Fara í efni

Vel sótt námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Námskeið fyrir starfsfólk upplmiðstöðva 2007
Námskeið fyrir starfsfólk upplmiðstöðva 2007

Rétt um 30 manns sátu í dag árlegt námskeið sem Ferðamálastofa heldur fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva. Að þessu sinni var fjarfundabúnaður notaður og fólki þannig gefinn kostur á að sitja námskeiðið sem næst heimabyggð.

Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu; Claudia Lobindzus,  f.v. starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri; Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu og Erla Björg Guðmundsdóttir, rekstrar- og viðskiptafræðingur. Á meðfylgjandi mynd er Claudina einmitt að flytja erindi sitt en það fjallaði um daglegt starf á upplýsingamiðstöð.