29.12.2015
Sem kunnugt er þá verða nú um áramótin breytingar á reglum um virðisaukaskatt. Mikilvægt er að ferðaþjónustuaðilar kynni sér hvaða áhrif breytingarnar hafa á reksturinn og geri nauðsynlegar ráðstafanir. Þeir sem ekki hafa verið á VSK skrá þurfa t.d. að skrá sig fyrir áramót til að tryggja að innskattsheimild verði til staðar.
Lesa meira
16.12.2015
Um 81.600 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 20.700 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 34,1% milli ár. Fjöldi erlendra ferðmanna er þar með kominn í um 1,2 milljónir frá áramótum.
Lesa meira
15.12.2015
Ferðamálastofa getur nú boðið umsækjendum um ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfi meiri þjónustu sem einfaldar mjög ferlið fyrir umsækjendur. Auk þess að umsóknin sjálf er nú að fullu rafræn þá getur Ferðamálastofa séð um að afla flestra þeirra vottorða sem skila þarf með, sem sannarlega sparar umsækjendum sporin.
Lesa meira
04.12.2015
Nú er í vinnslu handbók fyrir ferðaþjónustuaðila ríkja í Norður-Atlantshafi. Markmiðið er að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum. Upphaf málsins má rekja til skýrslunnar Aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum sem Norm ráðgjöf vann fyrir Ferðamálastofu fyrr á árinu.
Lesa meira
03.12.2015
Lamb Inn gistihús og Lamb Inn heimagisting hljóta viðurkenningu Vakans sem 4 stjörnu gisting og jafnframt brons-umhverfismerki Vakans. Heimagisting Lamb Inn er fyrsta heimagistinga á landinu til að hljóta viðurkenningu Vakans.
Lesa meira
01.12.2015
Í dag, 1. desember, taka gildi breytingar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerði á reglunum um bókhald og reikningsskil ferðaskrifstofa nr. 1100/2005. Breytingarnar felast í því að felld hefur verið úr gildi heimild ferðaskrifstofa til að draga áætlunarflug frá tekjum við sölu alferða við útreikning á tryggingarfjárhæð. Allt flug ber því að taka með í útreikning á tryggingarfjárhæð. Ástæða breytinganna er vegna aukinnar neytendaverndar og til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Lesa meira
23.11.2015
Nú fjölgar ört fyrirtækjum sem hotið hafa viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Nýjasti meðlimurinn er ferðaskrifstofan Iceland Encounter.
Lesa meira
20.11.2015
Þrjú gistiheimili innan Ferðaþjónustu bænda fengu viðurkenningu Vakans á uppskeruhátíð samtakanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta eru gististaðirnir Gistihúsið Narfastöðum, Brunnhóll, og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem 4 stjörnu gistiheimili. Að auki fengu Narfastaðir gull-merki í umhverfiskerfi Vakans og Brunnhóll brons-umhverfismerki.
Lesa meira
18.11.2015
Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Á sama tíma fékk fyrirtækið gull-umhverfismerki Vakans fyrir áherslur í sjálfbærni og umhverfismálum.
Lesa meira
10.11.2015
Skipulagsstofnun hefur gefið út hefti um samspil skipulagsmála og ferðamála. Í heftinu er fjallað um ýmsa þætti sem gagnlegt er að huga að við skipulag byggðar og stefnumótun í ferðaþjónustu, s.s. heildstætt skipulag ferðamannastaða, ferðamannavegi og fjölbreytt bæjarrými.
Lesa meira