Fréttir

Svæðið við Hraunfossa og Barnafoss opnað eftir endurbætur

Á um liðnum árum hefur Ferðamálaráð Íslands unnið að uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum víðsvegar um land. Eitt af þessum svæðum er Hraunfossar og Barnafoss í Borgarfjarðarsveit. Í gær opnaði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, svæðið með formlegum hætti og þá var einnig undirritaður samningur á milli Ferðamálaráðs og Borgarfjarðarsveitar, þar sem Borgarfjarðarsveit tekur að sér allt viðhald á þeim mannvirkjum sem Ferðamáráð hefur látið koma fyrir á svæðinu. Framkvæmdir á 39 stöðumNú er rétt um áratugur síðan Ferðamálaráð Íslands hóf undirbúning að fyrstu framkvæmdunum á sínum vegum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur Ferðamálaráð staðið fyrir eða komið að framkvæmdum á 39 stöðum og varið til þess tæplega 245 milljónum króna á núvirði. Slæmt ástandÁningarstaðurinn við Hraunfossa var einn þeirra staða sem Ferðamálaráð réðist fyrst til atlögu við árið 1995. Þá var ástandið vægast sagt slæmt. Áníðsla landsins var þannig að gróðureyðing á bökkum árinnar var komin á hættustig, gróðurþekja var nánast horfin og trjágróður að fara sömu leið. Á öðrum stöðum í landinu gekk sauðfé þannig að nær enginn trjágróður þreifst þar. Einhverjar tilraunir höfðu verið gerðar á árunum á undan til að spyrna við fótum. Reynt var að afmarka leiðir, brúa læki og loka óæskilegum leiðum en mjög takmörkuðu fjármagni hafði verið varið til framkvæmdanna og ljóst var að mun meira þurfti til svo hægt væri að koma böndum á vandann. Unnið í nokkrum áföngumByrjað var á að hanna og gera framkvæmdaáætlun fyrir svæðið. Framkvæmdir hófust síðan sem fyrr segir árið 1995 og fólust í stuttu máli í því að Vegagerðin byggði nýtt bílastæði, um svæðið voru lagðir stígar sem geta tekið við þeim fjölda ferðamanna sem þar fer um og stór útsýnispallur byggður á þeim stað þar sem helst eru teknar myndir og mest gróðureyðing var. Nokkrum árum síðar var farið í lokafrágang á svæðinu og þá byggð hreinlætisaðstaða og komið fyrir þjónustuhúsi sem tekið verður í notkun í vor. Síðastliðið haust og í vetur var síðan lögð lokahönd á verkið. Þá var meðal annars gengið frá afmörkun á bílastæði og aðkomutorgi. Einnig hefur gönguleiðin handan árinnar verið gerð aðgengileg með tröppum og stíg inn á hraunið, nýr útsýnispallur var gerður við Barnafoss og óæskilegum slóðum lokað í þeim tilgangi að vernda umhverfið og auka öryggi ferðamanna. Hönnun gönguleiða og mannvirkja hefur verið í höndum Halldórs Jóhannssonar, landslagsarkitekts og framkvæmdir í höndum fyrirtækja Ingólfs Jóhannssonar skrúðgarðyrkjumeistara og Þorsteins Guðmundssonar vélaverktaka og starfsmanna þeirra. Kynning á starfi Ferðamálaráðs að umhverfismálumVið athöfnina í gær var einnig kynnt það starf sem Ferðamálaráð Íslands sinnir á sviði umhverfismála. Af því tilefni var gefið út lítið upplýsingarit og má nálgast það hér á vefnum. Ritið er í pdf-formi (opnast í Acrobat Reader). Smellið hér  
Lesa meira

