Fara í efni

750 manna ráðstefnusalur og 250 herbergja 5 stjörnu hótel

Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum á sviði umhverfis- eða ferðamála
Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum á sviði umhverfis- eða ferðamála

Tilkynnt hefur verið að tillaga Portus-hópsins um byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels á austurbakka Reykjavíkurhafnar hafi orðið fyrir valinu. Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 12 milljarða króna. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið haustið 2009.

Undirbúningur vegna hússins hefur staðið í alllangan tíma. Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl 2002 um að leggjast á eitt í þessu máli og um ári seinna stofnuðu þau í sameiningu einkahlutafélagið Austurhöfn-TR ehf. sem síðan hefur unnið að undirbúningi.

Ráðstefnusalur og 250 herbergja 5 stjörnu hótel
Nokkrir salir verða í húsinu. Tvískiptur ráðstefnusalur mun rúma allt að 750 manns og í tengslum við hann verður sýningaraðstaða. Aðaltónleikasalur mun rúma 1.800 manns í sæti, kammermúsíksalur rúmar 450 manns og þá nefna fundarherbergi o.fl. Byggingunni tengist síðan 250 herberja 5 stjörnu hótel.

Útlit hússins er að mestu leyti verk Ólafs Elíassonar en Vladimir Ashkenazy er sérlegur listrænn ráðgjafi. Hægt er að sjá teikningar af húsinu og umhverfi á vef Morgunblaðsins.

Vefur Pontus-hópsins er tonlistarhusid.is og þar er m.a. hægt að skoða myndband af húsinu.