Fréttir

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2014

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2014, er nú kominn út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2014

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2014 komin út og er aðgengileg hér vefnum. Í henni er yfirlit um þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á árinu.
Lesa meira

Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu - Greining könnunar meðal Íslendinga

Þótt ljóst sé að Ísland er enn ekki farið að nálgast þann stað að fólk fari að mótmæla gestakomum og landið fari að glata sérstöðu sinni, liggur engu að síður fyrir að skjótt geta veður skipast í lofti hvað viðhorf almennings varðar. Það sem helst ber að hafa áhyggjur af er hin mikla og öra fjölgun gesta sem nú á sér stað. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri rannsókn sem Rannsóknamiðstöð ferðamála vann fyrir Ferðamálastofu.
Lesa meira

Kannanir Ferðamálastofu aðgengilegar á gagnvirkum vef

Stórt skref var stigið í dag í aðgengi að gögnum Ferðamálastofu með opnun á vefsvæði þar sem nálgast má á einum stað niðurstöður úr könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna. Kannanirnar ná allt aftur til ársins 1996 og taka bæði til sumar- og vetrargesta.
Lesa meira

Ólöf Ýrr Atladóttir varaforseti ETC

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var kjörin einn af þremur varaforsetum Ferðamálaráðs Evrópu – ETC á aðalfundi samtakanna sem lauk í dag í Lettlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðili frá Íslandi gegnir þessu embætti.
Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um ferðagönguleiðir

Nú eru komnar hér inn á vefinn upptökur frá fjölsóttri ráðstefnu um ferðagönguleiðir sem Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist stóðu fyrir í liðnum mánuði undir yfirskriftinni "Stikum af stað".
Lesa meira

Sérfræðingur – Ferðamálastofa/Vakinn

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa sem fyrst. Viðkomandi getur verið með starfsstöð í Reykjavík eða á Akureyri. Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira

Vinnustofa um afþreyingarferðamennsku

North Atlantic Tourism Association (NATA), Ferðamálastofa og Adventure Travel Trade Association (ATTA) standa ásamt Keili miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs fyrir tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku á Ásbrú, dagana 29. – 30. apríl næstkomandi. Verða vinnustofurnar haldnar í kjölfar ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku í Keili þann 28. apríl.
Lesa meira

83.900 ferðamenn í mars

Tæplega 84 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 26,8% milli ára. Ferðamönnum heldur þvi áfram að fjölga en í janúar og febrúarmánuði mældist aukning milli ára um 34%.
Lesa meira

Jákvæðni gagnvart ferðamönnum

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-30. mars. Niðurstöður voru kynntar á fjölsóttum fundi um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar í gær.
Lesa meira