráning þátttakenda. Afhending gagna 13.00 - 13.15Af hverju upplýsingamiðstöðvar og fyrir hverja?Elías Bj Gíslason, Ferðamálaráði Íslands 13.15 - 14.15Daglegt starf á upplýsingamiðstöð.Davíð Samúelsson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands. 14.15 - 14.45Kaffi 14.45 - 16.00Þú, sem skiptir máli! Viðmót og framkoma starfsmanna upplýsingamiðstöðvaTómas Guðmundsson 16.15Heimsókn í Höfuðborgarstofu 17.00Námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist í síma 461- 2915 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 30. maí nk.  
Lesa meira