Fréttir

Viðurkenningar til aðila í ferðaþjónustu

Ráðstefna um atvinnulíf og nýsköpun við lendur Vatnajökulsþjóðgarðs var haldin á Höfn og Smyrlabjörgum um síðustu helgi. Samhliða var uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á svæðinu og voru þar veittar viðurkenningar til aðila í ferðaþjónustu. Fyrri ráðstefnudagurinn var í þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn og á Hótel Höfn. Hjörleifi Guttormssyni var þar veitt heiðursviðurkenning frá Ríki Vatnajökuls fyrir aðkomu sína að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en viðurkenningin var þakklætisvottur fyrir að færa ferðaþjónustunni það tækifæri sem fellst í því að hafa stærsta þjóðgarð Evrópu við bæjardyrnar, ?Svo er bara að sjá hvernig við getum nýtt okkur það tækifæri en það var einmitt efni ráðstefnunnar í hnotskurn,? segir Rósa Björk framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls. Seinni dagurinn fór fram á Smyrlabjörgum og voru haldnir frjóir vinnufundir þar sem að skipt var upp í þrjá hópa: Fræðslu og menningarferðaþjónusta, Skilgreining á Vetrarferðamennsku og Útivisst og Fjallamennska, Margar mjög skemmtilegar hugmyndir komu fram þegar að vinnuhóparnir kynntu niðurstöður sínar og verða þessar hugmyndir listaðar upp og unnið með þær áfram þannig að vonandi verður eitthvað af þessum hugmyndum að vöru og veruleika. Viðurkenningar á uppskeruhátíðÞá var einnig haldin Uppskeruhátíð klasans að Smyrlabjörgum á föstudagskvöldið sem Ríki Vatnajökuls og Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu stóð fyrir.  Veittar voru viðurkenningar annars vegar frá Ríki Vatnajökuls og FASK og hins vegar frá Ferðamálasamtökum Íslands. Fyrir valinu hjá þeim fyrrnefndu varð Hótel Höfn sem hefur verið mikil kjölfesta í ferðaþjónustu á svæðinu. Viðurkenningin nefnist Vitinn - öðrum leiðarljós og er veitt fyrirtækjum eða einstaklingum sem með einum eða örðum hætti hafa verið öðrum aðilum í greininni leiðarljós. Var það samdóma álit að eigendur Hótels Hafnar séu verðugir handhafar Vitans. Á myndinni eru frá vinstri: Þórdís Einarsdóttir, Gísli Már Vilhjálmsson, Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir, Rósa Björk Halldórsóttir og Sigurlaug Gissurardóttir Ferðamálasamtök Íslands veittu viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu í ferðaþjónustu og rannsóknir. Viðurkenninguna afhenti Pétur Rafnsson, formaður samtakanna, og kom hún í hlut Nýheima. Tók Ari Þorsteinsson við henni fyrir hönd Nýheima. Í rökstuðningi segir meðal annars að viðurkenningin sé veitt öllum þeim aðilum innan Nýheima sem hafi með markvissu samstarfi sín á milli skotið nýjum, sterkum stoðum undir rekstur ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls. Með því hefur eflst enn frekar sú öfluga ferðaþjónusta sem byggst hefur upp á undanförnum áratugum og þekkt er á landsvísu fyrir samheldni, kjark og þor. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Rósa Björk Halldórsdóttir, Þorvarður Árnason, Björg Erlingsdóttir, Ari Þorsteinsson og Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.
Lesa meira

Vefnám um þjónustugæði í ferðaþjónustu

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett á vefinn nýtt vefnám um þjónustugæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt. Um er að ræða tvær útgáfur af vefnáminu, annars vegar fyrir stofnendur eða framkvæmdastjóra fyrirtækjanna og hins vegar starfsmenn þeirra. Vefnámið er öllum opið og er hægt að nálgast það vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is . Tengill á vefnámið
Lesa meira

