Fréttir

Færri gistinætur í október

Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 103.700 en voru 108.800 í sama mánuði árið 2007, sem er því tæplega 5% samdráttur milli ára. Fjölgun er hins vegar fyrstu 10 mánuði ársins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Á Höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.100 í 76.400 eða um 8%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 6.400 í 5.100 eða um 20% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum um 1%, úr 7.400 í 7.300. Gistinóttum fjölgaði hinsvegar umtalsvert á Austurlandi og Suðurlandi í október miðað við október 2007. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi um tæp 35%, eða úr 2.100 í 2.900. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 9.800 í 12.100 milli ára eða um 24%.  Þess má geta að á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða hafa bæst við í gagnagrunn gistináttatalningar gögn frá tveimur hótelum fyrir októbermánuð.  Fjölgun um tæp 2% frá áramótumGistinætur á hótelum fyrstu tíu mánuði ársins voru 1.199.500 en voru 1.181.200 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Austurlandi um 12% og á Suðurlandi um 7% milli ára. Gistinætur eru svipaðar eða hafa dregist örlítið saman á öðrum landsvæðum. Gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um tæpt 1% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2007. Gistinóttum útlendinga fjölgar um tæp 2% milli ára.
Lesa meira

Fjölgun erlendra gesta í nóvember

Alls fóru tæplega 23.700 erlendir gestir frá landinu í nóvember um Leifsstöð, sem er lítilsháttar aukning frá því í nóvember á síðasta ári, þegar 23.100 erlendir gestir fóru frá landinu. Aukningin nemur 2,6% milli ára. Þetta kemur fram í talningum á vegum Ferðamálastofu þar sem sjá má skiptingu eftir þjóðerni. Ferðum Íslendinga utan fækkar hins vegar umtalsvert. Þannig fóru 16.300 utan í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði á síðasta ári fóru tæp 42 þúsund Íslendinga utan, sem gerir 60% fækkun. Aukning er meðal gesta frá Mið Evrópu, einkum Þjóðverja, Hollendinga og Frakka. Af Norðurlandaþjóðum er aukning meðal Dana og Norðmanna. N.-Ameríkubúum, Bretum og S.-Evrópubúum fækkar hins vegar. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu. Heildarniðurstöður úr talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð er að finna undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum. Erlendir gestir í nóvember eftir þjóðernum       Aukning/fækkun milli ára 2007/08   2007 2008 Fjöldi % Bandaríkin 2.375 1.995 -380 -16,0 Bretland 5.150 4.772 -378 -7,3 Danmörk 2.132 2.313 181 8,5 Finnland 456 460 4 0,9 Frakkland 696 799 103 14,8 Holland 457 858 401 87,7 Ítalía 199 182 -17 -8,5 Japan 402 465 63 15,7 Kanada 321 218 -103 -32,1 Kína 522 347 -175 -33,5 Noregur 2.213 2.366 153 6,9 Pólland 764 1.222 458 59,9 Spánn 159 143 -16 -10,1 Sviss 91 99 8 8,8 Svíþjóð 2.025 1.825 -200 -9,9 Þýskaland 995 1.174 179 18,0 Önnur lönd 4.152 4.464 312 7,5 Samtals 23.109 23.702 593 2,6 Ísland 40.943 16.282 -24.661 -60,2 Erlendir gestir í nóvember - eftir markaðssvæðum       Aukning/fækkun milli ára 2007/08   2007 2008 Fjöldi % N-Ameríka 2.696 2.213 -483 -17,9 Norðurlönd 6.826 6.964 138 2,0 Bretland 5.150 4.772 -378 -7,3 Mið-/S- Evrópa 2.597 3.255 658 25,3 Annað 5.840 6.498 658 11,3 Samtals 23.109 23.702 593 2,6 Heimild: Ferðamálastofa, brottfarir um Leifsstöð.
Lesa meira

Kynning á áhugaverðu doktorsverkefni

Á morgun, föstudaginn 5. desember, mun Gunnþóra Ólafsdóttir flytja erindi á vegum land- og ferðamálafræðistofu við Háskóla Íslands og kynna doktorsverkefni sitt um náttúrutengsl og upplifanir ferðamanna á hálendi Íslands. Gunnþóra Ólafsdóttir varði doktorsritgerð sína í landfræði við School of Geographical Sciences, University of Bristol en meginmarkmiðið var að rannsaka heilunaráhrif ferðalaga um náttúru Íslands. Breskir ferðamenn í tveimur skipulögðum hópferðum voru til rannsóknar. Kannað var ferlið frá draum ferðamannsins um að fara í ferð til Íslands, ferðalagið sjálft og aftur heim í hið venjubundna líf. Greint var aðdráttarafl náttúru Íslands og ferðalaganna. Tengslakenningum fyrirbærafræðinnar var beitt til að rannsaka hvernig ólíkir ferðamátar ganga og akstur ? leiddu ferðamenn og náttúruna saman á síbreytilegan hátt og hvernig tengslin höfðu áhrif á hvernig fólk skynjaði náttúruna, sjálft sig og líðan sína. Einnig var kannað hvernig orðræða, ímyndir, óskrifaðar reglur, líkami, tækni, grunngerð, ferðaþjónustuaðilar sem skipulögðu og stjórnuðu ferðunum, sem og ?hegðun? náttúrulegra fyrirbæra, tengdust og höfðu einstaklingsbundin áhrif á samband manns og náttúru. Auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða tilurð og áhrif algleymisupplifana. Kynning doktorsverkefnisins fer fram föstudaginn 5. desember í Odda, Háskóla Íslands, stofu 101, kl. 12.00-13.00.  Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Vefsíða North Hunt verkefnisins

