Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir september

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína á meðal gististaða fyrir septembermánuð síðastliðinn. Sem fyrr er byggt á upplýsingum frá 10 hótelum í höfuðborginni og 10 utan hennar.

Reykjavík
Meðalnýting gistirýmis í Reykjavík var 66,65% í september en var 76,48% fyrir ári síðan. Mikil aukning í framboði gistirýmis skýrir lægri nýtingu en ætla má að verulega aukning í komum ferðamanna vinni þarna upp á móti. Ánægjulegt er hins vegar að sjá að meðalverð hækkar úr 9.777 krónum í 10.339 krónur nú. Tekjur á framboðið herbergi í september sl. voru 206.733 krónur. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:

1996 77,12% Kr. 7.096
1997 69,37% Kr. 5.993
1998 80,02% Kr. 6.270
1999 85,36%. Kr. 7.063. Tekjur á framboðið herbergi kr. 180.854.
2000 79,80%. Kr. 8.060 Tekjur á framboðið herbergi kr. 192.960.
2001 75,39%. Kr. 8.682 Tekjur á framboðið herbergi kr. 196.356.
2002 76,48% Kr. 9.777 Tekjur á framboðið herbergi kr. 224.314.

Landsbyggðin
Meðalnýting hótela á landsbyggðinni í september var 45,10%. Meðalverð var 6.732 krónur og tekjur á framboðið herbergi 91.088 krónur. Til samanburðar koma fyrri ár:

1996 59,83% Kr. 4.309
1997 46,11% Kr. 5.921
1998 53,12% Kr. 4.354
1999 49,31%. Kr. 5.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 88.085.
2000 41,30% Kr. 5.506 Tekjur á framboðið herbergi kr. 68.215.
2001 43,29% Kr. 6.503 Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.453.
2002 49,08% Kr. 7.189 Tekjur á framboðið herbergi kr. 105.851.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Séu hótel á Akureyri og Keflavík tekin út úr tölunum fyrir landsbyggðina má merkja aukningu. Meðalnýting í september hækkaði þannig úr 37,28% í 38,67% á milli ára og meðalverð hækkaði úr 5.109 krónum í 5.685 krónur. Tekjur á framboðið herbergi voru 65.962 krónur. Til samburðar koma fyrri ár.

1996 47,10% Kr. 3.917
1997 44,62% Kr. 3.826
1998 46,80% Kr. 3.824
1999 36,36% Kr. 4.837. Tekjur á framboðið herbergi kr. 52.774.
2000 33,99% Kr. 5.212. Tekjur á framboðið herbergi kr. 53.145.
2001 33,39% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 49.626.
2002 37,28% Kr. 5.109. Tekjur á framboðið herbergi kr. 57.140.