Fréttir

Vegvísir kynntur á Ferðamálaþingi

Allt stefnir í fjölmennt Ferðamálaþing á Akureyri þann 28. október. Vert er að ganga sem fyrst frá skráningu, ekki síst til að tryggja sértilboð á flugi og gistingu. Yfirskriftin í ár er Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða - Umsóknarfrestur framlengdur til 22. október

Vegna verkfalls SFR hefur verið ákveðið að framlengja aftur frest til að skila inn umsóknum vegna styrkja frá Framkvæmdasjóði ferðamananstaða og rennur fresturinn út fimmtudaginn 22. október kl. 16. Sótt er um í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu.
Lesa meira

Tvö ný í Vakann

Tvö fyrirtæki bættust við í Vakann á dögunum. Annars vegar Ensku húsin við Langá á Mýrum, sem er fyrsta gistiheimilið í Vakanum og hins vegar South Iceland Adventure, ungt ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli.
Lesa meira

Vegna verkfalls SFR

Þjónusta Ferðamálastofu skerðist vegna verkfalls SFR sem að óbreyttu mun standa yfir frá fimmtudegi 15. október til og með þriðjudagsins 20. október.
Lesa meira

Samstarf um auknar forvarnir og öryggi í afþreyingarferðaþjónustu

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í Vakanum - gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Ferðamenn til Íslands orðnir 1 milljón á árinu

Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 39,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn yfir eina milljón.
Lesa meira

Vegvísir í ferðaþjónustu – Ný ferðamálastefna

Í dag kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýja ferðamálastefnu.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningu á Ferðamálaþing 2015

Nú er hægt að skrá sig á Ferðamálaþing 2015 og jafnframt hefur dagskrá þingsins verið kynnt. Þingið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 28. október 2015 og yfirskriftin í ár er Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira

Bláa Lónið í Vakann

Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu. Þetta eru gleðifréttir, enda um eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins að ræða.
Lesa meira

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða

Á dögunum kom út áhugavert rit sem nefnist „Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða“. Því er ætlað að skýra tengslin á milli skipulagsgerðar á svæðisvísu og þeirrar greinar sem kallast á ensku place branding eða regional branding. Á íslensku hefur greinin verið nefnd mörkun svæða, ímyndarsköpun svæða eða einfaldlega „að branda“ svæði.
Lesa meira