Opnuð hefur verið vefsíða North Hunt verkefnisins. Um er að ræða  alþjóðlegt verkefni til þriggja ára (2008-2010) sem gengur út á þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á norðurslóðum. Íslenskir þátttakendur í North Hunt eru RHA- Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Umhverfisstofnun, jafnframt vinnur félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum náið með opinberu aðilunum að verkefninu. Slóðin á nýju heimasíðuna er www.north-hunt.org Skjóta frekari stoðum undir vaxandi atvinnugrein Verkefninu er ætlað að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi og skjóta frekari stoðum undir vaxandi atvinnugrein með þróun starfsumhverfis og rekstrargrundvallar fyrirtækja, eins og segir á vefnum. Lögð er áhersla á hagnýta þróun í þágu rekstrar og hvernig mynda má tengsl manna í millum sem munu efla viðskiptagrunn fyrirtækja, hvetja til þekkingar og hugmyndafærslu og þannig draga úr hindrunum sem mæta frumkvöðlum á þessu sviði. Þessi tengslanet sem mótast í verkefninu munu einnig efla umræðu og meðvitund um málefni skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum og þannig einnig verða frumkvöðlum til eflingar. Til að ná þessum markmiðum verður viðskiptalíkan þróað fyrir frumkvöðla í greininni og tæki þróuð til að vinna með veiðarnar á sjálfbæran hátt í samvinnu við mismunandi stofnanir og reglugerðarumhverfi. Þannig verður náms og þjálfunarefni þróað og er lokamarkmið að koma því í umferð og notkun. Verkefnið er fjármagnað af Norðurslóðaáætlun ESB (European Commssion?s Northern Periphery Programme). Markmið Norðurslóðaáætlunar ESB eru m.a. að hvetja til nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni í dreifbýli um leið og lögð er áhersla á sjálfbærni náttúru og samfélags. Þátttökuþjóðir í North Hunt eru Finnland, Svíþjóð, Ísland, Skotland og Kanada.  Í öllum NPP verkefnum er krafist þess að mótframlag komi frá heimamönnum, sérstaklega frá atvinnulífinu en ekki akademískum stofnunum eða stjórnvöldum.  Á þann hátt tryggir sjóðurinn aðild frumkvöðla og starfandi einkafyrirtækja að verkefnunum enda markmiðið að þróa vöru eða hugmynd sem eflir atvinnulíf á svæðunum og skilur eftir sig starfsemi sem eykur hagvöxt þeirra. Myndin er fengin af vef North Hunt.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember

Í nóvember síðastliðnum fóru tæplega 91.500 farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 143 þúsund í nóvember í fyrra. Fækkunin nemur 36% á milli ára. Um 8% samdráttur hefur orðið á umferð farþega um völlinn þar sem af er ári sé miðað við sama tímabil árið 2007. Inn í tölunum er öll  umfeð um flugvöllinn og er hún ekki sundurgreind eftir þjóðerni. Á vegum Ferðamálastofu eru taldir allir þeir sem fara úr landi og tölunum skipt niður eftir þjóðerni. Verður fróðlegt að sjá hvernig  þær tölur hafa þróast í nóvember. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Nov.08. YTD Nov.07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 40.498 831.223 64.506 885.270 -37,22% -6,11% Hingað: 39.647 837.054 63.367 892.863 -37,43% -6,25% Áfram: 2.496 34.509 1.753 37.878 42,38% -8,89% Skipti. 8.859 197.614 13.333 245.031 -33,56% -19,35%   91.500 1.900.400 142.959 2.061.042 -36,00% -7,79%
Lesa meira

Könnun meðal ferðamanna á Vestfjörðum

Síðastliðinn föstudag voru kynnar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Könnunin gefur mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á ánægju ferðamannanna. Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild. Niðurstöðurnar gefa til kynna að náttúruferðamenn séu afgerandi hópur á Vestfjörðum og að þeir ferðamenn sem þangað  koma séu almennt ánægðir með ferðina. Það má þó lengi bæta og gefa niðurstöður könnunarinnar vísbendingar um að enn megi bæta aðgengi ferðamanna að upplýsingum og afþreyingarmöguleika á svæðinu. Skoða skýrsluna - Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008  
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands á Höfn

