Fréttir

Staða ferðaþjónustunnar í íslensku samfélagi

Síðustu vikur hafa birst fjórar greinar eftir Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra þar sem hún hefur farið yfir stöðu ferðaþjónustunnar í íslensku samfélagi út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Greinarnar birtast nú hér sem ein heild.
Lesa meira

Opið fyrir styrki frá NATA

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 25. febrúar 2015.
Lesa meira

Fjórðungsaukning í kortaveltu erlendra ferðamanna

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 112,2 milljarðar króna á árinu 2014 sem er aukning um rúma 22 milljarða á milli ára, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Veltuaukningin nam því 25% á milli ára.
Lesa meira

Kallað eftir málstofum á Nordic Symposium in tourism and Hospitality research 2015

Rannsóknamiðstöð Ferðamála heldur næsta haust hina árlegu norrænu ráðstefnu um rannsóknir í ferðamálum "Nordic Symposium in tourism and Hospitality research". Ráðstefnan verður nú haldin í 24. sinn og að þessu sinni í Reykjavík dagana 1.-3. október.
Lesa meira

Ísland valið áfangastaður ársins á MATKA

Ísland var valið sem erlendur áfangastaður ársins á MATKA ferðakaupstefnunni, sem nú stendur yfir í Finnlandi. Að valinu stóðu samtök finnskra ferðablaðamanna (Finnish Guild of Travel Journalists), sem í eru 60 helstu ferðablaðamenn Finnlands.
Lesa meira

Ferðamenn til Íslands nærri milljón árið 2014

Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var um 997 þúsund árið 2014 en um er að ræða 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%. Ferðamenn á ársgrunni nálgast því eina milljón en gera þarf ráð fyrir vissum frávikum vegna aðferðafræðinnar sem beitt er.
Lesa meira

Stikum af stað - Ráðstefna um ferðagönguleiðir

Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015. Ráðstefnan verður haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, frá kl. 13-17 fimmtudaginn 5 mars.
Lesa meira

Opnir fundir um náttúrupassa

Á næstu dögum og vikum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gera víðreist um landið til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum.
Lesa meira

Mannamót markaðsstofanna 2015

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík í annað sinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín 22. janúar 2015 kl. 11-17 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Lesa meira