Fréttir

Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út skýrsluna ?Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri?. Hún byggir á könnun sem gerð var til að sjá hver væri samsetning ferðamannanna yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland sem áfangastað. Könnunin var gerð í samvinnu við Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyrarstofu, Sveitarfélagið Skagafjörð og Vetraríþróttamiðstöð Íslands.Í inngangi kemur fram að fáar rannsóknir hafa sérstaklega miðast við að kanna ferðavenjur Íslendinga að vetri til og einstök svæði hafa ekki verið skoðuð sérstaklega líkt hér var gerð. Könnunin er liður í stærri áætlun Rannsóknamiðstöðvarinnar um rannsóknir á ferðavenjum Íslendinga. ?Vinnan er unnin í samráði við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu með það að markmiði að fá fram sjónarmið sem flestra svo að hægt verði að vinna með niðurstöðurnar í þeirra þágu,? segir í inngangi. Helstu niðurstöðurNiðurstöðurnar sýna að áfangastaður rúmlega þriðjungs svarenda könnunarinnar í síðasta ferðalagi að vetrarlagi var Norðurland. Ætla má að flestar ferðir Íslendinga að vetri séu helgarferðir miðað við að flestir svarenda dvöldu 2-4 nætur í ferðalaginu. Frí og heimsóknir til vina og ættingja eru helstu ástæður ferðar en hið síðarnefnda var mjög áberandi í svörum þeirra sem fóru á Norðurland. Skíðaiðkun, veitingahús og leikhús standa upp úr sem nýttir afþreyingarmöguleikar á Norðurlandi. Meirihluti þeirra sem fóru norður dvaldi oftast á Akureyri og Eyjafirði. Meðalútgjöld íslenskra ferðamanna með Norðurland sem áfangastað vegna gistingar, fæðis og afþreyingu eru tæpar 30.000 krónur. Skýrsluna, líkt og aðrar skýrslur sem Rannsóknamiðstöðin hefur gefið út að undanförnu, má  nálgast í gagnabankanum hér á vefnum undir Útgefið efni. Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri (PDF)
Lesa meira

Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst

Tölur Hagstofunnar frá ágúst síðastliðnum sýna að gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% á milli ára. Gistinætur í ár voru rúmlega 189 þúsund en rúmlega 186 þúsund í sama mánuði árið 2007. Fjölgun er öll tilkomin vegna útlendinga og átti sér stað í öllum landshlutum nema á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en þar eru gistinætur svipaðar á milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 12%, þar fóru gistinætur úr 17.000 í 19.000.  Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 6%, eða úr 10.700 í 11.400. Gistinóttum fjölgaði einnig á Suðurlandi um 2%, úr 27.300 í 27.800 milli ára. Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 110.700 í 110.900 og á Norðurlandi voru gistinætur 20.400 miðað við 20.300 í ágúst 2007. Rúmlega 2% fyrtu 8 mánuði ársinsGistinætur á hótelum fyrstu átta mánuði ársins voru 975.500 en voru 951.700 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Suðurlandi um 10% og á höfuðborgarsvæðinu um rúm 1% milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fjölgaði á öðrum landsvæðum. Gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2007. Gistinóttum útlendinga fjölgar um rúmt 1% milli ára. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Samráðsfundur með markaðsstofum landshlutanna