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði á dögunum. Aðalfundur samtakanna er jafnan vettvangur fjörugra skoðanaskipta og var engin undantekning nú. Á fundinum voru málefni ferðaþjónustunnar rædd frá ýmsum hliðum. Fjölmörgum tillögum var vísað til stjórnar til afgreiðslu og ljóst að hennar bíður mikilvægt starf næstu misseri að skilgreina þær tillögur sem fram komu. Sérstaka athygli vakti tillaga sem samþykkt var af þinginu varðandi starfsemi markaðsstofa á landsbyggðinni en þingið ályktaði að markaðsstofur ættu að vera sjö talsins og hvatti ráðherra til að veita þeim fé svo rekstur þeirra væri tryggður til framtíðar. Pétur Rafnsson var einróma endurkjörinn formaður samtakanna með lófataki. Meðfylgjandi mynd tók Jón Jáll Hreinssson www.vestfirskferdamal.is
Lesa meira

Erindi og myndir frá ferðamálaþingi

Nú er komið hér inn á vefinn efni frá ferðamálaþingi Ferðamálastofu og iðnaðarráðuneytisins sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í liðinni viku. Um er að ræða erindi frá þinginu ásamt myndum. Metþátttaka var á þinginu og þétt setinn bekkurinn. Góður rómur var gerður að erindum frummælenda og að þeim loknum voru pallborðsumræður. Skoða erindi frá ferðamálaþingi 2008 Skoða myndir frá ferðamálaþingi 2008
Lesa meira

Kynningarfundir skiluðu góðum árangri

Samstarf Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar, utanríkisráðuneytis og Höfuðborgarstofu um röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu tókst með miklum ágætum. Fundað var í fimm borgum með bæði söluaðilum Íslandsferða og blaðamönnum. ?Ég var afar þakklát fyrir samstarfið við það góða fólk sem tók þátt í ferðinni og langar að þakka því sérstaklega fyrir,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Í ferðina fóru  Árni Gunnarsson, formaður SAF, Þorleifur Þór Jónsson forstöðumaður hjá Útflutningsráði, Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sendiherrarnir á hverjum stað tóku einnig þátt í fundunum: Guðmundur  Árni Stefánsson í Stokkhólmi, Tómas Ingi Olrich í París, Svavar Gestsson í Kaupmannahöfn, Ólafur Davíðsson  í Frankfurt og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í Osló.? Einnig komu að fundunum fulltrúar fyrirtækja innan SAF. Þar var um að ræða Icelandair, Iceland Express, Iceland Excursions, Icelandair Hotels, Hótel Ísafjörð, Iceland Travel, Snæland Grímsson ehf., Radisson SAS ? Hotel Saga og Erlingsson Naturreisen. Þeim fjölmörgu fulltrúum söluaðila sem sóttu fundina eru þakkir færðar fyrir áhugann. Í tengslum við fundina voru unnir kynningarbæklingar á fjórum tungumálum og má skoða ensku útgáfuna að neðan. Einnig eru myndir frá fundinum í Kaupmannahöfn sem Þorleifur Þór Jónsson tók. Before  - After (PDF) Svavar Gestsson sendiherra með blaðamönnum. Fundargestir í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu
Lesa meira

Íslensk farfuglaheimili meðal þeirra bestu

Í nýjasta fréttabréfi alþjóðasamtaka farfuglaheimila, Hostelling International, er kynnt niðurstaða úr viðhorfskönnun meðal gesta farfuglaheimila um allan heim. Tvö íslensk farfuglaheimili lenda þar í hópi fimm efstu. Könnun var gerð meðal gesta sem bókað hafa gistingu á farfuglaheimilum um allan heim gegnum bókunarvél samtakanna, tímabilið janúar ? september 2008. Alls eru um 1300 farfuglaheimili bókanleg á bókunarvélinni, þar af 5 íslensk. Allir sem bóka gistingu á farfuglaheimilum gegnum bókunarvélina fá tækifæri til að gefa álit sitt á aðbúnaði og þjónustu á þeim farfuglaheimilum sem þeir gista á.   Í frétt frá Farfuglum á Íslandi kemur fram að tvö íslensk farfuglaheimili eru meðal fimm efstu í könnuninni. Þetta eru Farfuglaheimilin á Berunesi við Djúpavog og Ósar á Vatnsnesi. Berunes lenti í öðru sæti með 94% skor og Ósar í 3 ? 5 sæti með 93% skor. Í efsta sæti var farfuglaheimili í Bankok í Tailandi með 95% skor. Þess má geta að Farfuglaheimilið á Ytra Lóni á Langanesi var einnig með 93% skor en komst ekki á listann þar sem of fá svör voru á bak við.  Meðfylgjandi mynd er af rekstraraðilum Farfuglaheimilisins í Berunesi þeim Önnu Antoníusdóttur og Ólafi Eggertssyni. Myndin er tekin á Gestgjafamóti Farfugla fyrir stuttu, en þá var þeim hjónum veitt viðurkennig fyrir frábært starf.
Lesa meira