Fréttir

Ráðstefna um Tyrkjaránið 1627

Helgina 17.-19. október heldur félagið Sögusetur 1627 alþjóðlega ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Markmið hennar er tvíþætt. Að kanna möguleika á starfsrækslu sögu- og fræðasetur í kringum Tyrkjaránið 1627 og stofna til fræðasamstarfs í kringum þennan merka atburð. Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að ritið Reisubók séra ólafs Egilssonar hefur nú verið gefið út á ensku. Erlendir fræðamenn á sviði sjórána á 16. og 17. öld hafa þegar tilkynnt komu sína. Um Sögusetur 1627Félagið Sögusetur 1627 var stofnað árið 2006 undir nafninu Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum. Markmið félagsins er að verða alþjóðleg miðstöð rannsókna og fræðslu um þá sjóvíkinga sem herjuðu í norðurhöfum á 16. og 17. öld. Þessum markmiðum verður náð með því að byggja uppfræðasetur þar sem stundaðar verða samanburðarrannsóknir og úrvinnsla á heimildum, viðhorfum, sýn fræðum og ritverkum er tengjast sviðinu. Grunnþema setursins verður Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 en markmiðið er að nálgast þann atburð í víðara samhengi. Þá verður lögð áhersla á að tengja þessa sögu 16. og 17. aldar við nútímann og því verður Sögusetur 1627 þáttur í samskiptum ólíkra menningarheima með áherslu á islam og kristni, hinn vestræna heim og Mið-Austurlönd. Með Sögusetri 1627 verður tækifæri tilfrekari úrvinnslu og kynningar á íslenskum handritaarfi og búinn til vettvangur fyrir rannsóknir og miðlun .þekkingar á Tyrkjaráninu. Enn fremur mun Sögusetur 1627 skapa íslenskum rannsóknum og heimildum á Tyrkjaráninu stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni.
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki frá NATA - Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: MenntunDvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviðiferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milliMenningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem eru aðgengileg hér að neðan. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til:NATA c/oFerðamálastofaLækjargata 3,101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 29. ágúst 2008. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word) Auglýsing um styrki (PDF) NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Lesa meira

Fjölgun komu- og brottfararfarþega það sem af er árinu

Í júlímánuði síðastliðnum fóru 293 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll og fækkar þeim um 5% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Fækkunin er einkum í hópi áfram og skiptifarþega en tölur fyrir komu- og brottfararfarþegar breytast minna. Þeim fækkar um 2,9% í júlí síðastliðnum miðað við júlí í fyrra en það sem af er ári hefur komu- og brottfararfarþegum hins vegar fjölgað um 1,2% á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Júlí 08. YTD Júlí 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 122.560 533.967 125.494 531.600 -2,34% 0,45% Hingað: 131.086 557.976 135.489 547.038 -3,25% 2,00% Áfram: 4.033 20.019 6.711 22.925 -39,90% -12,68% Skipti. 35.313 120.221 41.310 150.641 -14,52% -20,19%   292.992 1.232.183 309.004 1.252.204 -5,18% -1,60%
Lesa meira

Vestnorden 2008 - skráningarfrestur framlengdur til 8. ágúst

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest fyrir  hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem haldin verður í Reykjavík í haust. Síðasti möguleiki til að skrá sig er 8 ágúst næstkomandi. Vestnorden 2008 fer fram dagana 15.-17. september í Reykjavík og þá í 23. sinn. Kaupstefnan er haldin til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Þátttakendur eru stórir sem smáir ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur. Á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna og því felast mikilvæg viðskiptatækifæri í þátttöku. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com  
Lesa meira