Ferðamálastofa boðaði í liðinni viku til samráðsfundar Ferðamálastofu og markaðsstofanna um landið. Tilgangurinn var meðal annars að fara yfir fyrirhugað markaðsátak á vetrarmánuðum sem kynnt var á dögunum og leggja grunn aða auknu samstarfi Ferðamálastofu og markaðsstofanna. Blaðamannaheimsóknir eru mikilvægur þáttur ímarkaðssetningu landsins og fjöldi blaðamannakemur hingað árlega fyrir tilstuðlan Ferðamálastofu.Eins og fram hefur komið þá ákvað ríkisstjórnin að leggja 50 milljónir í markaðsstarf fyrir markaðssetningu yfir veturinn. Um er að ræða samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins og fyrirtækja í ferðaþjónustu undir forystu Ferðamálastofu. Valið var að nota stærstan hluta fjármagnsins á þeim fjórum markaðssvæðum sem þjónað er með flugi á heilsársgrunni, þ.e. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndunum og ákveðnum mörkuðum í Evrópu, í samstarfi með íslenskum flugfélögum tveimur sem þjóna landinu allt árið um kring. Koma blaðamannaheimsóknum í fastara formHluti fjármagnsins verður nýttur  til að fylgja átakinu eftir, en mat Ferðamálastofu  er að það fé verði best nýtt í blaðamannaheimsóknir og kynningarmót íslenskrar ferðaþjónustu og erlendra birgja.  Á fundinum með markaðsstofum landshlutanna var meðal annars farið yfir hvað væri framundan á þeim vettvangi á næstum mánuðum og samstarf Ferðamálstofu og markaðsstofanna í þessum efnum. Ferðamálastofa vill m.a. vinna að því að koma blaðamannaheimsóknum í fast form með þátttöku markaðsstofa og aðila í svæðisbundinni markaðssetningu, þannig að unnt sé að nýta krafta stofnunarinnar í að kveikja áhuga og draga blaðamenn til landsins, á meðan heimamenn leiða í ríkari mæli skipulagningu heimsókna, m.a. með því að og fá ferðaþjónustuaðila til liðs við ferðir með framlagi þjónustu og vöru. Einnig var markaðsstofunum kynnt sú aðferðafræði sem Ferðamálastofa beitir til að tryggja gæði blaðamanna og eftirfylgni vegna birtinga. Meðal annarra atriða sem farið var yfir á fundinum voru vefmál, ?workshop? sem framundan eru, fjármögnun markaðsstofanna og fleira. Að sögn Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra stendur vilji Ferðamálastofu til þess að efla samstarf við markaðsstofur landshlutanna. Stefnt er að því að fundum sem þessu verði haldið áfram og að aðilar hittist nokkrum sinnum á ári til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í september

Í nýliðnum septembermánuði fóru rúmlega 172 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 187 þúsund í september í fyrra. Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%. Hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá landinu. Frá áramótun nemur fækkun á heildarfarþegafjölda 3,87% en lítill samdráttur er þó hjá komu- og brottfararfarþegum, eða rúmt 1%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Sept. 08. YTD Sept. 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 77.166 731.154 81.637 739.721 -5,48% -1,16% Hingað: 71.468 735.928 76.783 748.229 -6,92% -1,64% Áfram: 4.627 26.616 4.305 32.816 7,48% -18,89% Skipti. 18.825 172.650 24.707 212.660 -23,81% -18,81%   172.086 1.666.348 187.432 1.733.426 -8,19% -3,87%
Lesa meira

Ísland einn besti áfangastaður veiðimanna

Ísland er meðal bestu áfangastaða veiðimanna, að mati lesenda Blinker, útbeiddasta veiðitímarists Evrópu. Verðlaun kennd við tímaritið, Blinker Award, voru veitt í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag í Mannheim. Þar voru einkum verðlaunaðar vörur  fyrir veiðimenn sem að mati lesenda skara fram úr um þessar mundir. Að auki voru veitt veðlaun fyrir besti ferðaheildsala á sviði ferða fyrir stangveiðimenn og besti áfangastaðurinn með tilliti til upplifunar og gæða. Ì síðarnefnda flokknum hafnaði Ísland í 3ja sæti á eftir Noregi og Spáni. Komu þessi úrslit aðstandendum blaðsins nokkuð á óvart, þar sem Ísland hefur fyrst verið merkjanlegt á þessum markaði  á síðustu ca. 3 árin. ?Þetta er skemmtileg viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið í uppbyggingu og markaðssetningu á þessum hluta ferðaþjónustu á Vestfjörðum síðustu misseri og hvatning til þeirra að halda áfram að vanda sig eins og kostur er,? segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrofstofu Ferðamálastofu í Mið-Evrópu. Myndin er fengin á vef Hvíldarkletts á Suðureyri, fisherman.is  
Lesa meira

Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu

Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Ferðamálastofu. Rannveig Guðmundsdóttir hefur tekið við sem verkefnisstjóri á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í barnsburðarleyfi Elínar Ingvarsdóttur og á skrifstofu Ferðamálastofu í Þýskalandi hefur Florence Favier komið til starfa og leysir af Karine Delti-Beck sem einnig er á leið í fæðingarorlof. Rannveig Guðmundsdóttir er ferðamálafræðingur frá Háskóla íslands og starfaði  áður hjá Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík. Florence er frönsk að uppruna. Hún mun einkum sá um samskipti við Frakkland, Ítalíu og Spán, auk Belgíu. Florece Favier (t.v.) og Rannveig Guðmundsdóttir
Lesa meira

