Fara í efni

Nordica verður Hilton Nordica

Nordica Hotel
Nordica Hotel

Icelandair Hotels hefur gengið frá samkomulagi um að Nordica Hótel verði hluti af hinni heimsfrægu Hilton keðju. Ekki er um að ræða breytinga á eignarhaldi heldur verður Nordica hluti af þeim fjölda hótela um allan heim sem eru kynnt og markaðssett undir þessu heimsþekkta merki.

Viðurkenning á gæðum
?Þó Íslendingar hafi náð miklum árangri á sviði ferðaþjónustu þá er það okkur mjög mikilvægt að þekkt og viðurkennd vörumerki séu sýnileg í markaðssetningu okkar,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Fyrir þá sem ekki hafa neina þekkingu á viðkomandi áfangastað þá er það ákveðin viðurkenning og gefur ákveðnar upplýsingar um gæði þess staðar að þar sé að finna Hilton eða annað álíka heimsþekkt merki sem stendur fyrir ákveðin gæði. Nú erum við með fjögur hótel sem hafa tengst slíkum alþjóðlegum, þekktum vörumerkjum og þeim á eftir að fjölga á næstunni, m.a. með tilkomu nýs hótels við Reykjavíkurhöfn,? bætir hann við.

?Við óskum Icelandair Group til hamnigju með að hafa náð þessari viðurkenningu á gæðum í alþjóðlegu samhengi sem er enn ein staðfestingin á að íslensk ferðaþjónusta er að byggja sig upp samkeppnishæfa í gæðum á alþjóðavísu sem er forsenda áframhaldandi árangurs?, segir Magnús að lokum.