Fara í efni

Fjölmennasta ferðamálaþing frá upphafi

Grand Hotel
Grand Hotel

Vel á fjórða hundrað þátttakendur eru skráðir á ferðamálaþing Iðnaðarráðuneytisins og Ferðamálastofu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun kl 13-17. Því er ljóst að um er að ræða fjölmennasta ferðamálaþing frá upphafi. Yfirskriftin er Öflug  ferðaþjónusta ? allra hagur, tækifæri í ferðaþjónustu á umbrotatímum.

Þingið hefst með ávarpi ferðamálaráðherra Össurar Skarphéðinssonar. Inngangserindið flytur Ian Neale, forstjóri bresku ferðaskrifstofunnar Regent Travel, sem er stór aðili í sölu Íslandsferða. Þar fjallar hann um hvernig hægt sé að markaðssetja landið á þeim óróatímum sem nú ríkja eða ?Selling Iceland to travelers in turbulent times.?

Aðrir fyrirlesarar eru Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins; Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair; Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri ; Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar og Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður.  Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs, stýrir og loks verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent í 14. sinn.

Dagskrá þingsins (PDF)