Fréttir

Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi

Út er komin skýrsla þar sem eru kynntar meginniðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014. Ferðamálastofa fjármagnaði rannsóknina sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Minnkun aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.
Lesa meira

Íslenski ferðaklasinn formlega stofnaður

Stofnfundur Íslenska ferðaklasans var haldinn fimmtudaginn 12. mars sl. á Hotel Reykjavik Natura. Íslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum.
Lesa meira

Námskeið fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu

Vert er að vekja athygli á námskeiði á vegum Safetravel – Slysavarnarfélagsins Landsbjargar undir heitinu „Námskeið fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu“. Aðilum býðst að fá námskeiðið haldið á sínu heimasvæði, sér að kostnaðarlausu.
Lesa meira

70.500 ferðamenn í febrúar

Um 70.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 18.000 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 34,4% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en sama aukning mældist milli ára í janúarmánuði síðastliðnum.
Lesa meira

Stefna og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu - fundir á Noðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands, í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til funda um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Nýtt ferðamálaráð skipað

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.
Lesa meira

Samþykkja reglur um hvalaskoðun

Hvalaskoðunarsamtök Íslands, IceWhale, hafa samþykkt reglur um hvalaskoðun. Í þeim er m.a. kveðið á um umgengni við hvali á miðunum, hvernig nálgast skal hvali og hvaða reglur gilda í samskiptum milli báta á sömu svæðum.
Lesa meira

Stikum af stað – ráðstefna um ferðagönguleiðir

Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015 undir yfirskriftinni "Stikum af stað". Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Ráðstefnan verður haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, kl. 13-17.
Lesa meira

Rúmum 175 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.
Lesa meira