Fréttir

Þjónustugátt Ferðamálastofu opnuð

Í dag var tekið stórt skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu með opnun þjónustugáttar. Þar geta viðskiptavinir m.a. sótt um leyfi og styrki, sent inn ábendingar, fylgst með málum og komið skoðunum sínum á framfæri.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl 16:00, fimmtudaginn 22. október 2015. Ath. að umsóknafrestur hefur verið lengdur frá upphaflegri auglýsingu.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2015 - Óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2015. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira

Hjólum til framtíðar 2015 - Veljum, blöndum & njótum!

Ferðamálastofa er meðal aðila sem standa að ráðstefnunni "Hjólum til framtíðar 2015 - Veljum, blöndum & njótum" sem fram fer í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september kl. 9-16. Ráðstefnan er 5. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar og hefur ævinlega verið haldin á föstudeginum í Evrópsku samgönguvikunni.
Lesa meira

Ferðamálastofa með rafræn skil á skjölum

Ferðamálastofa hefur fengið heimild Þjóðskjalasafns Íslands til rafrænna skila á skjölum til safnsins og eru skjölin stofnunarinnar því ekki lengur vistuð á pappír. Aðeins 17 stofnanir og sveitarfélög hafa leyfi til slíks í dag en margir opinberir aðilar eru í umsóknarferli.
Lesa meira

Um 189 þúsund ferðamenn í ágúst

Um 189 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 23,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í ágúst frá því Ferðamálastofa hóf talningar.
Lesa meira

Hvað getum við gert til að efla umhverfislæsi í kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði?

Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Samtök ferðaþjónustunnar boða til umræðufundar á milli ferðaþjónustuaðila um umhverfislæsi í tengslum við kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. september kl. 10:30-12:00.
Lesa meira

Örn Þór Halldórsson ráðinn umhverfisstjóri Ferðamálastofu

Örn Þór Halldórsson verður næsti umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Rúmlega 50 umsóknir bárust um starfið sem auglýst var 10. júlí síðastliðinn.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um NATA-styrki að renna út

Við minnum að að frestur fyrir næstu umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, rennur út á miðnætti 1. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Rannsóknir á íslenskum ferðaþjónustureikningum hljóta verðlaun á alþjóðavettvangi

Dr. Cristi Frenţ, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, hlaut á dögunum verðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu um stefnumörkun í ferðaþjónustu fyrir fræðigrein sem hann kynnti og fjallar um vinnu við ferðaþjónustureikninga á Íslandi.
Lesa meira