18.05.2015
Tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 20,9% milli ára.
Lesa meira
08.05.2015
Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnan verður haldin í þrítugasta sinn, þetta skiptið í Færeyjum, dagana 22. og 23. september.
Lesa meira
06.05.2015
Veitingastaðirnir Hannes Boy og Kaffi Rauðka á Siglufirði eru nýjustu þátttakendurnir í Vakanum. Staðirnir tilheyra Rauðku ehf. sem byggt hefur upp þjónustu tengda ferðafólki á Siglufirði síðan árið 2007.
Lesa meira
04.05.2015
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands 4. júní frá 13:00 17:00 og sent út á Netinu. Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv.
Lesa meira
04.05.2015
Gæðaviðmið fyrir hostel hafa litið dagsins ljós og eru aðgengileg til skoðunar á heimasíðu Vakans www.vakinn.is. Þar með eru gistiflokkarnir orðnir fjórir talsins, sem hægt er að sækja um stjörnuflokkun í en hinir eru hótel, gistiheimili og heimagisting.
Lesa meira
30.04.2015
Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2014, er nú kominn út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira
30.04.2015
Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2014 komin út og er aðgengileg hér vefnum. Í henni er yfirlit um þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á árinu.
Lesa meira
30.04.2015
Þótt ljóst sé að Ísland er enn ekki farið að nálgast þann stað að fólk fari að mótmæla gestakomum og landið fari að glata sérstöðu sinni, liggur engu að síður fyrir að skjótt geta veður skipast í lofti hvað viðhorf almennings varðar. Það sem helst ber að hafa áhyggjur af er hin mikla og öra fjölgun gesta sem nú á sér stað. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri rannsókn sem Rannsóknamiðstöð ferðamála vann fyrir Ferðamálastofu.
Lesa meira
24.04.2015
Stórt skref var stigið í dag í aðgengi að gögnum Ferðamálastofu með opnun á vefsvæði þar sem nálgast má á einum stað niðurstöður úr könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna. Kannanirnar ná allt aftur til ársins 1996 og taka bæði til sumar- og vetrargesta.
Lesa meira
22.04.2015
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var kjörin einn af þremur varaforsetum Ferðamálaráðs Evrópu ETC á aðalfundi samtakanna sem lauk í dag í Lettlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðili frá Íslandi gegnir þessu embætti.
Lesa meira