Nýr Staðarskáli opnaður

Í morgun var einn þekktasti söluskálinn við hringveginn, Staðarskáli í Hrútafirði, opnaður í nýju húsnæði við nýja veginn í Hrútafjarðarbotni. Með breytingu á veglínu fór gamli skálinn úr alfaraleið og því var byggður nýr þar sem mætast hringvegurinn og vegurinn norður á Hólmavík og Strandir. Veitingarekstur í Staðarskála á sér hart nær 50 ára sögu, Skálinn hefur um áraraðir gengt mikilvægu þjónustuhlutverki á þjóðleiðinni milli Norður- og Vesturlands og starfsemi fyrirtækisins hefur haft mikil áhrif á ferðamál í Húnaþingi og víðar. Hjónin Magnús Gíslason og Bára Guðmundsdóttir, ásamt Eiríki bróður Magnúsar, stofnuðu Staðarskála árið 1960. Þá hafði olíusala verið á staðnum um árabil. Það er nú N1 sem rekur Staðarskála og í nýja húsnæðinu verður líkt og í því eldra verslun, veitingastaður og bensínafgreiðsla.
Lesa meira

Meistaranám í ferðamálafræðum undirbúið

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli ? háskólinn á Hólum undirbúa nú sameiginlega framhaldsnám í ferðamálafræði, titlað MTA (e. Master of Tourism Administration) sem er samræmt af Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Nemendur munu geta skráð sig í gegnum alla skólana til námsins og hljóta sína prófgráðu að námi loknu frá þeim skóla sem þeir skráðu sig upprunalega. Á vef Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (sem áður hét Ferðamálsetur Íslands) kemur fram að námið er kennt í kennslulotum fimmtudaga til laugardaga, fjórum sinnum á misseri og því hugsað fyrir fólk sem vill taka það með vinnu. Inntökuskilyrði er grunngráða BA eða B.Sc. frá viðurkenndum háskóla (e. university) á Íslandi eða erlendis. Þeir sem hafa BA/B.Sc. í greinum óskyldum ferðamálafræðum er gert að þreyta 10 ECTS lesnámskeið sem er inngangur að ferðamálafræði. Þær einingar teljast til valnámskeiða. Námið er fyrir fólk sem vill öðlast sérstaka færni, getu og skerpu til fjölbreyttra starfa í ferðaþjónustu. Meistaranáminu er þannig ætlað að veita dýpri innsýn, sem nýtist til að skilja fjölbreyttan rekstur og margbrotið rekstrarumhverfi mismunandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, en einnig til að koma að opinberri stefnumótun greinarinnar. Stefnt er að því að bjóða námið haustið 2009.
Lesa meira

Skýrsla um þróun gistingar á Vestfjörðum

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur gefið út skýrslu sem ber heitið ?Þróun ferðamanna á Vestfjörðum?. Skýrslan er unnin upp úr gistináttatölum Hagstofu Íslands og miðast við þróun gistingar frá árinu 2002-2007. Í skýrslunni er farið yfir þróunina á landinu öllu, Vestfirðir skoðaðir í heildina og bornir saman við þróunina á landsvísu og svo er hvert svæði fyrir sig á Vestfjörðum skoðað ítarlega. Í skýrslunni kemur m.a í ljós að meðal aukning í gistingu ferðamanna á Vestfjörðum hefur verið um 8% á ári undanfarin 5 ár en á milli áranna 2006 og 2007 var 13,7% aukning.  Mesta aukningin er á erlendum ferðamönnum og er bilið milli innlendra og erlendra ferðamanna stöðugt að minnka og ef tekið er mið af þróuninni  undanfarin ár þá verða erlendir ferðamenn á Vestfjörðum orðnir í meirihluta árið 2010. Þá kemur einnig fram að á milli áranna 2006 og 2007 voru það einungis 3 landsvæði sem juku markaðhlutdeild sína í gistinóttum en það voru Höfuðborgarsvæðið, Vesturland og Vestfirðir.  Þrátt fyrir þessa aukningu var markaðshlutdeild Vestfjarða einungis 3%. Höfundur skýrslunnar er Ásgerður Þorleifsdóttir. Skoða skýrsluna Þróun ferðamanna á Vestfjörðum (PDF)
Lesa meira

Reynt að svíkja fé út úr gististöðum

Á vef SAF er greint frá því að undanfarna daga hefur borið nokkuð á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem uppgefin eru erlend kortanúmer til greiðslu. Síðan er hætt við bókun og viðkomandi seljandi þjónustu beðinn að endurgreiða færslurnar beint með peningasendingu erlendis, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Í öllum tilfellum er þetta maður sem kynnir sig sem Kazim Abdul. Lögreglan vill benda hótel- og gistihúsaeigendum og starfsfólki þeirra á að verða ekki við slíkum beiðnum ef hinn minnsti vafi leikur á að um lögmæt viðskipti geti verið að ræða.
Lesa meira