Fara í efni

Ferðamálaþing hafið

Ferðamálaþing 2008 ö ssur
Ferðamálaþing 2008 ö ssur

Ferðamálaþing Iðnaðarráðuneytisins og Ferðamálastofu hófst kl. 13 í dag á Grand Hótel Reykjavík. Að loknu ávarpi ferðamálaráðherra Össurar Skarphéðinssonar flutti Ian Neale, forstjóri bresku ferðaskrifstofunnar Regent Travel, inngangserindi ráðstefnunnar. Þar fjallaði hann um hvernig hægt sé að markaðssetja landið á þeim óróatímum sem nú ríkja eða ?Selling Iceland to travelers in turbulent times.?

Metþátttaka er á þingið eða talsvert á fjórða hundrað manns. Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs, stýrir og loks verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent í 14. sinn.

Á myndinni er Össur Skarphéðinsson í ræðurstóli.