01.06.2015
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafa fært viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðhræringa í Bárðarbungu af hættustigi niður á óvissustig. Lokunum hefur verið aflétt en Vatnajökulsþjóðgarður hefur umsjón með svæðinu og stefnir að því að veita aðgang að nýja hrauninu eftir merktum gönguleiðum.
Lesa meira
26.05.2015
Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.
Lesa meira
21.05.2015
Ferðamálastofa kallar eftir umsóknum vegna evrópsku EDEN- samkeppninnar um gæðaáfangastaði í Evrópu, European Destination of Excellence. Yfirskrift þessa árs er Matartengd ferðaþjónusta.
Lesa meira
20.05.2015
Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador er nýjasti meðlimur Vakans en það býður hvalaskoðunarferðir frá Torfunefnsbryggjunni á Akureyri. Auk þátttöku í gæðakerfinu er fyrirtækið með silfurmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira
18.05.2015
Tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 20,9% milli ára.
Lesa meira
08.05.2015
Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnan verður haldin í þrítugasta sinn, þetta skiptið í Færeyjum, dagana 22. og 23. september.
Lesa meira
06.05.2015
Veitingastaðirnir Hannes Boy og Kaffi Rauðka á Siglufirði eru nýjustu þátttakendurnir í Vakanum. Staðirnir tilheyra Rauðku ehf. sem byggt hefur upp þjónustu tengda ferðafólki á Siglufirði síðan árið 2007.
Lesa meira
04.05.2015
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands 4. júní frá 13:00 17:00 og sent út á Netinu. Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv.
Lesa meira
04.05.2015
Gæðaviðmið fyrir hostel hafa litið dagsins ljós og eru aðgengileg til skoðunar á heimasíðu Vakans www.vakinn.is. Þar með eru gistiflokkarnir orðnir fjórir talsins, sem hægt er að sækja um stjörnuflokkun í en hinir eru hótel, gistiheimili og heimagisting.
Lesa meira