Fréttir

Ferðamenn í október slá öll fyrri met

Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 48,5% milli ára og hefur hún ekki mælst svo mikil milli ára í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn vel yfir eina milljón
Lesa meira

Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu - Laust starf

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða sérfræðing í 100% starf. Starfið heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira

Evrópulönd einfaldi reglur um vegabréfsáritun

Evrópska ferðamálaráðið – ETC kallar eftir að Evrópulönd geri endurbætur á fyrirkomulagi vegabréfsáritana ferðafólks utan Evrópu og að framkvæmdin verði einfölduð. Telur ETC að slíkt myndi skila ferðaþjónustu í álfunni umtalsverðum ávinningi og fjölgun starfa.
Lesa meira

Erindi og upptökur frá Ferðamálaþingi 2015

Um 250 manns sóttu árlegt Ferðamálaþing sem að þessu sinni var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 28. október. Ferðamálastofa hélt þingið en yfirskriftin í ár var Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira

Viðkomustaðir og myndatökustaðir

Mynd sem Árni Geirsson hjá Alta sýndi á Ferðamálaþinginu á dögunum vakti verðskuldaða athygli en þar var hann búinn að setja saman á kort viðkomustaði sem söfnuðust í verkefninu um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar og hnitsettar ljósmyndir sem aðgengilegar eru á Flickr ljósmyndavefnum.
Lesa meira

Viðurkenningar til EDEN-gæðaáfangastaða

Á Ferðamálaþinginu í liðinni viku fengu íslensku EDEN-gæðaáfanagstaðirnir viðurkenningar sínar afhentar en Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.
Lesa meira

Vegvísir í ferðaþjónustu kynntur hringinn í kringum landið

Á næstu dögum og vikum munu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Grímur Sæmundsen formaður SAF og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF gera víðreist um landið og kynna á opnum fundum nýja Vegvísinn, stefnumörkun í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Eiga náttúruvernd og ferðaþjónusta samleið?

Rannsóknamiðstöð ferðamála, Ferðamálastofa, Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarstofa bjóða til málstofu mánudaginn 2. nóvember kl. 14-15 í anddyri Borga, rannsókna- og nýsköpunarhúsinu, við Háskólann á Akureyri. Þar heldur erindi Brent Mitchell, bandarískur sérfræðingur um þjóðgarða, friðlýst svæði og leiðir til að efla starf almennings og félagasamtaka í náttúruvernd.
Lesa meira

Norðursigling hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2015

Norðursigling á Húsavík er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2015. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin á Ferðamálaþingi í Hofi á Akureyri í dag. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því 21. árið í röð sem verðlaunin eru veitt.
Lesa meira

Bein útsending frá Ferðamálaþingi 2015

Metþátttaka er á Ferðamálaþinginu í Hofi á Akureyri á morgun. Fyrir þá sem ekki komast á staðinn verður hægt að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu.
Lesa meira