Fara í efni

Málþing um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva

upplmidstod
upplmidstod

Fimmtudaginn 13. nóvember næstkomandi kl. 9.00 stendur Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi (FFÍ) fyrir málstofu um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva. Byggt er á úttekt sem gerð var í sumar á vegum FFÍ og Byggðastofnunar.

Málstofan verður haldin á Grand Hótel og hefst kl. 9.00. Þátttökugjald kr. 500 greiðist við innganginn. Kaffiveitingar innifaldar.

Dagskrá:

Kl. 9.00 Skýrsla um starfsemi upplýsingamiðstöðva
              Sigríður Elín frá Byggðastofnun kynnir niðurstöður
Kl. 9.45 Pallborðsumræður - þátttakendur verða kynntir síðar.

Fyrirspurnir og umræður að loknum pallborðsumræðum.

Nánari upplýsingar veitir Jón Halldór Jónasson, formaður Félags ferðamálafulltrúa á Íslandi, jonhalldor@hafnarfjordur.is eða í farsíma 899-0391

Þeim sem vilja kynna sér skýrsluna er bent á að hún er aðgengileg á vef Byggðastofnunar.