Torgið - viðskiptasetur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann opnar í nóvember Torgið - viðskiptasetur, nýtt frumkvöðlasetur í hjarta borgarinnar, í húsnæði Landsbankans í Austurstræti 16. Það veitir einstaklingum aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum á öllum sviðum og er opið fólki úr öllum greinum atvinnulífsins. Á Torginu  verður öll aðstaða til fyrirmyndar. Skrifstofuaðstaða með tölvubúnaði og innréttingum Aðgangur að fundarherbergjum Fagleg handleiðsla sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet einstaklinga og fyrirtækja Tekið er á móti fyrirspurnum um Torgið á netfanginu Torgid@nmi.is og umsóknareyðublað er á vef Nýsköpunarmiðstöðvar www.nmi.is Torgið  er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir þrjú önnur frumkvöðlasetur. Á Keldnaholti í Reykjavík eru tólf fyrirtæki , þar á meðal ORF Líftækni sem hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2008. Á háskólasvæði Keilis eru átta fyrirtæki og einnig rekur Nýsköpunarmiðstöð frumkvöðlasetur á Höfn í Hornafirði. Nýsköpunarmiðstöð, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins undirrituðu um miðjan október samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn SSF. Opnun Torgsins - viðskiptaseturs  er liður í þeim samningi.
Lesa meira

Samræmt átak til kynningar á málstað Íslands - Kynningarfundir á helstu mörkuðum í Evrópu

Að frumkvæði Ferðamálastofu er nú að hefjast röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu. Um er að ræða samstarf við utanríkisráðuneyti, Útflutningsráð, Samtök ferðaþjónustunnar og Höfuðborgarstofu. Styrkur í samræmdum aðgerðumGríðarlegur styrkur er fólginn í því að þessir öflugu aðilar taki höndum saman í samræmdu átaki við að kynna málstað Íslands erlendis. Sem kunnugt er hefur á síðustu vikum mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og mikilvægt að nýta tækifærin sem nú eru uppi í þeim efnum. Tilefnislaus fréttaflutningur erlendisAð sögn Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra má rekja hvatann að ferðinni til þess að Ferðamálastofu hafa að undanförnu borist fregnir af tilefnislausum fréttaflutningi um stöðu þjónustugreina á Íslandi og hafa söluaðilar á erlendri grundu haft samband við íslenska ferðaþjónustuaðila og lýst yfir áhyggjum sínum af sölumöguleikum á ferðum til landsins. Til að bregðast við þessu ákvað Ferðamálastofa að kanna grundvöll fyrir ferð á helstu markaði okkar í Evrópu, til kynningar á stöðu mála á Íslandi og hvatningar til söluaðila okkar erlendis.  Meginmarkmið með ferðinni er að hitta söluaðila Íslands á erlendri grundu, ræða stöðu mála á Íslandi, fullvissa um að óstaðfestar fregnir af vandræðum séu ekki réttar og hvetja til dáða í sölu á Íslandsferðum. Einnig hafa verið skipulagðir blaðamannafundir í hverju landi. Í ferðinni verður farið til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Þýskalands (Frankfurt) og Frakklands. Að sinni var ákveðið að bíða með að kynna stöðu mála í Hollandi og Bretlandi. Starfsmenn Ferðamálastofu og formaður Ferðamálaráðs eru nú að kynna Ísland á World Travel Market ferðasýningunni í London en ekki þótti rétt að fara út í frekari aðgerðir þar fyrr en staða mála skýrist. Ferðaáætlun og dagskrá fundaFundaferðin hefst í Stokkhólmi fimmtudaginn 13. nóvember og daginn eftir er fundað í París. Á mánudeginum þar á eftir er síðan komið að Kaupmannahöfn, þá Frankfurt og endað í Osló. Fundirnir hefjast með ávarpi sendiherra á hverjum stað, formaður SAF mun kynna stöðu mála eins og hún snýr að fyrirtækjum, ferðamálastjóri mun þá fara yfir framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynna sölumöguleika og nýjungar.
Lesa meira

