Fréttir

Ferðaþjónustan eykur hlut sinn í landsframleiðslu

Beint hlutfall ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) hefur aukist úr 3,6% árið 2009 í 4,6% árið 2013, samkvæmt tölum sem Hagstofn birti í dag. Hlutur ferðaþjónustu í VLF fór úr 56,3 milljörðum króna árið 2009 í 87,3 milljarða króna árið 2013, eða sem nemur 55% aukningu á nafnvirði. Milli áranna 2009 og 2013 hefur hlutur ferðaþjónustu af VLF vaxið nærfellt þrisvar sinnum hraðar en VLF (sem óx um 18,6%) yfir sama tímabil.
Lesa meira

Aukin kortavelta á hvern erlendan ferðamann

Enn eitt metið var slegið í greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna í síðasta mánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. Aukning í erlendri greiðslukortaveltu í júlí var 31% frá sama mánuði í fyrra og velta á hvern erlendan ferðamann jókst um 4,8% á milli ára, miðað við talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lesa meira

Evrópsk verðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar

Evrópsku verðlaunin/Europa Nostra auglýsa eftir verkefnum á sviði menningararfleifðar. Allir þeir sem starfa að menningararfleifð á einhvern hátt koma til greina.
Lesa meira

Um 180 þúsund ferðamenn í júlí

Um 180 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 25% milli ára.
Lesa meira

Skagafjörður gæðaáfangastaður Íslands 2015

Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.
Lesa meira

Hvað bera að gera og hvað ber að varast?

Hinn vinsæli ferðavefur Lonely Planet hefur tekið saman fróðlega lista um eitt og annað er varðar ferðalög á Íslandi, hvað bera að gera og hvað ber að varast. Fín samantekt og innlegg í ábyrga ferðamennsku.
Lesa meira

Fyrsta rafknúna hvalaskoðunarskipið

Í gær fór rafknúið skip í fyrsta skipti í hvalaskoðunarferð hér við land. Um var að ræða seglskipið Opal sem er án efa tæknivæddasta skipið í flota Norðursiglingar á Húsavík. Á meðal boðsgesta í fyrstu ferð Opal um Skjálfanda var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Lesa meira

Starf umhverfisstjóra laust til umsóknar

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisstjóra í 100% starf. Umhverfisstjóri heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira

Nýtt verkfæri í skipulagsvinnu - Mögulegir viðkomustaðir ferðafólks kortlagðir og metnir

Ferðamálastofa hefur birt gögn sem söfnuðust í hinu viðamikla verkefni Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu en það er meðal aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaáætlun 2011-2020. Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem nýtist við þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum.
Lesa meira

137.000 ferðamenn í júní

Um 137 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 26.712 fleiri en í júní á síðasta ári. Aukningin nemur 24,2% milli ára.
Lesa meira