Ferðatorg 2003 um komandi helgi

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning fyrir sýninguna Ferðatorg 2003 sem haldin verður í Vetrargarði Smáralindar um komandi helgi 2.-4. maí nk. Þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin en í fyrra heimsóttu hana yfir 20.000 manns og þykir sýnt að þessi viðburður er kominn til að vera. Að sýningunni standa Ferðamálasamtök Íslands með góðum stuðningi samgönguráðuneytisins. Innan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll taka þátt í sýningunni. Aðrir sýnendur eru Landmælingar Íslands, Vegagerðin, UMFÍ, Landsvirkjun, Ferðaþjónusta bænda, Umhverfisstofnun, Flugfélag Íslands, og Bandalag íslenskra farfugla. Ferðatorginu er ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem að er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Skipulög dagskrá verður meira og minna alla helgina og er um að ræða atriði sem að koma úr öllum héruðum landsins. Skipulag og framkvæmd Ferðatorgsins 2003 er í höndum Sýninga ehf., KOM ehf. og Samskipta ehf. í samvinnu við Ferðamálasamtök Íslands. Auk þess hefur Smáralind stutt við bakið á þessu verkefni með góðu samstarfi. meðfylgjandi mynd er frá Ferðatorgi 2002.  
Lesa meira

Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Í morgun hófst áætlunarflug Grænlandsflugs á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, og Peter Grönvold Samuelsen, stjórnarformaður Grænlandsflugs, opnuðu með táknrænum hætti þessa nýju flugleið á milli Íslands og Danmerkur en þeir voru jafnframt í hópi fyrstu farþega. Grænlandsflug  mun fljúga tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, á mánudögum og fimmtudögum. Flogið verður frá Kaupmannahöfn kl. 9.45 að staðartíma og lent kl. 10.45 á Akureyri. Frá Akureyri verður flogið kl. 12 og lent í Kaupmannahöfn kl. 16.45 að staðartíma. Fjölmargir mættu á Akureyrarflugvöll í morgun til að fagna þessum áfanga og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Er ljóst að ferðaþjónustuaðilar horfa til þess að flugið munu efla ferðaþjónustu, bæði á Norðurlandi og á landsvísu.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á Akureyrarflugvelli í morgun og er hægt að smella á þær til að sjá stærri útgáfu. Skoða myndir
Lesa meira

Fjölmenni fagnaði nýrri Norrænu

Mikið var um dýrðir á Seyðisfirði sl. þriðjudag þegar ný Norræna lagðist þar að bryggju í fyrsta sinn og var fjöldi manns mættur til að fagna komu ferjunnar. Um nokkurs konar reynsluferð var að ræða en reglulegar áætlunarferðir hingað til lands hefjast 15. maí nk. Norræna var fljótari í ferðum frá Færeyjum en ráð var fyrir gert og reyndist skipið í alla staði vel. Um algera byltingu er að ræða því eins og fram hefur komið er nýja Norræna meira en tvöfalt stærri en sú gamla. Skipið er 165 metrar á lengd, ber 1.500 farþega og allt að 800 bíla. Vegna stærðar skipsins þurfti að ráðast í verulegar hafnarbætur á þeim stöðum sem það siglir til og á Seyðisfirði er búið að búa til nýja höfn fyrir um 600 milljónir króna. Nýja ferjulægið er m.a. með 15 metra háum turni með landgangi svo farþegar ganga um borð innan dyra. Íslenska ríkið greiðir 80%  byggingarkostnaðar við nýju hafnaraðstöðuna og Hafnarsjóður Seyðisfjarðar 20%. Á Seyðisfirði og í nærliggjandi byggðalögum ríkir eftirvænting vegna tilkomu nýrrar Norrænu. Stóraukinn áhugi er á að ferðast með skipinu um Atlantshafið og er gert ráð fyrir að um 25.000 farþegar komi með því til Seyðisfjarðar á þessu ár. Er það um 50% aukning frá síðasta ári.   Glæsileg aðstaða um borðÖll aðstaða um borð er sérlega glæsileg. Í skipinu eru sjö tegundir íbúða. Þar er að finna íþróttaaðstöðu og sundlaug, veglega veitingasali, bari og dansstað, fundaaðstöðu og verslanir af ýmsu tagi, svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig hugsað fyrir afþreyingu fyrir börnin með leiktækjasölum og fleiru. Því ætti öllum að geta liðið vel um borð í nýju Norrænu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við komu skipsins og hægt er að smella á þær til að sjá stærri útgáfu. Skoða myndir  
Lesa meira

