21.04.2015
Nú eru komnar hér inn á vefinn upptökur frá fjölsóttri ráðstefnu um ferðagönguleiðir sem Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist stóðu fyrir í liðnum mánuði undir yfirskriftinni "Stikum af stað".
Lesa meira
16.04.2015
Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa sem fyrst. Viðkomandi getur verið með starfsstöð í Reykjavík eða á Akureyri. Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
13.04.2015
North Atlantic Tourism Association (NATA), Ferðamálastofa og Adventure Travel Trade Association (ATTA) standa ásamt Keili miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs fyrir tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku á Ásbrú, dagana 29. 30. apríl næstkomandi. Verða vinnustofurnar haldnar í kjölfar ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku í Keili þann 28. apríl.
Lesa meira
10.04.2015
Tæplega 84 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 26,8% milli ára. Ferðamönnum heldur þvi áfram að fjölga en í janúar og febrúarmánuði mældist aukning milli ára um 34%.
Lesa meira
09.04.2015
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-30. mars. Niðurstöður voru kynntar á fjölsóttum fundi um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar í gær.
Lesa meira
07.04.2015
Íslandshótel og Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, hafa skrifað undir samning um gæðaflokkun gististaða. Íslandshótel er fjölskyldufyrirtæki sem rekur 15 hótel; Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.
Lesa meira
01.04.2015
Einstaklingum, hjónum og sambúðarfólki verður heimilt að leigja út lögheimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í allt að átta vikur á ári samkvæmt frumvarpi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi til breytinga á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Lesa meira
31.03.2015
Rannsóknamiðstöð ferðamála og Samtök ferðaþjónustunnar standa að verðlaunum fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin fyrir skólaárið 2014 voru afhent á aðalfundi SAF á dögunum og komu í hlut Willem Gerrit Tims.
Lesa meira
27.03.2015
Niðurstöður liggja fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2014 og viðhorf þeirra til málefna ferðaþjónustunnar sem Ferðamálastofa fékk MMR til að framkvæma í janúar síðastliðnum. Er þetta sjötta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti.
Lesa meira
25.03.2015
Fyrr í vikunni var skrifað undir samstarfssamning á milli Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans og Félags ferðaþjónustubænda (FFB) um að félagsmenn FFB verði flokkaðir samkvæmt gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans. Jafnframt er kveðið á um að FFB leggi niður sitt eigið gæðakerfi.
Lesa meira