?Grænt Íslandskort? á vefnum

Á vefnum natturan.is hefur verið opnað það sem aðstandendur kalla ?Grænt Íslandskort?. Um er að ræða gagnvirkan vef með upplýsingum um vistvæna kosti hérlendis í viðskiptum og ferðamennsku. Í fréttatilkynningu kemur fram að um er að ræða samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Háskóla Íslands. ?Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningu aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistvænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi,? segir orðrétt. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ensku á Nature.is. Öllum er frjálst að fá skráningu svo framarlega sem að starfsemin byggist á viðurkenndum vottunum eða aðferðafræði enda ekki ætlunin að grænþvo neinn sem ekki hefur unnið fyrir því. Tilgangur kortsins er að gefa yfirsýn yfir þá fjölmörgu umhverfisvænu kosti sem fyrir eru í landinu og hvetja fjólk til að nýta sér þá og styðja frekar þau fyrirtæki sem vinna á umhverfismeðvitaðan hátt. Þeir sem vilja skrá sig á græna kortið láti vita af sér á nature@nature.is. Grunnskráning er ókeypis. www.natturan.is
Lesa meira

Ferðamálastofa auglýsir eftir umhverfisfulltrúa

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisfulltrúa í 100% starf. Umhverfisfulltrúi starfar á upplýsinga- og þróunarsviði  stofnunarinnar og heyrir undir forstöðumann sviðsins, sem staðsett er á  Akureyri.  Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.   Starfssvið: Umsjón og ráðgjöf vegna styrkúthlutana til umhverfismála. Úttekt á ferðamannastöðum og tillögugerð um úrbætur. Ráðgjöf til ferðaþjónustuaðila í umhverfismálum. Umsjón með útgáfu og fræðslumálum er snerta umhverfismál. Umsagnir vegna umhverfismats sem Ferðmálastofu berast. Gerð og umsjón með umhverfisstefnu Ferðamálastofu. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun eða sambærileg menntun er nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála er æskileg. Reynsla af framkvæmd umhverfisverkefna er æskileg Þekking á áætlana- og samningagerð er kostur. Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur. Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum. Góð tölvukunnátta Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar.  Nánari upplýsingar um starfið veita Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri (olof@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á samskiptavef stofnunarinnar www.ferdamalastofa.is.   Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2008 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur hefji störf 1. október. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.    
Lesa meira

Erlendum gestum fjölgar um tæp 7% fyrstu 6 mánuði ársins

Alls fóru tæplega 190 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð fyrstu sex mánuði ársins 2008 samkvæmt talningum Ferðamálastofu, en sömu mánuði í fyrra voru þeir 178 þúsund. Aukningin er um 11 þúsund eða 6,6%. Talningin nær yfir allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð og er vinnuafl sem fyrr inn í þeim.   Þróun á mörkuðum Frá áramótum hefur orðið umtalsverð fjölgun frá Mið-Evrópu, Hollendingum hefur fjölgað um 40%, Frökkum um 24% og Þjóðverjum um 18%. Norðurlandabúum fjölgar um tæp 5% og munar þar mest um fjölgun Finna. Bretum fækkar hins vegar um 4% og gestum frá Bandaríkjunum enn meir eða um 23%. Að stórum hluta má rekja fækkun Bandaríkjamanna til þess að Flugleiðir hættu flugi til Baltimore um miðjan janúar 2008.  Kanadamönnun hefur hins vegar fjölgað verulega, sem kemur ekki á óvart, en Toronto var bætt við sem áfangastað í maí 2008. Brottförum annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar töluvert eða um 22%, en þar munar mest um Pólverja.   Þrátt fyrir hátt olíuverð og efnahagssveiflur á okkar helstu markaðssvæðum er búist við aukningu ferðamanna í sumar. Búist er við nokkurri fjölgun gesta frá Mið-Evrópu, enda um aukið sætaframboð að ræða og sterka Evru. Erfitt er að spá fyrir um fjölda gesta á heildina litið, enda hefur sjaldan verið eins mikið um bókanir á síðustu stundu og nú í sumar. Þó svo hljóðið sé mismunandi í ferðaþjónustuaðilum búast flestir við viðunandi útkomu í sumar.   Í meðfylgjandi skjali má sjá fjölda gesta skipt eftir markaðssvæðum, þjóðerni og mánuðum  
Lesa meira

