Ný skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði

Ný skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði
Menningartengd ferðaþjónusta í Eyjafirði - forsíða

Út er komin skýrsla frá Ferðamálasetri Íslands um Menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði. Skýrslan er nokkru á eftir áætlun en er engu að síður hluti af viðamiklu rannsóknarverkefni til næstu 10 ára um menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi. Þar eru m.a. áræðnaleiki, framsetning, ímyndasköpun og markaðsetning menningar í ferðaþjónustu tekin til skoðunar.

Rannsóknir í menningartengdri ferðaþjónustu eru ein af þremur megin rannsóknarstoðum Ferðamálaseturs, en hinar tvær snúast um ferðaþjónustu og umhverfismál og hagræn áhrif ferðaþjónustu. Skýrsluna er hægt að nálgast á vef setursins www.fmsi.is og jafnframt í nýjum gagnabanka Ferðamálastofu um útgefið efni í ferðaþjónustu.

 


Athugasemdir