Fjöldi ferðamanna í mars - skipt eftir þjóðerni

Í febrúar í fyrra hóf Ferðamálaráð Íslands talningu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð, með það fyrir augum að fá upplýsingar um skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni. Frá árinu 1949 annaðist Útlendingaeftirlitið talningar á ferðamönnum sem komu erlendis frá en í árslok 2000 var því hætt vegna Schengen samkomulagsins. Engar talningar voru í gangi árið 2001 og þar til talningar Ferðamálaráðs hófust. Tölur fyrir mars 2003 liggja nú fyrir og þar sem talningar Ferðamálaráðs eru framkvæmdar með nokkuð öðru sniði en áður tíðkaðist er nú í fyrsta sinn síðan þær hófust hægt að bera saman sömu mánuði á milli ára. Tölurnar sýna að ferðum Íslendinga í mars fjölgar um tæp 16% á milli ára og erlendum ferðamönnum um 11%. Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, er aukning frá flestum mörkuðum, einkum þó Norðurlöndum og Bretlandi. Ennfremur er góð aukning frá mörgum öðrum löndum Evrópu. Hins vegar koma færri frá Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi í marsmánuði nú en fyrir ári síðan. Hafa verður í huga við samanburð á milli ára að páskar voru í mars í fyrra. Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu. Ferðamenn í mars 2002 og 2003: Þjóðerni Fjöldi í mars ´02 Fjöldi í mars ´03 Mismunur % Ísland 16.966 19.640 2.674 15,76% Bretland 3.401 3.812 411 12,08% Bandaríkin 4.238 2.969 -1.269 -29,94% Noregur 1.459 2.064 605 41,47% Svíþjóð 1.241 2.004 763 61,48% Danmörk 1.329 1.532 203 15,27% Holland 611 1.146 535 87,56% Frakkland 660 1.072 412 62,42% Þýskaland 1.264 1.001 -263 -20,81% Finnland 414 545 131 31,64% Japan 282 259 -23 -8,16% Ítalía 102 159 57 55,88% Kanada 181 134 -47 -25,97% Sviss 170 126 -44 -25,88% Spánn 77 105 28 36,36% Önnur þjóðerni 1.221 1.609 388 31,78% Samtals 33.616 38.177 4.561 13,57%  
Lesa meira

Samkomulag um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu í gær samkomulag um verkefni í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Samkomulagið er til þriggja ára og gerir ráð fyrir 22 milljónum króna til sex verkefna á þessu ári. Jafnframt munu ráðherrarnir beita sér fyrir því að til sameiginlegra ferðaþjónustuverkefna verði veitt 40 milljónum á ári næstu tvö ár. Í byggðaáætlun 2002-2005 er ferðaþjónustu sérstaklega getið í tengslum við sóknarfæri landsbyggðarinnar í atvinnumálum. Bent er á að leggja þurfi áherslu á sérkenni hvers landshluta og á skipulagningu vaxtarsvæða. Markmiðið sé að tryggja markvissa uppbyggingu og sjálfbæra þróun greinarinnar, bæta arðsemi hennar, auka samkeppnishæfni einstakra svæða á landsbyggðinni og efla þar með íslenska ferðaþjónustu almennt. Verkefnin sex sem hljóta styrki á þessu ári eru á Vestfjörðum og Vesturlandi: Hlunnindabúskapur og sjósókn á sunnanverður Vestfjörðum. Atvinnuþróunarfélag Vestjarða í samstarfi við Minjasafnið á Hnjóti, Reykhólahrepp og Vesturbyggð. Gísla saga Súrssonar í ferðaþjónustu. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við íbúasamtök á Þingeyri, handverkshópinn Koltra, Litla leikklúbbinn á Ísafirði og áhugahóp um Gísla sögu á Bíldudal og Barðaströnd. Einnig koma Ísafjarðarbær og Vesturbyggð að verkefninu. Gullkistan, veiðar og vinnsla sjávarfangs við Djúp. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp. Vefur til markaðssetningar og eflingar þróunarverkefna. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða. Snæfellsnes, vottaður umhverfisvænn og sjálfbær áfangastaður. Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit. Menningarvefur fyrir ferðaþjónustu. Snorrastofa í Reykholti. Í byrjun árs 2004 og 2005 verður lagð fram áætlun um ný samstarfsverkefni ráðuneytanna. Undirritun samkomulagsins fór fram á fundi á Hótel Ísafirði um atvinnu- og samgöngumál.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir mars

Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína fyrir marsmánuð. Hún er sem kunnugt er byggð á tölum frá 20 hótelum, þ.e. 10 á höfuðborgarsvæðinu og 10 á landsbyggðinni. Reykjavík Hjá hótelum í Reykjavík var meðalnýting 75,18% í mars, meðalverð kr. 5.342 og tekjur á framboðið herbergi kr.129.157. Ef litið er á rauntölur þá voru tekjur 114,7 milljónir króna og seld herbergi 20.269 talsins. Í fyrra voru tekjur 123,6 milljónir króna og 22.850 seld herbergi. Ef þau 172 herbergi sem voru á Esju í könnunni í fyrra, eru sett inn í líkanið þá væri nýtingin 62,98% en var 68,12% á mars í fyrra, eins og sést í samanburðinum hér að neðan. Að sögn Þorleifs Þórs, hagfræðings SAF, virðist því sem hótel fyrir utan úrtakshópinn séu að fá til sín hærra hlutfall af gestafjölda því farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um yfir 20% eða u.þ.b. um 6.500 farþega. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 56,51% Kr. 3.6841997 57,76% Kr. 3.6611998 60,34% Kr. 3.8241999 68,10% Kr. 3.669 Tekjur á framboðið herbergi kr. 77.4482000 73,20%. Kr. 4.215 Tekjur á framboðið herbergi kr. 95.648.2001 74,15%. Kr 5.066 Tekjur á framboðið herbergi kr.116.462.2002 68,12% Kr. 5.410 Tekjur á framboðið herbergi kr.114.251. Landsbyggðin Meðalnýting var 24,07%, meðalverð kr. 6.580 og tekjur á framboðið herbergi kr. 49.098.Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 28,49% Kr. 3.4171997 34,43% Kr. 3.4531998 31,85% Kr. 3.6211999 22,04% Kr. 4.489 Tekjur á framboðið herbergi kr. 30.669 2000 26,11%. Kr. 4.153 Tekjur á framboðið herbergi kr. 33.614.2001 29,64% Kr. 4.867 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.725.2002 28,38% Kr. 5.691 Tekjur á framboðið herbergi kr. 50.072. Hafa ber í huga að í fyrra voru páskar í mars og því gott að gera á hefðbundnum "Íslendingaslóðum". Landsbyggðin án Akureyrar og KeflavíkurMeðalnýting 12,88%. Meðalverð kr. 4.714 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.829.Til samburðar koma fyrri ár:1996 28,34% Kr. 3.3271997 31,85% Kr. 3.2241998 24,34% Kr. 3.4911999 16,00% Kr. 3.860 Tekjur á framboðið herbergi kr 18.5902000 16,00% Kr. 3.570 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.988.2001 18,00% Kr. 3.955 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.470.2002 15,00% Kr. 5.854 Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.388. Hér vega þungt einstaka einingar sem hafa ekki náð upp mikilli vornýtingu, eftir því sem fram kemur hjá SAF.  
Lesa meira

