Fréttir

„Íslenskir þjóðstígar" tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Verkefnið „Íslenskir þjóðstígar": Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi“ var á meðal fimm verkefna sem stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna tilnefndi til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015 en verðlaunin voru afhent í dag. Gísli Rafn Guðmundsson vann verkefnið í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og Ferðamálastofu.
Lesa meira

Farfuglaheimilin í Reykjavík í fremstu röð

Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti og Fafuglaheimilið á Vesturgötu hlutu á dögunum viðurkenningu Alþjóðasamtaka Farfuglaheimila fyrir að hafa verið valin bestu Farfuglaheimili í heimi árið 2014. Fyrir valinu standa gestir heimilanna sem bókuðu þjónustu sína á bókunarvél samtakanna sem standa fyrir valinu.
Lesa meira

Íslenskir fjallaleiðsögumenn í VAKANN

Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru nýjustu þátttakendur í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Auk gæðavottunar hlaut fyrirtækið silfurmerki í umhverfiskerfinu.
Lesa meira

VAKINN námskeið á Norðurlandi vestra

Ferðamálasamtök Norðurlands vestra í samstarfi við Farskólann, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Norðurlands halda kynningarfund 17. febrúar kl.13-14 um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

VAKINN námskeið á Norðurlandi

Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands halda námskeið um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Námskeiðið skiptist í þrjár vinnulotur í febrúar og mars þar sem ferðaþjónustuaðilar hittast og vinna saman að umsókn í Vakann.
Lesa meira

Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í VAKANN

Hótel Rauðaskriða er fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn innan VAKANS, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. VAKINN hefur nú tekið við sem opinbert stjörnuflokkunarkerfi fyrir gististaði á Íslandi.
Lesa meira

62.700 ferðamenn í janúar

Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðamannárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust.
Lesa meira

Einstök íslensk upplifun - tilraunaverkefni

Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir samstarfi við þrjú til fimm starfandi fyrirtæki sem vilja aðstoð við að greina sóknarfæri sín og auðga upplifun ferðamanna. Um er að ræða 6-9 mánaða tilraunaverkefni.
Lesa meira

Aldrei fleiri á Icelandair Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni

Hin árlega ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic verður sett í Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Hún er nú haldin í 23. skipti og hefur aldrei verið fjölmennari. Sjálf kaupstefnan fer fram í Laugardalshöllinni og stendur fram á sunnudag.
Lesa meira

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13%

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13% á milli áranna 2013 og 2014, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira