01.10.2015
Nú er hægt að skrá sig á Ferðamálaþing 2015 og jafnframt hefur dagskrá þingsins verið kynnt. Þingið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 28. október 2015 og yfirskriftin í ár er Stefnumótun svæða Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).
Lesa meira
30.09.2015
Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu. Þetta eru gleðifréttir, enda um eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins að ræða.
Lesa meira
25.09.2015
Á dögunum kom út áhugavert rit sem nefnist Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða. Því er ætlað að skýra tengslin á milli skipulagsgerðar á svæðisvísu og þeirrar greinar sem kallast á ensku place branding eða regional branding. Á íslensku hefur greinin verið nefnd mörkun svæða, ímyndarsköpun svæða eða einfaldlega að branda svæði.
Lesa meira
24.09.2015
Í dag var tekið stórt skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu með opnun þjónustugáttar. Þar geta viðskiptavinir m.a. sótt um leyfi og styrki, sent inn ábendingar, fylgst með málum og komið skoðunum sínum á framfæri.
Lesa meira
19.09.2015
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl 16:00, fimmtudaginn 22. október 2015. Ath. að umsóknafrestur hefur verið lengdur frá upphaflegri auglýsingu.
Lesa meira
18.09.2015
Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2015. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira
15.09.2015
Ferðamálastofa er meðal aðila sem standa að ráðstefnunni "Hjólum til framtíðar 2015 - Veljum, blöndum & njótum" sem fram fer í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september kl. 9-16. Ráðstefnan er 5. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar og hefur ævinlega verið haldin á föstudeginum í Evrópsku samgönguvikunni.
Lesa meira
08.09.2015
Ferðamálastofa hefur fengið heimild Þjóðskjalasafns Íslands til rafrænna skila á skjölum til safnsins og eru skjölin stofnunarinnar því ekki lengur vistuð á pappír. Aðeins 17 stofnanir og sveitarfélög hafa leyfi til slíks í dag en margir opinberir aðilar eru í umsóknarferli.
Lesa meira
04.09.2015
Um 189 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 23,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í ágúst frá því Ferðamálastofa hóf talningar.
Lesa meira
03.09.2015
Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Samtök ferðaþjónustunnar boða til umræðufundar á milli ferðaþjónustuaðila um umhverfislæsi í tengslum við kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. september kl. 10:30-12:00.
Lesa meira