Dagskrá og skráning á ferðamálaþing 20. nóvember

Dagskrá ferðamálaþingsins þann 20. nóvember næstkomandi liggur nú fyrir og jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gangast fyrir ferðamálaþinginu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta - allra hagur, tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum. Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur með móttöku í boði ráðherra ferðamála kl. 17.  Það er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni. Á síðustu vikum hefur mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og með því að fjölmenna á þingið gefst kjörið tækifæri til að vekja athygli á greininni þannig að eftir verði tekið. Dagskrá: 13:00 Ávarp ráðherra ferðamála, Össur Skarphéðinsson  13:30 Selling Iceland to travelers in turbulent times Ian Neale, forstjóri Regent Travel 14:00 Land tækifæranna Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins 14:20 Hvernig aukum við tekjur af ferðamönnum við núverandi aðstæður? Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair 14:40 Kaffihlé 15:00 Horft fram á veginn ? aðgerðir Ferðamálastofu í ljósi breyttra aðstæðna Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 15:20 Íbúar eru líka gestir ? ferðaþjónusta og sveitarfélögin Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar 15:40 Af sjónarhorni ferðamannsins ? hvernig ferðaþjónustu viljum við hafa á Íslandi? Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður 16:00  Pallborð með þátttöku fyrirlesara 16:40  Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 16:50 Samantekt fundarstjóra 17:00 Ráðstefnuslit Móttaka í boði ráðherra ferðamála Fundarstjóri og stjórnandi umræðna í pallborði er Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs. Skráning á ferðamálaþing 20. nóvember 2008Skráningin er án endurgjalds                                                   
Lesa meira

Viðtöl við frumkvöðla í ferðaþjónustu

Í tengslum við afmælisfund SAF í liðinni viku var opnað vefsvæði sem hefur að geyma ný og eldri viðtöl við frumkvöðla í ferðaþjónustu. Alls er um að ræða 27 einstaklinga. Birgir Þorgilsson fyrrverandi ferðamálastjóri er á meðal þeirra sem rætt er við.Á stjórnarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í ágúst 2005 var tekin sú ákvörðun að láta taka viðtöl við frumherja í íslenskri ferðaþjónustu og setja á heimasíðu SAF. Samtökin fengu Steinar J. Lúðvíksson, rithöfund, til að taka viðtölin en tvö þeirra tók Gullveig Sæmundsdóttir. Á árunum 1980-1981 tók Sigurður Magnússon, fyrrverandi blaðafulltrúi Loftleiða, viðtöl við 12 frumherja í hótel- og veitingarekstri fyrir Samband veitinga- og gistihúsa.  Þau viðtöl urðu síðan góður grunnur að bókinni ?Gestir og gestgjafar? sem SVG gaf út á 50 ára afmæli sínu árið 1995.  Þessi viðtöl birtast nú á heimasíðu SAF til viðbótar við hin nýteknu viðtöl. Viðtöl við frumkvöðla í ferðaþjónustu  
Lesa meira

Þórbergssetur hlaut nýsköpunarverðlaun SAF

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í fimmta sinn í tengslum við afmælisfund samtakanna í gær. Menningarsetrið Þórbergssetur á Hala í Suðursveit hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir öfluga uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Þórbergssetur sé einstaklega vandað framtak fólks úr héraði við uppbygginu menningartengdrar ferðaþjónustu. Setrið er ekki aðeins safn tileinkað einum af merkari rithöfundum þjóðarinnar. Það er einnig lifandi sögusýning á atvinnuháttum og menningu Suðursveitunga gegnum aldirnar og hvernig þeir hafa hagað sinni búsetu í nábýli við óblíða náttúru. Með því að tvinna saman líf og störf rithöfundarins við menningarsögu sveitarinnar, veitist gestum ný sýn á ritverk hans, en einnig ný sýn á líf og störf Íslendinga um aldir gegnum þau sömu ritverk. Setrið er einnig ákaflega vel úr garði gert, hönnun þess frumlegt og vel vandað til allrar umgjörðar. Gestir fá góðar móttökur og er öll grunnþjónusta fyrir hendi á staðnum. Þannig er ljóst að Þórbergssetur hefur frá því að vera góð hugmynd, náð því að verða virkt og skapandi afl í Suðursveit sem eflir orðstír og framleiðni ferðaþjónustu og er þannig vel að nýsköpunarverðlaunum komið. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Stjórn sjóðsins skipa: Árni Gunnarsson, formaður SAF, sem er formaður dómnefndar en honum til ráðgjafar voru dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Hörður Erlingsson hjá Erlingsson - Naturreisen. Mynd: Frá vinstri Fjönir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttur , framkvæmdastjóri Þórbergsseturs ásamt Árna Gunnarssyni formanni SAF. www.thorbergur.is
Lesa meira

