Fréttir

Örn Þór Halldórsson ráðinn umhverfisstjóri Ferðamálastofu

Örn Þór Halldórsson verður næsti umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Rúmlega 50 umsóknir bárust um starfið sem auglýst var 10. júlí síðastliðinn.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um NATA-styrki að renna út

Við minnum að að frestur fyrir næstu umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, rennur út á miðnætti 1. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Rannsóknir á íslenskum ferðaþjónustureikningum hljóta verðlaun á alþjóðavettvangi

Dr. Cristi Frenţ, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, hlaut á dögunum verðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu um stefnumörkun í ferðaþjónustu fyrir fræðigrein sem hann kynnti og fjallar um vinnu við ferðaþjónustureikninga á Íslandi.
Lesa meira

Ferðaþjónustan eykur hlut sinn í landsframleiðslu

Beint hlutfall ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) hefur aukist úr 3,6% árið 2009 í 4,6% árið 2013, samkvæmt tölum sem Hagstofn birti í dag. Hlutur ferðaþjónustu í VLF fór úr 56,3 milljörðum króna árið 2009 í 87,3 milljarða króna árið 2013, eða sem nemur 55% aukningu á nafnvirði. Milli áranna 2009 og 2013 hefur hlutur ferðaþjónustu af VLF vaxið nærfellt þrisvar sinnum hraðar en VLF (sem óx um 18,6%) yfir sama tímabil.
Lesa meira

Aukin kortavelta á hvern erlendan ferðamann

Enn eitt metið var slegið í greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna í síðasta mánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. Aukning í erlendri greiðslukortaveltu í júlí var 31% frá sama mánuði í fyrra og velta á hvern erlendan ferðamann jókst um 4,8% á milli ára, miðað við talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lesa meira

Evrópsk verðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar

Evrópsku verðlaunin/Europa Nostra auglýsa eftir verkefnum á sviði menningararfleifðar. Allir þeir sem starfa að menningararfleifð á einhvern hátt koma til greina.
Lesa meira

Um 180 þúsund ferðamenn í júlí

Um 180 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 25% milli ára.
Lesa meira