01.12.2015
Í dag, 1. desember, taka gildi breytingar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerði á reglunum um bókhald og reikningsskil ferðaskrifstofa nr. 1100/2005. Breytingarnar felast í því að felld hefur verið úr gildi heimild ferðaskrifstofa til að draga áætlunarflug frá tekjum við sölu alferða við útreikning á tryggingarfjárhæð. Allt flug ber því að taka með í útreikning á tryggingarfjárhæð. Ástæða breytinganna er vegna aukinnar neytendaverndar og til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Lesa meira
23.11.2015
Nú fjölgar ört fyrirtækjum sem hotið hafa viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Nýjasti meðlimurinn er ferðaskrifstofan Iceland Encounter.
Lesa meira
20.11.2015
Þrjú gistiheimili innan Ferðaþjónustu bænda fengu viðurkenningu Vakans á uppskeruhátíð samtakanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta eru gististaðirnir Gistihúsið Narfastöðum, Brunnhóll, og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem 4 stjörnu gistiheimili. Að auki fengu Narfastaðir gull-merki í umhverfiskerfi Vakans og Brunnhóll brons-umhverfismerki.
Lesa meira
18.11.2015
Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Á sama tíma fékk fyrirtækið gull-umhverfismerki Vakans fyrir áherslur í sjálfbærni og umhverfismálum.
Lesa meira
10.11.2015
Skipulagsstofnun hefur gefið út hefti um samspil skipulagsmála og ferðamála. Í heftinu er fjallað um ýmsa þætti sem gagnlegt er að huga að við skipulag byggðar og stefnumótun í ferðaþjónustu, s.s. heildstætt skipulag ferðamannastaða, ferðamannavegi og fjölbreytt bæjarrými.
Lesa meira
09.11.2015
Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 48,5% milli ára og hefur hún ekki mælst svo mikil milli ára í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn vel yfir eina milljón
Lesa meira
09.11.2015
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða sérfræðing í 100% starf. Starfið heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
05.11.2015
Evrópska ferðamálaráðið ETC kallar eftir að Evrópulönd geri endurbætur á fyrirkomulagi vegabréfsáritana ferðafólks utan Evrópu og að framkvæmdin verði einfölduð. Telur ETC að slíkt myndi skila ferðaþjónustu í álfunni umtalsverðum ávinningi og fjölgun starfa.
Lesa meira
04.11.2015
Um 250 manns sóttu árlegt Ferðamálaþing sem að þessu sinni var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 28. október. Ferðamálastofa hélt þingið en yfirskriftin í ár var Stefnumótun svæða Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira
03.11.2015
Mynd sem Árni Geirsson hjá Alta sýndi á Ferðamálaþinginu á dögunum vakti verðskuldaða athygli en þar var hann búinn að setja saman á kort viðkomustaði sem söfnuðust í verkefninu um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar og hnitsettar ljósmyndir sem aðgengilegar eru á Flickr ljósmyndavefnum.
Lesa meira