Gistinætur í september svipaðar á milli ára

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.700 en voru 120.700 í sama mánuði árið 2007. Því má segja að lítil breyting sé milli ára. Það er Hagstofa Íslands sem sér um gistináttatalningar. Fjölgun var í flestum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurlandi voru gistinætur svipaðar milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi um rúm 20%, eða úr 4.100 í 4.900. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um rúm 19%, þar fóru gistinætur úr 9.300 í 11.100.  Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, eða úr 10.300 í 10.700. Gistinætur eru svipaðar á Suðurlandi milli ára um 13.100. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.800 í 81.900 eða um rúm 2%. Þess má geta að á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða hafa bæst við í gagnagrunn gistináttatalningar gögn frá tveimur hótelum fyrir septembermánuð.  Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Minni umferð um Keflavíkurflugvöll í október

Í október síðastliðnum fóru rúmlega 142 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 184 þúsund í október í fyrra. Fækkunin nemur því 22,8%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Þá eru væntanlegar hér inn á vefinn niðurstöður úr talningu Ferðamálastofu þar sem hægt er að sjá skiptingu farþega eftir þjóðerni.   Okt.08. YTD Okt.07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 59.571 790.725 81.043 820.764 -26,49% -3,66% Hingað: 61.479 797.407 81.267 829.496 -24,35% -3,87% Áfram: 5.397 32.013 3.309 36.125 63,10% -11,38% Skipti. 16.105 188.755 19.038 231.698 -15,41% -18,53%   142.552 1.808.900 184.657 1.918.083 -22,80% -5,69%
Lesa meira

Nýir vefir Icelandair í loftið

Icelandair setti um mánaðamótin í loftið 10 nýja vefi. Um er að ræða nýja vefi á lénum Icelandair í 10 löndum. Breytingin á vefnum eru í tengslum við stærri breytingu sem lýsir sér meðal annars í nýjum sætum, nýju farrými, nýju afþreyingarkerfi, nýjum matseðli og fleiri þáttum í þjónustu félagsins. Íslenski vefurinn er www.icelandair.is. Nýr farsímavefurEinnig hefur verið opnaður nýr vefur þar sem viðskiptavini Icelandair geta skoðað komur, brottfarir og flugáætlun. Hægt er einnig að innrita sig í flug og sjá upplýsingar um tengiliði í viðkomandi landi. Jafnframt er hægt er að finna allar þessar upplýsingar í gegnum farsímann. Viðskiptavinir Icelandair geta nú nýtt sér þessa þjónustu og innritað sig með farsímanum sínum svo lengi sem þeir geta tengst Internetinu. Með farsímainnrituninni er hægt að innrita sig óháð stað og stund (22 klst. fyrir brottför). Brottfararspjaldið er síðan prentað út á sjálfsafgreiðslustöðvum á flugvelli og eða á Hilton Reykjavík Nordica. Þeir farþegar sem ferðast með farangur þurfa að skrá hann inn í sjálfsafgreiðslustöð á flugvelli og fá töskumiða fyrir hverja tösku. Þegar farþegi hefur innritað sig sjálfur í flug tekur starfsmaður Icelandair við farangri hans á sérstakri hraðleið. Þeir sem engan farangur hafa halda beint út á brottfararsvæðið. Slóðin á farsímavefinn er: http://m.icelandair.is
Lesa meira