Bein útsending frá Ferðamálaþingi 2015

Metþátttaka er á Ferðamálaþinginu í Hofi á Akureyri á morgun. Fyrir þá sem ekki komast á staðinn verður hægt að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu.

Þekktir fyrirlesarar

Þingið hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir. Þannig má nefna að annar aðalfyrirlesara er S. Michael Hall frá Nýja-Sjálandi, einn virtasti fræðimaður á sviði ferðamálafræði í heiminum í dag. Annar erlendur fyrirlesari kemur frá Skotlandi, Thomas Riddell Graham, frá Visit Scotland.

Umhverfisverðlaun og EDEN

Í tengslum við þingið verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu veitt og tilkynnt um hvaða staður eða svæði á Íslandi fær útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Evrópu 2015.

Bein útsending

Þinginu verður varpað út beint á netinu og er slóð til að tengjast hér fyrir neðan.
https://global.gotomeeting.com/join/334686029

Dagskrá Ferðamálaþings

Hof


Athugasemdir