Starfsemi Iceland Express fer vel af stað

Tæplega 12.000 farþegar tóku sér far með Iceland Express frá því að félagið fór í loftið 27. febrúar sl. og til loka marsmánaðar. Þetta eru þriðjungi fleiri bókanir en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlun félagsins og athygli vekur að um 40% farþega voru bókaðir erlendis, eftir því sem segir í frétt frá félaginu. Einnig segir þar að um 75% af heildarbókunum fari fram á Netinu, sem hlýtur að teljast áhugavert. Frétt Iceland Express  
Lesa meira

SAMIK auglýsir eftir umsóknum um styrki

SAMIK, samstarf Íslands og Grænlands um ferðamál, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til verkefna sem aukið geta samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu og skyldra verkefna. Styrkirnir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði viðkomandi verkefnis. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu - merktar SAMIK - fyrir 9. maí nk. á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. Allar upplýsingar þurfa að vera á dönsku eða ensku. Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætlun þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verkefnið og tilgang þess. Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir. Stefnt er á að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fyrir í byrjun júní. Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir og seinni helmingur þegar viðkomandi verkefni er lokið. Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson,stjórnarmaður SAMIK í síma 553 9799. SAMIKSamgönguráðuneytinuHafnarhúsinu v. Tryggvagötu150 ReykjavíkHeimasíða samgönguráðuneytisins    
Lesa meira

Nýtt ferðakort fyrir Vesturland og Suðurland

Landmælingar Íslands hafa nú gefið út ferðakort númer tvö í flokki nýrra ferðakorta í mælikvarða 1:250.000 og heitir það Vesturland og Suðurland. Kortið sýnir svæðið frá Snæfellsnesi suður um Reykjanes, austur að Skaftafelli og einnig drjúgan hluta hálendisins. Meðal nýjunga má nefna að við helstu ferðamannastaði eru þjónustutákn svo auðveldara sé fyrir ferðamenn að velja sér áfangastað með tilliti til þeirrar þjónustu sem sóst er eftir. Kortablaðið er stórt (86x136 cm) og í broti sem á að henta vel á ferðalögum. Kortið er unnið með stafrænum hætti sem gerir endurskoðun og útgáfu auðveldari. Á því eru yfir 6.000 örnefni, þar eru allar almennar staðfræðiupplýsingar, hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil. Þar er meðal annars að finna vegi, veganúmer, vegalengdir og bensínafgreiðslur. Merkingar eru fyrir helstu staði þar sem þjónusta er í boði fyrir ferðamenn, s.s. gisting, tjaldstæði, sundlaugar, golfvellir og svo framvegis. Á kortinu er ennfremur að finna upplýsingar um söfn, friðlýstar minjar, upplýsingamiðstöðvar, hringsjár, bæi í byggð, eyðibýli og rústir svo eitthvað sé nefnt. Skýringar eru á ensku, frönsku og þýsku, auk íslensku. Nýtt 500.000 kortÞá hafa Landmælingar gefið út nýtt heildarkort af Íslandi í mælikvarðanum 1:500.000 með hæðarskyggingu og þjónustutáknum. Hér er um að ræða mikið breytta útgáfa af þessu vinsæla korti sem kom fyrst út með eldra útliti fyrir rúmum tveimur áratugum. Það kort var endurskoðað og endurútgefið með reglulegu millibili og er söluhæsta Íslandskortið til þessa, en það hefur á þessum tíma selst í nokkuð á þriðja hundrað þúsund eintökum. Á kortinu eru sem fyrr nýjustu upplýsingar um vegi landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra upplýsinga um ferðaþjónustu, s.s. bensínafgreiðslur, gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar eru á ensku, frönsku og þýsku, auk íslensku.  
Lesa meira