Gistinætur og gestakomur á hótelum í maí

Hagstofan hefur sent út frétt um gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum sem voru 117.300 og er það sambærilegt við maí 2007. Gistinóttum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu úr 83.000 í 79.800 eða um 4%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum um rúmt 1%, úr 9.000 í 8.900, og á Austurlandi voru gistinætur sambærilegar við fyrra ár eða um 4.700. Gistinóttum fjölgaði umtalsvert á Suðurlandi, úr 10.700 í 13.500, eða rúm 26%. Gistinóttum fjölgaði einnig um rúm 4% á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, úr 9.900 í 10.300. Fjölgun gistinátta á hótelum á Suðurlandi í maí má bæði rekja til útlendinga (33%) og Íslendinga (14%). Fækkun gistinátta á öðrum landsvæðum milli ára má eingöngu rekja til útlendinga (-2%). Gistinóttum á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði um tæp 4% milli áraGistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins voru 428.000 en voru 412.000 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Suðurlandi um rúm 20%, á höfuðborgarsvæðinu um 4% og á Norðurlandi um 2% milli ára. Gistinóttum fækkaði á öðrum landsvæðum mest á Austurlandi um 13% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 8%.  Fjölgun gistinátta fyrstu fimm mánuði ársins nær eingöngu til Íslendinga, 14%. Gistinætur útlendinga standa í stað á milli ára. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2008 eru bráðabirgðatölur.  
Lesa meira

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2008

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2008 voru um 56.500 talsins, sem eru 800 fleiri gestir en í júnímánuði á síðastliðnu ári. Erlendum gestum fjölgar því um 1,5 % milli ára. Af einstökum markaðssvæðum er fjölgunin mest frá Mið- og S-Evrópu eða um 13,4 % og munar mest um fjölgun Frakka og Hollendinga. Norðurlandabúum fjölgar lítillega eða um 1,6%. Bretum fækkar hins vegar um rúm 16 % og N-Ameríkubúum um 22,3%. Brottförum gesta annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar um 17,4% og munar þá mest um 50% aukningu Pólverja. Brottförum Íslendinga fækkar um nærri 10%.      Hér má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í júní, skipt eftir þjóðernum og markaðssvæðum, en heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni. Ferðamenn í júní eftir markaðssvæðum   2007 2008  Breyting(%) Norðurlönd 14564 14803 1,6 Bretland 6594 5522 -16,3 Evrópa 11899 13497 13,4 N-Ameríka 9781 7600 -22,3 Annað 12889 15126 17,4 Samtals 55727 56548 1,5 Ferðamenn í júní eftir þjóðernum   2007 2008 Breyting(%) Bandaríkin 8788 5993 -31,8 Bretland 6594 5522 -16,3 Danmörk 4632 4743 2,4 Finnnland 1498 1529 2,1 Frakkland 2189 2819 28,8 Holland 1727 2081 20,5 Ítalía 1111 1112 0,1 Japan 463 549 18,6 Kanada 993 1607 61,8 Kína 1779 1023 -42,5 Noregur 4378 4145 -5,3 Pólland 2080 3138 50,9 Rússland 77 39 -49,4 Spánn 684 884 29,2 Sviss 841 743 -11,7 Svíþjóð 4056 4386 8,1 Þýskaland 5347 5858 9,6 Önnur lönd 8490 10377 22,2 Samtals 55727 56548 1,5 Ísland 54769 49493 -9,6 Heimild: Ferðamálastofa. Talningar við brottför úr Leifsstöð.
Lesa meira

Flestar leiðir á hálendinu opnar

Flestar leiðir á hálendinu hafa nú verið opnaðar fyrir umferð, nú síðast Sprengisandur og Fjallabaksleið syðri. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum er allur akstur enn bannaður á Dyngjuleið (milli Sprengisands og Öskju), á Stórasandi og inn í Þjófadali. Nýtt kort alla fimmtudagaVegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallvega í byrjun sumars og kemur nýtt kort út vikulega, á fimmtudögum, fram eftir sumri á meðan einhverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensínstöðvar og víðar. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast nánar með ástandi fjallavega.
Lesa meira