27.06.2015
Ferðamálastofa hefur ráðið Erlu Sigurðardóttur í starf sérfræðings sem auglýst var í vor. Margir hæfir einstaklingar sóttu um starfið og alls bárust okkur um 130 umsóknir.
Lesa meira
26.06.2015
Hagstofan hefur birt fyrstu niðurstöður nýrra ferðaþjónustureikninga (e. Tourism Satellite Accounts, TSA) fyrir árin 2009-2013. Þessi tölfræði leggur mat á hlut ferðaþjónustu í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar.
Lesa meira
09.06.2015
Árlegt Ferðamálaþing verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 28. október 2015. Þingið er sem fyrr í umsjón Ferðamálastofu. Yfirskrift þingsins í ár er Stefnumótun svæða Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira
08.06.2015
Út er komin skýrslan Aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum sem Norm ráðgjöf vann fyrir Ferðamálastofu. Þar er sjónum beint að lagalegri umgjörð aðgengismála fatlaðs fólks að ferðamannastöðum en réttur til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin áhersluatriðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira
05.06.2015
Tvö fyrirtæki hafa bæst við í Vakanum síðustu daga. Þetta eru ferðaskrifstofurnar Iceland Travel og Tripcreator.
Lesa meira
02.06.2015
Um 91 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,4% milli ára.
Lesa meira
01.06.2015
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafa fært viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðhræringa í Bárðarbungu af hættustigi niður á óvissustig. Lokunum hefur verið aflétt en Vatnajökulsþjóðgarður hefur umsjón með svæðinu og stefnir að því að veita aðgang að nýja hrauninu eftir merktum gönguleiðum.
Lesa meira
26.05.2015
Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.
Lesa meira
21.05.2015
Ferðamálastofa kallar eftir umsóknum vegna evrópsku EDEN- samkeppninnar um gæðaáfangastaði í Evrópu, European Destination of Excellence. Yfirskrift þessa árs er Matartengd ferðaþjónusta.
Lesa meira
20.05.2015
Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador er nýjasti meðlimur Vakans en það býður hvalaskoðunarferðir frá Torfunefnsbryggjunni á Akureyri. Auk þátttöku í gæðakerfinu er fyrirtækið með silfurmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira