Fara í efni

Vegvísir í ferðaþjónustu kynntur hringinn í kringum landið

Á næstu dögum og vikum munu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Grímur Sæmundsen formaður SAF og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF gera víðreist um landið og kynna á opnum fundum nýja Vegvísinn, stefnumörkun í ferðaþjónustu.

Á fundunum munu ráðherra og fosvarsmenn SAF fara yfir helstu atriði nýju ferðamálastefnunnar og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og eru jafnt aðilar í ferðaþjónustu sem og almennir borgarar hvattir til að mæta. Heitt á könnunni og heit súpa á hádegisfundunum!

Nánari upplýsingar má finna á www.ferdamalastefna.is

Næstu fundir:

  • Hvolsvöllur þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17 á Hótel Hvolsvelli
  • Húsavík miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12 í Veitingahúsinu Salka
  • Akureyri miðvikudaginn 4. nóvember kl. 17 í Menningarhúsinu Hofi
  • Grundafjörður mánudaginn 9. nóvember kl. 12 í Samkomuhúsinu
  • Borgarnes mánudaginn 9. nóvember kl. 16:30 á Hótel Borgarnesi
  • Blönduós mánudaginn 16. nóvember kl. 12 í Eyvindarstofu
  • Reykjanesbær mánudaginn 16. nóvember kl. 20 í Hljómahöllinni
  • Reyðarfjörður miðvikudaginn 25. nóvember kl. 12 á Hótel Austur
  • Egilsstaðir miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17 í Valaskjálf
  • Ísafjörður mánudaginn 30. nóvember kl. 12 í Edinborgarhúsinu
  • Reykjavík þriðjudaginn 1. desember kl. 17 á Fosshótel Reykjavík
  • Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 2. desember kl. 12 á Hótel Höfn