26.02.2015
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.
Lesa meira
24.02.2015
Hvalaskoðunarsamtök Íslands, IceWhale, hafa samþykkt reglur um hvalaskoðun. Í þeim er m.a. kveðið á um umgengni við hvali á miðunum, hvernig nálgast skal hvali og hvaða reglur gilda í samskiptum milli báta á sömu svæðum.
Lesa meira
23.02.2015
Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015 undir yfirskriftinni "Stikum af stað". Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Ráðstefnan verður haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, kl. 13-17.
Lesa meira
23.02.2015
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.
Lesa meira
22.02.2015
Verkefnið Íslenskir þjóðstígar": Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi var á meðal fimm verkefna sem stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna tilnefndi til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015 en verðlaunin voru afhent í dag. Gísli Rafn Guðmundsson vann verkefnið í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og Ferðamálastofu.
Lesa meira
22.02.2015
Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti og Fafuglaheimilið á Vesturgötu hlutu á dögunum viðurkenningu Alþjóðasamtaka Farfuglaheimila fyrir að hafa verið valin bestu Farfuglaheimili í heimi árið 2014. Fyrir valinu standa gestir heimilanna sem bókuðu þjónustu sína á bókunarvél samtakanna sem standa fyrir valinu.
Lesa meira
16.02.2015
Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru nýjustu þátttakendur í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Auk gæðavottunar hlaut fyrirtækið silfurmerki í umhverfiskerfinu.
Lesa meira
13.02.2015
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra í samstarfi við Farskólann, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Norðurlands halda kynningarfund 17. febrúar kl.13-14 um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
10.02.2015
Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands halda námskeið um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Námskeiðið skiptist í þrjár vinnulotur í febrúar og mars þar sem ferðaþjónustuaðilar hittast og vinna saman að umsókn í Vakann.
Lesa meira
09.02.2015
Hótel Rauðaskriða er fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn innan VAKANS, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. VAKINN hefur nú tekið við sem opinbert stjörnuflokkunarkerfi fyrir gististaði á Íslandi.
Lesa meira