Fara í efni

Fjölgun gesta í fyrrihluta nóvember

Jökulfók
Jökulfók

Erlendum gestum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um rúm 4% í fyrrihluta nóvember, miðað við sama tíma í fyrra. Þetta eru ánægjulegar tölur eftir að gestum fækkaði um 5% í október. Umtalsverð fækkun varð hins vegar á ferðum Íslendinga fyrstu 17 daga nóvembermánaðar, eða tæp 60%.

Fjölgunin er nóvember er að mestu leyti frá Mið- og Suður-Evrópu eða tæp 24%. Einnig var fjölgun frá Bretlandi tæp 5% og 12% frá Noregi. Á móti fækkar Bandaríkjamönnum og Dönum. Fróðlegt verður að sjá tölur fyrir mánuðinn í heild. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu.

 

Erlendir gestir í nóvember (1.-17. nóv.) eftir þjóðernum

      Aukning/fækkun milli ára 2007/08
  2007 2008 Fjöldi %
Bandaríkin 1.473 1.161 -312 -21,2
Kanada 152 136 -16 -10,5
Noregur 1.355 1.519 164 12,1
Danmörk 1.374 1.185 -189 -13,8
Svíþjóð 1.219 1.286 67 5,5
Finnland 320 270 -50 -15,6
Bretland 2.922 3.064 142 4,9
Þýskaland 595 769 174 29,2
Holland 253 480 227 89,7
Frakkland 498 531 33 6,6
Sviss 56 65 9 16,1
Spánn 111 73 -38 -34,2
Ítalía 122 106 -16 -13,1
Pólland 431 561 130 30,2
Kína 262 196 -66 -25,2
Japan 184 194 10 5,4
Annað 2.029 2.317 288 14,2
Samtals 13.356 13.913 557 4,2
Ísland 23.055 9.709 -13.346 -57,9
Erlendir gestir í nóvember (1-17.nóv) - eftir markaðssvæðum
      Aukning/fækkun milli ára 2007/08
  2007 2008 Fjöldi %
N-Ameríka 1.625 1.297 -328 -20,2
Norðurlönd 4.268 4.260 -8 -0,2
Til baka í yfirlit